Mál að linni Haukur Örn Birgisson skrifar 18. september 2018 07:00 Nú sér loks fyrir endann á einu sorglegasta dómsmáli Íslandssögunnar, en málið var endurflutt í Hæstarétti í síðustu viku, 38 árum eftir að það var flutt þar fyrst. Áratugalangri bið og baráttu sakborninga fyrir endurupptöku málsins og mannorðshreinsun er að ljúka. Mikilvægan lærdóm má draga af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Það kennir okkur mikilvægi reglunnar um að sakborningar séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð og að ekki megi víkja frá leikreglum sakamálaréttarfars um fulla sönnun sektar að lögum. Ljóst er að strangar sönnunarkröfur munu í einhverjum tilvikum leiða til þess að sekir menn verða sýknaðir og ganga lausir en það er betri kostur en að saklausir menn verði dæmdir í fangelsi. Slík valdbeiting er ófyrirgefanleg og jafnvel óafturkræf, eins og sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu þekkja af eigin raun. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá endalok í þetta mál. Í endalokunum felst að sakborningarnir verða sýknaðir. Það kom því nokkuð á óvart að heyra kröfu eins verjanda í málinu þar sem hann gerði kröfu um að Hæstiréttur ætti ekki aðeins að sýkna skjólstæðing sinn, heldur jafnframt lýsa sérstaklega yfir sakleysi hans. Ekki veit ég hvers vegna slík krafa er sett fram, því hún gefur því undir fótinn að málinu sé ekki lokið ef ekki verður fallist á kröfu verjandans. Enn eigi eftir að staðfesta sakleysið. Þetta stenst auðvitað ekki. Fyrir liggur að sá sem er sýknaður telst saklaus samkvæmt reglunni um sakleysi uns sekt er sönnuð. Einsýnt er að Hæstiréttur mun ekki fallast á kröfu verjandans en sýknudómurinn felur engu að síður í sér að nú er málinu lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun
Nú sér loks fyrir endann á einu sorglegasta dómsmáli Íslandssögunnar, en málið var endurflutt í Hæstarétti í síðustu viku, 38 árum eftir að það var flutt þar fyrst. Áratugalangri bið og baráttu sakborninga fyrir endurupptöku málsins og mannorðshreinsun er að ljúka. Mikilvægan lærdóm má draga af Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Það kennir okkur mikilvægi reglunnar um að sakborningar séu saklausir uns sekt þeirra er sönnuð og að ekki megi víkja frá leikreglum sakamálaréttarfars um fulla sönnun sektar að lögum. Ljóst er að strangar sönnunarkröfur munu í einhverjum tilvikum leiða til þess að sekir menn verða sýknaðir og ganga lausir en það er betri kostur en að saklausir menn verði dæmdir í fangelsi. Slík valdbeiting er ófyrirgefanleg og jafnvel óafturkræf, eins og sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu þekkja af eigin raun. Það er nauðsynlegt fyrir alla að fá endalok í þetta mál. Í endalokunum felst að sakborningarnir verða sýknaðir. Það kom því nokkuð á óvart að heyra kröfu eins verjanda í málinu þar sem hann gerði kröfu um að Hæstiréttur ætti ekki aðeins að sýkna skjólstæðing sinn, heldur jafnframt lýsa sérstaklega yfir sakleysi hans. Ekki veit ég hvers vegna slík krafa er sett fram, því hún gefur því undir fótinn að málinu sé ekki lokið ef ekki verður fallist á kröfu verjandans. Enn eigi eftir að staðfesta sakleysið. Þetta stenst auðvitað ekki. Fyrir liggur að sá sem er sýknaður telst saklaus samkvæmt reglunni um sakleysi uns sekt er sönnuð. Einsýnt er að Hæstiréttur mun ekki fallast á kröfu verjandans en sýknudómurinn felur engu að síður í sér að nú er málinu lokið.