Atli Rafn snýr aftur í leikhúsið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2018 12:34 Atla Rafn Sigurðarsyni mætti aftur til vinnu í Þjóðleikhúsið þann 20. ágúst þegar ársleyfi hans lauk. Vísir/Ernir Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson er mættur aftur til starfa í Þjóðleikhúsið eftir ársleyfi. Atli Rafn var í ársleyfi frá leikhúsinu til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu þaðan sem honum var vikið frá störfum í desember. Atli færði sig tímabundið yfir í Borgarleikhúsið til þess meðal annars að taka þátt í uppsetningu Medeu sem frumsýna átti um síðustu jól. Var honum sagt upp vegna ásakana í tengslum við #metoo byltinguna en sjálfur segist hann aldrei hafa fengið skýr svör hvers eðlis ásakanirnar hefðu verið. Ásakanirnar hefðu verið nafnlausar. Frumsýningu á Medeu, jólasýningu Borgarleikhússins, var frestað vegna uppsagnar Atla Rafns. Þá átti Atli Rafn sömuleiðis að fara með hlutverk Riff-Raff í Rocky Horror en af því varð ekki.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.vísir/stefánKristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Borgarleikhússins, sagði uppsögnina hafa verið vel ígrundaða. Leikhúsið hefði brugðist við beinum tilkynningum meðal annars frá starfsfólki. Hún vildi ekki upplýsa frekar að hverju ásakanirnar sneru. „Eins og eðlilegt er þegar maður fær leyfi þá snýr hann til baka að því loknu, nema einhverjar málefnalegar ástæður séu fyrir öðru. Þær eru ekki í málinu,“ sagði Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri við Morgunblaðið á dögunum. Hann ítrekaði að Atli Rafn hefði ekki brotið af sér í starfi hjá leikhúsinu og engar kvartanir borist vegna starfa hans. Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann útskrifaðist frá LHÍ árið 1997 og hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda til viðbótar við fjalir leikhúsanna. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Tengdar fréttir Fékk fjórtán daga til að læra hlutverk Atla Rafns Hjörtur tók við hlutverki Jasonar í Medeu sem Atli Rafn Sigurðarson átti að fara með. Til stóð að frumsýna verkið um jólin en fresta þurfti sýningunni eftir að Atla Rafni var skyndilega vikið frá störfum í Borgarleikhúsinu um miðjan desember vegna ásakana í tengslum við "Me Too“ byltinguna. 14. janúar 2018 14:34 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Formaður FÍL um brottrekstur í leikhúsinu: „Ekki besta leiðin til framtíðar að að málin séu leyst innanhúss“ Lögmaður í vinnurétti segir atvinnurekendur sannarlega geta rekið starfsmenn fyrirvaralaust ef rík ástæða er fyrir hendi. Formaður félags íslenskra leikara óskar þess að ekki verði haldið áfram að leysa erfið og viðkvæm mál innanhúss í framtíðinni. 11. janúar 2018 20:00 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Leikarinn Atli Rafn Sigurðarson er mættur aftur til starfa í Þjóðleikhúsið eftir ársleyfi. Atli Rafn var í ársleyfi frá leikhúsinu til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu þaðan sem honum var vikið frá störfum í desember. Atli færði sig tímabundið yfir í Borgarleikhúsið til þess meðal annars að taka þátt í uppsetningu Medeu sem frumsýna átti um síðustu jól. Var honum sagt upp vegna ásakana í tengslum við #metoo byltinguna en sjálfur segist hann aldrei hafa fengið skýr svör hvers eðlis ásakanirnar hefðu verið. Ásakanirnar hefðu verið nafnlausar. Frumsýningu á Medeu, jólasýningu Borgarleikhússins, var frestað vegna uppsagnar Atla Rafns. Þá átti Atli Rafn sömuleiðis að fara með hlutverk Riff-Raff í Rocky Horror en af því varð ekki.Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtjóri.vísir/stefánKristín Eysteinsdóttir, leikstjóri Borgarleikhússins, sagði uppsögnina hafa verið vel ígrundaða. Leikhúsið hefði brugðist við beinum tilkynningum meðal annars frá starfsfólki. Hún vildi ekki upplýsa frekar að hverju ásakanirnar sneru. „Eins og eðlilegt er þegar maður fær leyfi þá snýr hann til baka að því loknu, nema einhverjar málefnalegar ástæður séu fyrir öðru. Þær eru ekki í málinu,“ sagði Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri við Morgunblaðið á dögunum. Hann ítrekaði að Atli Rafn hefði ekki brotið af sér í starfi hjá leikhúsinu og engar kvartanir borist vegna starfa hans. Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann útskrifaðist frá LHÍ árið 1997 og hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda til viðbótar við fjalir leikhúsanna.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Leikhús MeToo Tengdar fréttir Fékk fjórtán daga til að læra hlutverk Atla Rafns Hjörtur tók við hlutverki Jasonar í Medeu sem Atli Rafn Sigurðarson átti að fara með. Til stóð að frumsýna verkið um jólin en fresta þurfti sýningunni eftir að Atla Rafni var skyndilega vikið frá störfum í Borgarleikhúsinu um miðjan desember vegna ásakana í tengslum við "Me Too“ byltinguna. 14. janúar 2018 14:34 Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00 Formaður FÍL um brottrekstur í leikhúsinu: „Ekki besta leiðin til framtíðar að að málin séu leyst innanhúss“ Lögmaður í vinnurétti segir atvinnurekendur sannarlega geta rekið starfsmenn fyrirvaralaust ef rík ástæða er fyrir hendi. Formaður félags íslenskra leikara óskar þess að ekki verði haldið áfram að leysa erfið og viðkvæm mál innanhúss í framtíðinni. 11. janúar 2018 20:00 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Fékk fjórtán daga til að læra hlutverk Atla Rafns Hjörtur tók við hlutverki Jasonar í Medeu sem Atli Rafn Sigurðarson átti að fara með. Til stóð að frumsýna verkið um jólin en fresta þurfti sýningunni eftir að Atla Rafni var skyndilega vikið frá störfum í Borgarleikhúsinu um miðjan desember vegna ásakana í tengslum við "Me Too“ byltinguna. 14. janúar 2018 14:34
Atla Rafni vikið frá Borgarleikhúsinu Búið að fresta frumsýningu Medeu um óákveðinn tíma. 19. desember 2017 12:00
Formaður FÍL um brottrekstur í leikhúsinu: „Ekki besta leiðin til framtíðar að að málin séu leyst innanhúss“ Lögmaður í vinnurétti segir atvinnurekendur sannarlega geta rekið starfsmenn fyrirvaralaust ef rík ástæða er fyrir hendi. Formaður félags íslenskra leikara óskar þess að ekki verði haldið áfram að leysa erfið og viðkvæm mál innanhúss í framtíðinni. 11. janúar 2018 20:00