Vilja vekja fólk til umhugsunar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 3. september 2018 08:00 Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ, og Birkir Steinn Erlingsson, formaður Vegan samtakanna. Á myndina vantar Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra SGÍ, og Ragnar Frey sem koma einnig að sýningu myndarinnar. fréttablaðið/ernir „Helsta markmið okkar með því að sýna myndina er að vekja fólk til umhugsunar um hvaða afleiðingar venjur þess, og þá sérstaklega matarvenjur, hafa fyrir dýrin sem alla jafna eru hulin augum okkar og huga,“ segir Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ. Dominion verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis. „Í myndinni er notast við dróna og leynilegar upptökur sem sýna það svart á hvítu hvað er í raun og veru að gerast á bæjum og í sláturhúsum.“ Reglulega eru heimildarmyndir á borð við Dominion sýndar í Bíói Paradís og alltaf í Veganúar sem í ár var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. Má þar nefna Cowspiracy og Earthlings. Cowspiracy kemur inn á umhverfisáhrif í kjölfar dýralandbúnaðar en mikil metanlosun er af dýrunum og þau taka mikið svæði.Margir sem breyta um lífsstíl „Það er ákveðin ósjálfbærni að rækta mat ofan í dýrin og svo ofan í okkur í stað þess að rækta bara beint ofan í okkur.“ Earthlings, líkt og Dominion, fjallar um siðferðið í kringum kjötneyslu og segir Benjamín að heimildarmyndir á borð við þessar hafi augljóslega áhrif á fólk. Margir gerast vegan, eða grænkerar, og breyta lífsstíl sínum eftir áhorf. „Það er rosalega mikil vakning í gangi í dag og þeir sem horfa á þessar myndir með opnum huga, verða vissulega fyrir áhrifum. Margir hafa jafnvel breytt um lífsstíl eftir að hafa horft á svona heimildarmyndir enda segja þær sannleikann blákalt,“ segir hann. „Einnig viljum við sjá aukningu á neyslu grænmetis meðal Íslendinga og því fylgir að neysla dýra minnki. Á Íslandi í dag eru drepin um eða yfir sex milljón landdýr á hverju ári og væri óskandi að við værum til fyrirmyndar og dræpum færri dýr. Einnig eru dýr og dýraafurðir svona yfirleitt alla jafna fremur óholl fæða og sumir breyta um lífsstíl á þeim forsendum.“Víða hræðilegar aðstæður Benjamín segir aðstæður á Íslandi því miður ekki skárri en annars staðar í heiminum, líkt og víða hefur verið reynt að halda fram. „Fyrir marga snýst þetta líka um að vernda dýrin og aðstæður sem dýrin eru í í dag. Þær eru vægast sagt hræðilegar. Sagt er að aðstæður séu betri á Íslandi en því miður á það ekki alltaf við rök að styðjast, sérstaklega ekki hjá svínum og kjúklingum. Sú framleiðsla er eins í öllum heiminum. Ég hvet alla til að mæta og horfa á myndina.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14 Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24 Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira
„Helsta markmið okkar með því að sýna myndina er að vekja fólk til umhugsunar um hvaða afleiðingar venjur þess, og þá sérstaklega matarvenjur, hafa fyrir dýrin sem alla jafna eru hulin augum okkar og huga,“ segir Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ. Dominion verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis. „Í myndinni er notast við dróna og leynilegar upptökur sem sýna það svart á hvítu hvað er í raun og veru að gerast á bæjum og í sláturhúsum.“ Reglulega eru heimildarmyndir á borð við Dominion sýndar í Bíói Paradís og alltaf í Veganúar sem í ár var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. Má þar nefna Cowspiracy og Earthlings. Cowspiracy kemur inn á umhverfisáhrif í kjölfar dýralandbúnaðar en mikil metanlosun er af dýrunum og þau taka mikið svæði.Margir sem breyta um lífsstíl „Það er ákveðin ósjálfbærni að rækta mat ofan í dýrin og svo ofan í okkur í stað þess að rækta bara beint ofan í okkur.“ Earthlings, líkt og Dominion, fjallar um siðferðið í kringum kjötneyslu og segir Benjamín að heimildarmyndir á borð við þessar hafi augljóslega áhrif á fólk. Margir gerast vegan, eða grænkerar, og breyta lífsstíl sínum eftir áhorf. „Það er rosalega mikil vakning í gangi í dag og þeir sem horfa á þessar myndir með opnum huga, verða vissulega fyrir áhrifum. Margir hafa jafnvel breytt um lífsstíl eftir að hafa horft á svona heimildarmyndir enda segja þær sannleikann blákalt,“ segir hann. „Einnig viljum við sjá aukningu á neyslu grænmetis meðal Íslendinga og því fylgir að neysla dýra minnki. Á Íslandi í dag eru drepin um eða yfir sex milljón landdýr á hverju ári og væri óskandi að við værum til fyrirmyndar og dræpum færri dýr. Einnig eru dýr og dýraafurðir svona yfirleitt alla jafna fremur óholl fæða og sumir breyta um lífsstíl á þeim forsendum.“Víða hræðilegar aðstæður Benjamín segir aðstæður á Íslandi því miður ekki skárri en annars staðar í heiminum, líkt og víða hefur verið reynt að halda fram. „Fyrir marga snýst þetta líka um að vernda dýrin og aðstæður sem dýrin eru í í dag. Þær eru vægast sagt hræðilegar. Sagt er að aðstæður séu betri á Íslandi en því miður á það ekki alltaf við rök að styðjast, sérstaklega ekki hjá svínum og kjúklingum. Sú framleiðsla er eins í öllum heiminum. Ég hvet alla til að mæta og horfa á myndina.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14 Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24 Mest lesið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fleiri fréttir Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Sjá meira
Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14
Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24