Óði vísindamaðurinn vann líka mót númer tvö Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2018 08:00 Bryson DeChambeau fagnar sigri, Vísir/Twitter/@PGATOUR Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau vann annað mótið í röð í úrslitakeppni FedEx bikarsins í golfi þegar hann tryggði sér í nótt sigur á Dell Technologies Championship mótinu í Norton í Massachusetts fylki. Bryson DeChambeau vann líka The Northern Trust mótið fyrir viku síðan en þar fengu 125 efstu á PGA-stigalista ársins að spila. Að þessu sinni voru hins vegar aðeins hundrað efstu gjaldgengir. DeChambeau tryggði sér sigurinn í nótt með því að spila lokahringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. DeChambeau er aðeins annar maðurinn í sögunni sem nær að vinna tvö fyrstu mótin í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Hinn er Vijay Singh sem náði því fyrir tíu árum. Bryson DeChambeau er 24 ára eðlisfræðingur og hefur í framhaldinu fengið gælunafnið „Óði vísindamaðurinn“ eða „Mad Scientist“ á ensku..@B_DeChambeau is the second player in the 12-year history of the #FedExCup Playoffs to win the first two events. https://t.co/utulwPrwlt — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018Bryson DeChambeau lék allar 72 holurnar á 16 höggum undir pari og endaði tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose (-14). Ástralinn Cameron Smith (-13) var síðan í þriðja sæti. Tiger Woods lék síðasta hringinn á 71 höggi eða á parinu. Hann endaði í 24. sæti. Phil Mickelson náði hins vegar níu fuglum og lék lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Bryson DeChambeau er með þessari frábæru byrjun kominn upp í 1. sæti á listanum en hann byrjaði úrslitakeppnina í níunda sæti.4th career win. 3rd win of the season. 2nd straight win. 1st in the #FedExCup.#LiveUnderParpic.twitter.com/XiPlxA3wMf — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 201870 efstu á PGA-stigalistanum tryggðu sér þátttökurétt á BMW Championship sem fer fram um næstu helgi. Sex kylfingar sem voru ekki í hópi 70 efstu fyrir Dell Technologies mótið náðu að komast inn á topp sjötíu. Það voru þeir Pan Cheng-tsung (frá 72. upp í 33. sæti), Tyrrell Hatton (frá 71. upp í 54. sæti), Abraham Ancer (frá 92. upp í 56. sæti), Brice Garnett (frá 81. upp í 63. sæti), Peter Uihlein (frá 83. upp í 64. sæti) og Keith Mitchell (frá 78. upp í 66. sæti). Sex misstu aftur á móti af lestinni en það voru þeir Ryan Moore (frá 60. niður í 71. sæti), Kim Meen-whee (frá 61. niður í 72. sæti), Stewart Cink (frá 65. niður í 73. sæti), Nick Watney (frá 67. niður í 74. sæti), Jimmy Walker (frá 68. niður í 75. sæti) og Kevin Streelman (frá 70. niður í 77. sæti)..@B_DeChambeau just keeps winning. Check out all the highlights from his final round @DellTechChamp that led to his second consecutive win. pic.twitter.com/DjRir5OXox — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018 Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau vann annað mótið í röð í úrslitakeppni FedEx bikarsins í golfi þegar hann tryggði sér í nótt sigur á Dell Technologies Championship mótinu í Norton í Massachusetts fylki. Bryson DeChambeau vann líka The Northern Trust mótið fyrir viku síðan en þar fengu 125 efstu á PGA-stigalista ársins að spila. Að þessu sinni voru hins vegar aðeins hundrað efstu gjaldgengir. DeChambeau tryggði sér sigurinn í nótt með því að spila lokahringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. DeChambeau er aðeins annar maðurinn í sögunni sem nær að vinna tvö fyrstu mótin í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar. Hinn er Vijay Singh sem náði því fyrir tíu árum. Bryson DeChambeau er 24 ára eðlisfræðingur og hefur í framhaldinu fengið gælunafnið „Óði vísindamaðurinn“ eða „Mad Scientist“ á ensku..@B_DeChambeau is the second player in the 12-year history of the #FedExCup Playoffs to win the first two events. https://t.co/utulwPrwlt — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018Bryson DeChambeau lék allar 72 holurnar á 16 höggum undir pari og endaði tveimur höggum á undan Englendingnum Justin Rose (-14). Ástralinn Cameron Smith (-13) var síðan í þriðja sæti. Tiger Woods lék síðasta hringinn á 71 höggi eða á parinu. Hann endaði í 24. sæti. Phil Mickelson náði hins vegar níu fuglum og lék lokahringinn á 63 höggum eða átta höggum undir pari. Bryson DeChambeau er með þessari frábæru byrjun kominn upp í 1. sæti á listanum en hann byrjaði úrslitakeppnina í níunda sæti.4th career win. 3rd win of the season. 2nd straight win. 1st in the #FedExCup.#LiveUnderParpic.twitter.com/XiPlxA3wMf — PGA TOUR (@PGATOUR) September 3, 201870 efstu á PGA-stigalistanum tryggðu sér þátttökurétt á BMW Championship sem fer fram um næstu helgi. Sex kylfingar sem voru ekki í hópi 70 efstu fyrir Dell Technologies mótið náðu að komast inn á topp sjötíu. Það voru þeir Pan Cheng-tsung (frá 72. upp í 33. sæti), Tyrrell Hatton (frá 71. upp í 54. sæti), Abraham Ancer (frá 92. upp í 56. sæti), Brice Garnett (frá 81. upp í 63. sæti), Peter Uihlein (frá 83. upp í 64. sæti) og Keith Mitchell (frá 78. upp í 66. sæti). Sex misstu aftur á móti af lestinni en það voru þeir Ryan Moore (frá 60. niður í 71. sæti), Kim Meen-whee (frá 61. niður í 72. sæti), Stewart Cink (frá 65. niður í 73. sæti), Nick Watney (frá 67. niður í 74. sæti), Jimmy Walker (frá 68. niður í 75. sæti) og Kevin Streelman (frá 70. niður í 77. sæti)..@B_DeChambeau just keeps winning. Check out all the highlights from his final round @DellTechChamp that led to his second consecutive win. pic.twitter.com/DjRir5OXox — PGA TOUR (@PGATOUR) September 4, 2018
Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira