Golf

Ísland í 39. sæti á heimsmeistaramóti áhugakylfinga

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Hér má sjá lið Íslands ásamt fararstjóra. Frá vinstri, Ragnhildur, Saga, Helga og Jussi Pitkanen
Hér má sjá lið Íslands ásamt fararstjóra. Frá vinstri, Ragnhildur, Saga, Helga og Jussi Pitkanen Golf.is
Ísland lenti í 39. sæti á heimsmeistaramóti áhugakylfinga í kvennaflokki en mótinu lauk á Írlandi í gær. Bandaríkin urðu heimsmeistari.



Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppt er í liðakeppni en einnig gildir árangur keppenda í einstaklingskeppni. Þrír kylfingar eru í hverju liði, en aðeins tvö bestu skorin telja í hverri umferð.



Það voru þær Helga Kristín Einarsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, og Saga Traustadóttir sem léku fyrir Ísland en þetta var fyrsta skipti þeirra allra á HM.



Helga Kristín lék best íslensku kylfinganna en hún lék hringina fjóra á þrettán yfir pari.



Jussi Pitkanen, afreksstjóri GSÍ var liðstjóri liðsins.



Alls voru 57 þjóðir sem tóku þátt á mótinu en Bandaríkin var sigur úr bítum.



Þetta var í 28. sinn sem mótið er haldið og hefur Bandaríkin unnið helming mótanna, eða 14. sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×