Katrín Tanja selur miðbæjarslotið Benedikt Bóas skrifar 19. september 2018 08:00 Katrín vill búa nær Annie Mist. vísir/getty CrossFitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sett íbúð sína á Lindargötu 39 á sölu og var opið hús hjá henni í gær. Katrín Tanja setur 69,5 milljónir á íbúðina en hún er á sjöttu hæð með suðursvölum og glæsilegu útsýni yfir miðbæinn. Íbúðin er skráð alls 98 fermetrar, þar af er um átta fermetra sérgeymsla í sameign. Að sjálfsögðu fylgir sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu. Í lýsingunni á fasteignavef Fréttablaðsins kemur fram að í húsinu séu alls 36 íbúðir en á hæðinni þar sem Katrín Tanja hefur hreiðrað um sig séu fjórar íbúðir. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, stofu, borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi og þvottahús.Katrín lét sérsmíða innréttingar hjá GKS trésmiðju og er íbúð hennar loftræst með vélrænu útsogi og innblæstri á upphituðu lofti. Full lofthæð er fyrir Katrínu um það bil 2,7 metrar, nema þar sem eru niðurtekin loft. Katrín Tanja er með rúmar 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og deilir oft því sem hún borðar enda borða trúlega fáir hollara fæði en hún. Það kemur því ekki á óvart að hún sé með Miele-tæki, bæði spanhelluborð og ofn í vinnuhæð.Katrín keypti íbúðina í janúar í fyrra og birti mynd af sér á Instagram þegar hún kom í fyrsta sinn í íbúðina. Sagði hún við það tilefni að allir hennar nánustu hefðu komið með sér enda gæti hún ekki ákveðið íbúðarkaup svona alein. Hún hefði þó fallið strax fyrir íbúðinni enda einstök kvöldsól á svölunum og útsýni yfir miðborgina.En nú er miðbæjarástinni lokið. Katrín auglýsti íbúðina sína á samfélagsmiðlinum í gær og sagðist vilja búa við hliðina á Annie Mist Þórisdóttur. Hún býr í Kópavogi og fetar Katrín Tanja því í fótspor margra ungra Reykvíkinga. Sem flýja borgina. Hér að neðan má sjá Katrínu Tönju þegar hún keypti íbúðina. View this post on Instagram M O M E N T S Buying my first apartment back in january !! This was the first time I went to look at it .. I had EVERYONE come with me. I needed my best friends there, my mom, my grandpa & my siblings also came. I thought it was such a grownup decision & I was like no way I can decide on my own hehe - BUT when I walked into this one it was suuuuch a beautiful evening & the sunset over Reykjavik .. - Big bonus: no time to go walk downtown & get a cup of coffeeeee hehe me & my grandma always said let's go downtown & show ourselves & see others A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Dec 20, 2017 at 3:55am PST Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
CrossFitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur sett íbúð sína á Lindargötu 39 á sölu og var opið hús hjá henni í gær. Katrín Tanja setur 69,5 milljónir á íbúðina en hún er á sjöttu hæð með suðursvölum og glæsilegu útsýni yfir miðbæinn. Íbúðin er skráð alls 98 fermetrar, þar af er um átta fermetra sérgeymsla í sameign. Að sjálfsögðu fylgir sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu. Í lýsingunni á fasteignavef Fréttablaðsins kemur fram að í húsinu séu alls 36 íbúðir en á hæðinni þar sem Katrín Tanja hefur hreiðrað um sig séu fjórar íbúðir. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, stofu, borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi og þvottahús.Katrín lét sérsmíða innréttingar hjá GKS trésmiðju og er íbúð hennar loftræst með vélrænu útsogi og innblæstri á upphituðu lofti. Full lofthæð er fyrir Katrínu um það bil 2,7 metrar, nema þar sem eru niðurtekin loft. Katrín Tanja er með rúmar 1,3 milljónir fylgjenda á Instagram og deilir oft því sem hún borðar enda borða trúlega fáir hollara fæði en hún. Það kemur því ekki á óvart að hún sé með Miele-tæki, bæði spanhelluborð og ofn í vinnuhæð.Katrín keypti íbúðina í janúar í fyrra og birti mynd af sér á Instagram þegar hún kom í fyrsta sinn í íbúðina. Sagði hún við það tilefni að allir hennar nánustu hefðu komið með sér enda gæti hún ekki ákveðið íbúðarkaup svona alein. Hún hefði þó fallið strax fyrir íbúðinni enda einstök kvöldsól á svölunum og útsýni yfir miðborgina.En nú er miðbæjarástinni lokið. Katrín auglýsti íbúðina sína á samfélagsmiðlinum í gær og sagðist vilja búa við hliðina á Annie Mist Þórisdóttur. Hún býr í Kópavogi og fetar Katrín Tanja því í fótspor margra ungra Reykvíkinga. Sem flýja borgina. Hér að neðan má sjá Katrínu Tönju þegar hún keypti íbúðina. View this post on Instagram M O M E N T S Buying my first apartment back in january !! This was the first time I went to look at it .. I had EVERYONE come with me. I needed my best friends there, my mom, my grandpa & my siblings also came. I thought it was such a grownup decision & I was like no way I can decide on my own hehe - BUT when I walked into this one it was suuuuch a beautiful evening & the sunset over Reykjavik .. - Big bonus: no time to go walk downtown & get a cup of coffeeeee hehe me & my grandma always said let's go downtown & show ourselves & see others A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Dec 20, 2017 at 3:55am PST
Birtist í Fréttablaðinu CrossFit Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira