Nefnd um sjúkraþyrluflug klofnaði í afstöðu sinni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. september 2018 17:53 Þörfin fyrir sjúkraflutninga með þyrlum hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum ef fram fer sem horfir en til skoðunar er að staðsetja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland. Meirihluti nefndarinnar mælir þó með því að styrkja frekar viðbragð Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Ekki var samstaða innan starfshópsins um hvaða leið yrði fyrir valinu og því tvær tillögur lagðar til. Annars vegar að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar með fleiri áhöfnum með það að markmiði að koma á staðarvöktum á björgunarþyrlum og hins vegar að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Starfshópurinn var einhuga hvað varðar mikilvægi þess að auka eins og kostur er sjúkraflutninga með þyrlum og jafnframt nauðsyn þess að gæta hagkvæmni í ríkisrekstri en bar ekki saman um hvernig þeim markmiðum skyldi ná.Báðar leiðar dýrar Á suðvestursvæði landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, eru um átta þúsund og sjö hundruð útköll sjúkrabíla á ári. Þar af eru fimmtán hundruð þeirra í hæsta forgangi þar sem lífi eða lífum er ógnað. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að þyrla myndi nýtast í um það bil einum þriðja þeirra útkalla, eða að minnsta kosti fimm hundruð útköllum á ári. Með þessu mætti því minnka álag á sjúkraflutningum í dreifbýli. Sjúkraflutningar hafa aukist umtalsvert hér á landi en helstu ástæðurnar eru breytt framboð heilbrigðisþjónustu og fjölgun erlendra ferðamanna. Á árunum 2014–2017 jókst umfang sjúkraflutninga um allt að 37% þar sem mest var, á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þá hefur aukning í sjúkraflugi endurspeglað minna framboð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan stærstu þéttbýliskjarna. Hvor leiðin sem yrði fyrir valinu er kostnaðarsöm. Að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar gæti numið allt að sö hundruð milljónir á ári en meðan kostnaður við sérstaka sjúkraþyrlu væri á bilinu fimm hundruð til átta hundruð og áttatíu milljónum á ári, en það væri eftir því hvernig þyrla yrði valin til þjónustunnar. Sjúkraflutningar Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Þörfin fyrir sjúkraflutninga með þyrlum hér á landi mun fara vaxandi á næstu árum ef fram fer sem horfir en til skoðunar er að staðsetja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland. Meirihluti nefndarinnar mælir þó með því að styrkja frekar viðbragð Landhelgisgæslunnar. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í febrúar, um aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. Ekki var samstaða innan starfshópsins um hvaða leið yrði fyrir valinu og því tvær tillögur lagðar til. Annars vegar að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar með fleiri áhöfnum með það að markmiði að koma á staðarvöktum á björgunarþyrlum og hins vegar að stofnsetja sérstaka sjúkraþyrlu með stuttum útkallstíma og sérhæfðum mannskap. Starfshópurinn var einhuga hvað varðar mikilvægi þess að auka eins og kostur er sjúkraflutninga með þyrlum og jafnframt nauðsyn þess að gæta hagkvæmni í ríkisrekstri en bar ekki saman um hvernig þeim markmiðum skyldi ná.Báðar leiðar dýrar Á suðvestursvæði landsins, utan höfuðborgarsvæðisins, eru um átta þúsund og sjö hundruð útköll sjúkrabíla á ári. Þar af eru fimmtán hundruð þeirra í hæsta forgangi þar sem lífi eða lífum er ógnað. Í skýrslunni kemur fram að áætla megi að þyrla myndi nýtast í um það bil einum þriðja þeirra útkalla, eða að minnsta kosti fimm hundruð útköllum á ári. Með þessu mætti því minnka álag á sjúkraflutningum í dreifbýli. Sjúkraflutningar hafa aukist umtalsvert hér á landi en helstu ástæðurnar eru breytt framboð heilbrigðisþjónustu og fjölgun erlendra ferðamanna. Á árunum 2014–2017 jókst umfang sjúkraflutninga um allt að 37% þar sem mest var, á Suðurlandi, Suðurnesjum og Akureyri. Þá hefur aukning í sjúkraflugi endurspeglað minna framboð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan stærstu þéttbýliskjarna. Hvor leiðin sem yrði fyrir valinu er kostnaðarsöm. Að styrkja viðbragð Landhelgisgæslunnar gæti numið allt að sö hundruð milljónir á ári en meðan kostnaður við sérstaka sjúkraþyrlu væri á bilinu fimm hundruð til átta hundruð og áttatíu milljónum á ári, en það væri eftir því hvernig þyrla yrði valin til þjónustunnar.
Sjúkraflutningar Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira