Annað kvöld mun Conor McGregor hitta Rússann Khabib Nurmagomedov á blaðamannafundi í New York. Það er táknrænn staður fyrir fundinn því í borginni réðst Conor að rútu Khabib og kom sér í mikil vandræði fyrr á árinu.
Þau vandræði eru meira og minna að baki og því ekkert sem stöðvar Conor frá því að berjast við Khabib þann 6. október næstkomandi í Las Vegas.
Bardagi Conors og Khabib verður stærsti bardagi í sögu UFC. Írinn kjaftfori gegn Rússanum ósigrandi sem hefur glímt við skógarbirni frá barnæsku.
Conor hefur alla tíð blómstrað á blaðamannafundum UFC og fólk bíður því eftir mikilli skemmtun frá honum á morgun. Til að stytta biðina má sjá brot af því besta frá Conor hér að neðan.
Best @TheNotoriousMMA presser moments?! How about these? pic.twitter.com/n0sVe1A77e
— UFC Europe (@UFCEurope) September 19, 2018