Blása á gagnrýni um efnahagslega nýlendustefnu Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2018 12:32 Xi Jinping, forseti Kína. Vísir/AP Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um nokkurskonar efnahagslega nýlendustefnu með því að lána þróunarríkjum gífurlega fjármuni á háum vöxtum. Þvinga þau ríki í skuldafangelsi, ýta undir spillingu og grafa undan lýðræði í viðkvæmum ríkjum. Xi hét því á ráðstefnu þjóðarleiðtoga í Afríku sem stendur nú yfir að fjárfesta fyrir 60 milljarða í Afríku á næstu þremur árum og er það til viðbótar við aðra 45 milljarða sem Kínverjar hafa fjárfest í Afríku á undanförnum þremur árum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni fylgja fjárfestingarnar á eftir umfangsmikilla fjárfestinga í Asíu og Afríku sem snúið hafa að byggingu innviða eins og vega, lestarteina og hafnarmannvirkja. Ríki á svæðinu eru að drukkna í skuldum til Kína.Quartz bendir á að upprunalega hafi fjárfesting Kína í Afríku síðustu þrjú ár einnig að vera 60 milljarðar dala. Af því hafi þó einungis 45 milljarðar skilað sér og þá til mjög fárra ríkja. Af þeim 45 milljörðum eru þó aðeins undir tíu milljarðar flokkaðir sem fjárhagsaðstoð og restin er skilgreind sem lán.Sagði gagnrýna vera áróðurCyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sló áðurnefnda gagnrýni af borðinu í dag og sagði sögur um nýja nýlendustefnu rangar. Paul Kagame, formaður Afríkuráðsins, sló á svipaða strengi í aðdraganda ráðstefnunnar og sagði allt tal um skuldafangelsi vera áróður sem væri ætlað að stöðva samvinnu Afríku og Kína. Mahathir Mohamed, forseti Malasíu, heimsótti Kína í síðasta mánuði og stöðvaði hann nokkur byggingarverkefni Kína í Malasíu sem verðmetin eru á um 22 milljarða dala. Mohamed varaði við nýrri tegund nýlendustefnu. Umsvif Kína í Afríku hafa aukist til muna á undanförnum áratugum. Ríkisfyrirtæki hafa keppst við að gera stóra viðskiptasamninga og opnuðu Kínverjar fyrstu herstöðina sína utan Kína í Djibútí í fyrra. Þá eru Kínverjar farnir að selja mikið magn vopna til Afríku.Höfnin reyndist dýrYfirvöld Kína lánuðu fyrrverandi forseta Sri Lanka umtalsverða fjármuni fyrir byggingu nýrrar hafnar þar í landi. Indverjar höfðu neitað að veita Sri Lanka lán vegna framkvæmdanna og sögðu þær óhagkvæmar. Sem reyndist raunin. Á árinu 2012 komu einungis 34 skip til nýju hafnarinnar, þrátt fyrir að hún væri staðsett nærri fjölförnustu skipaleiðum heims.Forsetinn Mahinda Rajapaksa, var á endanum rekinn úr embætti árið 2015, og ný ríkisstjórn Sri Lanka átti erfitt með að greiða af lánunum til Kína. Í kjölfarið neyddust þeir til að gefa Kínverjum höfnin og landið í kringum hana í 99 ár. Á undanförnum áratugi hafa Kínverjar komið að fjármögnun minnst 35 hafna í heiminum og þar af eru lang flestar í Afríku og Asíu. Afríka Djíbútí Kína Srí Lanka Suður-Afríka Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Xi Jinping, forseti Kína, sagði leiðtogum Afríkuríkja í dag að 60 milljarða dala fjárfestingum Kínverja í heimsálfunni sé ekki ætlað að koma niður á fátækum ríkjum Afríku. Kínverjar hafa að undanförnu verið sakaðir um nokkurskonar efnahagslega nýlendustefnu með því að lána þróunarríkjum gífurlega fjármuni á háum vöxtum. Þvinga þau ríki í skuldafangelsi, ýta undir spillingu og grafa undan lýðræði í viðkvæmum ríkjum. Xi hét því á ráðstefnu þjóðarleiðtoga í Afríku sem stendur nú yfir að fjárfesta fyrir 60 milljarða í Afríku á næstu þremur árum og er það til viðbótar við aðra 45 milljarða sem Kínverjar hafa fjárfest í Afríku á undanförnum þremur árum.Samkvæmt AFP fréttaveitunni fylgja fjárfestingarnar á eftir umfangsmikilla fjárfestinga í Asíu og Afríku sem snúið hafa að byggingu innviða eins og vega, lestarteina og hafnarmannvirkja. Ríki á svæðinu eru að drukkna í skuldum til Kína.Quartz bendir á að upprunalega hafi fjárfesting Kína í Afríku síðustu þrjú ár einnig að vera 60 milljarðar dala. Af því hafi þó einungis 45 milljarðar skilað sér og þá til mjög fárra ríkja. Af þeim 45 milljörðum eru þó aðeins undir tíu milljarðar flokkaðir sem fjárhagsaðstoð og restin er skilgreind sem lán.Sagði gagnrýna vera áróðurCyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, sló áðurnefnda gagnrýni af borðinu í dag og sagði sögur um nýja nýlendustefnu rangar. Paul Kagame, formaður Afríkuráðsins, sló á svipaða strengi í aðdraganda ráðstefnunnar og sagði allt tal um skuldafangelsi vera áróður sem væri ætlað að stöðva samvinnu Afríku og Kína. Mahathir Mohamed, forseti Malasíu, heimsótti Kína í síðasta mánuði og stöðvaði hann nokkur byggingarverkefni Kína í Malasíu sem verðmetin eru á um 22 milljarða dala. Mohamed varaði við nýrri tegund nýlendustefnu. Umsvif Kína í Afríku hafa aukist til muna á undanförnum áratugum. Ríkisfyrirtæki hafa keppst við að gera stóra viðskiptasamninga og opnuðu Kínverjar fyrstu herstöðina sína utan Kína í Djibútí í fyrra. Þá eru Kínverjar farnir að selja mikið magn vopna til Afríku.Höfnin reyndist dýrYfirvöld Kína lánuðu fyrrverandi forseta Sri Lanka umtalsverða fjármuni fyrir byggingu nýrrar hafnar þar í landi. Indverjar höfðu neitað að veita Sri Lanka lán vegna framkvæmdanna og sögðu þær óhagkvæmar. Sem reyndist raunin. Á árinu 2012 komu einungis 34 skip til nýju hafnarinnar, þrátt fyrir að hún væri staðsett nærri fjölförnustu skipaleiðum heims.Forsetinn Mahinda Rajapaksa, var á endanum rekinn úr embætti árið 2015, og ný ríkisstjórn Sri Lanka átti erfitt með að greiða af lánunum til Kína. Í kjölfarið neyddust þeir til að gefa Kínverjum höfnin og landið í kringum hana í 99 ár. Á undanförnum áratugi hafa Kínverjar komið að fjármögnun minnst 35 hafna í heiminum og þar af eru lang flestar í Afríku og Asíu.
Afríka Djíbútí Kína Srí Lanka Suður-Afríka Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira