Fengu lögregluforingja í bæjarráð Garðabæjar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. september 2018 08:00 Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar, nefnir myndavélar og betri lýsingu sem leiðir til að bæta öryggi íbúa. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þrír yfirmenn hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með lögreglustjórann sjálfan í fararbroddi, mættu á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær. Þar voru til umræðu „líkamsárásir og öryggi og eftirlit í Garðabæ“ í kjölfar árása á ungar stúlkur í bænum. Í fylgd með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra voru yfirlögregluþjónarnir Karl Steinar Valsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson. „Við fengum þær upplýsingar frá þeim að rannsóknin væri langt komin og miðaði vel þannig að vonandi fer þessum málum að ljúka,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. „Síðan þurfum við að skoða hvað við getum gert betur og hvernig við gerum sveitarfélagið okkar öruggara.“ Móðir tíu ára stúlku í Garðabæ kvaðst í símtali við Fréttablaðið vera undrandi á að engar upplýsingar hefðu verið veittar um málið eftir að fjórtán ára drengur sem lýst var eftir og birtar myndir af gaf sig fram í síðustu viku. Sagði hún kurr meðal foreldra sem vissu ekki hvort bæjarfélagið væri orðið öruggt á sama hátt og áður og að óhætt væri að senda börnin gangandi í skóla eins og venjulega. Hún hafi leitað upplýsinga víða en ekki fengið svör. Áslaug Hulda segir ýmislegt til skoðunar varðandi það efla öryggi í Garðabæ. „Við höfum verið að setja upp öryggismyndavélar við helstu umferðaræðar í sveitarfélaginu. Því er ekki lokið og við munum halda því áfram. Samhliða þurfum við að skoða vandlega hvað við gerum varðandi myndavélar við opin svæði og göngustíga. Við höfum verið að bæta lýsingu víðs vegar í bæjarfélaginu og munum halda því áfram,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Öryggismyndavélar geta að sögn Áslaugar Huldu vissulega hjálpað við að upplýsa mál. „En þær koma ekki endilega í veg fyrir atburði eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur,“ undirstrikar hún. „Á fundinum með lögreglunni ræddum við einmitt hvað nágrannvarsla er öflugur þáttur í að auka öryggi íbúa – að við séum að fylgjast hvert með öðru og séum upplýst og vakandi.“ Sem fyrr segir spyrja foreldrar í Garðabæ sig hvort börnin þeirra séu nú örugg. „Auðvitað fær svona atburður alla til að hugsa. Við náttúrlega vonum að þetta mál sé að upplýsast og tengist þessum einstaklingi sem er nú fundinn. Að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal heldur einangrað mál,“ svarar Áslaug Hulda. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Þrír yfirmenn hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, með lögreglustjórann sjálfan í fararbroddi, mættu á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær. Þar voru til umræðu „líkamsárásir og öryggi og eftirlit í Garðabæ“ í kjölfar árása á ungar stúlkur í bænum. Í fylgd með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra voru yfirlögregluþjónarnir Karl Steinar Valsson og Ásgeir Þór Ásgeirsson. „Við fengum þær upplýsingar frá þeim að rannsóknin væri langt komin og miðaði vel þannig að vonandi fer þessum málum að ljúka,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Garðabæjar. „Síðan þurfum við að skoða hvað við getum gert betur og hvernig við gerum sveitarfélagið okkar öruggara.“ Móðir tíu ára stúlku í Garðabæ kvaðst í símtali við Fréttablaðið vera undrandi á að engar upplýsingar hefðu verið veittar um málið eftir að fjórtán ára drengur sem lýst var eftir og birtar myndir af gaf sig fram í síðustu viku. Sagði hún kurr meðal foreldra sem vissu ekki hvort bæjarfélagið væri orðið öruggt á sama hátt og áður og að óhætt væri að senda börnin gangandi í skóla eins og venjulega. Hún hafi leitað upplýsinga víða en ekki fengið svör. Áslaug Hulda segir ýmislegt til skoðunar varðandi það efla öryggi í Garðabæ. „Við höfum verið að setja upp öryggismyndavélar við helstu umferðaræðar í sveitarfélaginu. Því er ekki lokið og við munum halda því áfram. Samhliða þurfum við að skoða vandlega hvað við gerum varðandi myndavélar við opin svæði og göngustíga. Við höfum verið að bæta lýsingu víðs vegar í bæjarfélaginu og munum halda því áfram,“ segir bæjarráðsformaðurinn. Öryggismyndavélar geta að sögn Áslaugar Huldu vissulega hjálpað við að upplýsa mál. „En þær koma ekki endilega í veg fyrir atburði eins og við höfum verið að sjá síðustu vikur,“ undirstrikar hún. „Á fundinum með lögreglunni ræddum við einmitt hvað nágrannvarsla er öflugur þáttur í að auka öryggi íbúa – að við séum að fylgjast hvert með öðru og séum upplýst og vakandi.“ Sem fyrr segir spyrja foreldrar í Garðabæ sig hvort börnin þeirra séu nú örugg. „Auðvitað fær svona atburður alla til að hugsa. Við náttúrlega vonum að þetta mál sé að upplýsast og tengist þessum einstaklingi sem er nú fundinn. Að þetta sé ekki eitthvað sem koma skal heldur einangrað mál,“ svarar Áslaug Hulda.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52 Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32 Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Auka eftirlit í Garðabæ vegna árása Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að auka eftirlit í Garðabæ vegna tveggja atvika þar sem tilkynnt var um að veist hafi verið að stúlkum í Garðabæ í dag. 28. ágúst 2018 22:52
Barnavernd kemur að rannsókn á árásum á stúlkur í Garðabæ Drengurinn sem gaf sig fram við lögreglu fyrr í dag er sá sem lýst var eftir í gær vegna rannsóknar lögreglu á árásum á stúlkur í Garðabæ. 30. ágúst 2018 17:32
Líta árás á stúlku í Garðabæ alvarlegum augum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árás á stúlku sem átti sér stað í Garðabæ í gær um klukkan 14.15. Árásin er litin alvarlegum augum af lögreglunni. 24. ágúst 2018 15:56