Fengu lögregluforingja í bæjarráð Garðabæjar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. september 2018 08:00 Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar, nefnir myndavélar og betri lýsingu sem leiðir til að bæta öryggi íbúa. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þrír yfirmenn hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með lögreglustjórann sjálfan í fararbroddi, mættu á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær. Þar voru til umræðu „líkamsárásir og öryggi og eftirlit í Garðabæ“ í kjölfar árása á ungar stúlkur í bænum. Í fylgd með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra voru yfirlögregluþjónarnir Karl Steinar Valsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson. „Við fengum þær upplýsingar frá þeim að rannsóknin væri langt komin og miðaði vel þannig að vonandi fer þessum málum að ljúka,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. „Síðan þurfum við að skoða hvað við getum gert betur og hvernig við gerum sveitarfélagið okkar öruggara.“ Móðir tíu ára stúlku í Garðabæ kvaðst í símtali við Fréttablaðið vera undrandi á að engar upplýsingar hefðu verið veittar um málið eftir að fjórtán ára drengur sem lýst var eftir og birtar myndir af gaf sig fram í síðustu viku. Sagði hún kurr meðal foreldra sem vissu ekki hvort bæjarfélagið væri orðið öruggt á sama hátt og áður og að óhætt væri að senda börnin gangandi í skóla eins og venjulega. Hún hafi leitað upplýsinga víða en ekki fengið svör. Áslaug Hulda segir ýmislegt til skoðunar varðandi það efla öryggi í Garðabæ. „Við höfum verið að setja upp öryggismyndavélar við helstu umferðaræðar í sveitarfélaginu. Því er ekki lokið og við munum halda því áfram. Samhliða þurfum við að skoða vandlega hvað við gerum varðandi myndavélar við opin svæði og göngustíga. Við höfum verið að bæta lýsingu víðs vegar í bæjarfélaginu og munum halda því áfram,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Öryggismyndavélar geta að sögn Áslaugar Huldu vissulega hjálpað við að upplýsa mál. „En þær koma ekki endilega í veg fyrir atburði eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur,“ undirstrikar hún. „Á fundinum með lögreglunni ræddum við einmitt hvað nágrannvarsla er öflugur þáttur í að auka öryggi íbúa – að við séum að fylgjast hvert með öðru og séum upplýst og vakandi.“ Sem fyrr segir spyrja foreldrar í Garðabæ sig hvort börnin þeirra séu nú örugg. „Auðvitað fær svona atburður alla til að hugsa. Við náttúrlega vonum að þetta mál sé að upplýsast og tengist þessum einstaklingi sem er nú fundinn. Að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal heldur einangrað mál,“ svarar Áslaug Hulda. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með lögreglustjórann sjálfan í fararbroddi, mættu á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær. Þar voru til umræðu „líkamsárásir og öryggi og eftirlit í Garðabæ“ í kjölfar árása á ungar stúlkur í bænum. Í fylgd með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra voru yfirlögregluþjónarnir Karl Steinar Valsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson. „Við fengum þær upplýsingar frá þeim að rannsóknin væri langt komin og miðaði vel þannig að vonandi fer þessum málum að ljúka,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. „Síðan þurfum við að skoða hvað við getum gert betur og hvernig við gerum sveitarfélagið okkar öruggara.“ Móðir tíu ára stúlku í Garðabæ kvaðst í símtali við Fréttablaðið vera undrandi á að engar upplýsingar hefðu verið veittar um málið eftir að fjórtán ára drengur sem lýst var eftir og birtar myndir af gaf sig fram í síðustu viku. Sagði hún kurr meðal foreldra sem vissu ekki hvort bæjarfélagið væri orðið öruggt á sama hátt og áður og að óhætt væri að senda börnin gangandi í skóla eins og venjulega. Hún hafi leitað upplýsinga víða en ekki fengið svör. Áslaug Hulda segir ýmislegt til skoðunar varðandi það efla öryggi í Garðabæ. „Við höfum verið að setja upp öryggismyndavélar við helstu umferðaræðar í sveitarfélaginu. Því er ekki lokið og við munum halda því áfram. Samhliða þurfum við að skoða vandlega hvað við gerum varðandi myndavélar við opin svæði og göngustíga. Við höfum verið að bæta lýsingu víðs vegar í bæjarfélaginu og munum halda því áfram,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Öryggismyndavélar geta að sögn Áslaugar Huldu vissulega hjálpað við að upplýsa mál. „En þær koma ekki endilega í veg fyrir atburði eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur,“ undirstrikar hún. „Á fundinum með lögreglunni ræddum við einmitt hvað nágrannvarsla er öflugur þáttur í að auka öryggi íbúa – að við séum að fylgjast hvert með öðru og séum upplýst og vakandi.“ Sem fyrr segir spyrja foreldrar í Garðabæ sig hvort börnin þeirra séu nú örugg. „Auðvitað fær svona atburður alla til að hugsa. Við náttúrlega vonum að þetta mál sé að upplýsast og tengist þessum einstaklingi sem er nú fundinn. Að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal heldur einangrað mál,“ svarar Áslaug Hulda.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52
Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56