Brasilíustjórn leitar aðstoðar við að byggja safnið upp á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. september 2018 07:00 Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. vísir/epa Ríkisstjórn Brasilíu leitar nú á náðir fyrirtækja og banka um aðstoð við að byggja þjóðminjasafnið í Rio de Janeiro aftur upp á ný eftir að húsnæði safnsins og 90 prósent gripa þess eyðilögðust í eldsvoða á sunnudaginn. Þetta sagði í tilkynningu frá Michel Temer forseta í gær. Sagði þar enn fremur að viðræður við fulltrúa stærstu banka landsins og fyrirtækja væru nú þegar hafnar og rætt væri um hvernig hægt væri að reisa safnið úr rústum á ný eins fljótt og auðið er. Rossieli Soares menntamálaráðherra sagði svo í gær að til viðbótar hefði verið leitað til menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á blaðamannafundi fyrir utan hina ónýtu byggingu sagði Soares að ríkisstjórnin hefði lagt til hliðar fimmtán milljónir ríala, andvirði nærri 400 milljóna króna, fyrir enduruppbygginguna. Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að ekkert vatn var að fá úr brunahönum við safnið. Ríkisstjórnin hefur í því samhengi verið sökuð um að bera ábyrgð á eldsvoðanum vegna þeirra niðurskurðaraðgerða sem ráðist var í í kringum Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 2016. Mótmælendur hafa safnast saman undanfarna daga í kringum brunarústirnar. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho fangaði tilfinningar mótmælenda vel í grein sem hann skrifaði í The Guardian í gær. Þar sagði hann að eldsvoðinn væri táknrænn fyrir ríki þar sem skortur á menningu og menntun sé eitt stærsta vandamálið. En Coelho spurði einnig hvers vegna þjóðminjasafnið, „glæsilegasta safn Suður-Ameríku“, fengi bara 154.000 heimsóknir á dag. „Við kennum ríkisstjórninni um að vanrækja sögu okkar. En við, brasilíska þjóðin, vanrækjum hana líka. Brasilía er frábært land, fallegt land, en við eigum við mikinn skort á menntun að stríða. Fátækir Brasilíumenn fara ekki í skóla, hvað þá á söfn. Ríka fólkið fer á söfn. En þau söfn eru í Lundúnum, New York eða París. Ekki í Rio eða Sao Paulo. „Fjármagnið sem fór í að reisa hvern og einn leikvang. Bara fjórðungur af því hefði verið nóg til að tryggja öryggi safnsins,“ sagði Luiz Fernando Dias Duarte aðstoðarsafnstjóri í viðtali við brasilískar sjónvarpsstöðvar fyrir framan rústirnar. Rannsakendur þurftu enn að bíða í gær eftir leyfi til þess að fara inn í rústirnar. Verkfræðingar hafa undanfarna daga gert prufur á húsinu til þess að ganga úr skugga um að það hrynji ekki á rannsakendur er þeir fá að fara inn. Þá hafa yfirvöld á svæðinu gefið út að veggir byggingarinnar og hlutar þaksins séu að hruni komnir vegna eldsvoðans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 „Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Ríkisstjórn Brasilíu leitar nú á náðir fyrirtækja og banka um aðstoð við að byggja þjóðminjasafnið í Rio de Janeiro aftur upp á ný eftir að húsnæði safnsins og 90 prósent gripa þess eyðilögðust í eldsvoða á sunnudaginn. Þetta sagði í tilkynningu frá Michel Temer forseta í gær. Sagði þar enn fremur að viðræður við fulltrúa stærstu banka landsins og fyrirtækja væru nú þegar hafnar og rætt væri um hvernig hægt væri að reisa safnið úr rústum á ný eins fljótt og auðið er. Rossieli Soares menntamálaráðherra sagði svo í gær að til viðbótar hefði verið leitað til menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Á blaðamannafundi fyrir utan hina ónýtu byggingu sagði Soares að ríkisstjórnin hefði lagt til hliðar fimmtán milljónir ríala, andvirði nærri 400 milljóna króna, fyrir enduruppbygginguna. Enn eru eldsupptök ókunn. Sergio Leitao menningarmálaráðherra sagði við dagblaðið Estado de S. Paulo í gær að líklega hefði kviknað í út frá rafmagni eða jafnvel heimagerðum pappírsloftbelg sem talið er að hafi lent á þakinu. Þá hefur verið harðlega gagnrýnt að ekkert vatn var að fá úr brunahönum við safnið. Ríkisstjórnin hefur í því samhengi verið sökuð um að bera ábyrgð á eldsvoðanum vegna þeirra niðurskurðaraðgerða sem ráðist var í í kringum Ólympíuleikana sem haldnir voru í borginni árið 2016. Mótmælendur hafa safnast saman undanfarna daga í kringum brunarústirnar. Brasilíski rithöfundurinn Paulo Coelho fangaði tilfinningar mótmælenda vel í grein sem hann skrifaði í The Guardian í gær. Þar sagði hann að eldsvoðinn væri táknrænn fyrir ríki þar sem skortur á menningu og menntun sé eitt stærsta vandamálið. En Coelho spurði einnig hvers vegna þjóðminjasafnið, „glæsilegasta safn Suður-Ameríku“, fengi bara 154.000 heimsóknir á dag. „Við kennum ríkisstjórninni um að vanrækja sögu okkar. En við, brasilíska þjóðin, vanrækjum hana líka. Brasilía er frábært land, fallegt land, en við eigum við mikinn skort á menntun að stríða. Fátækir Brasilíumenn fara ekki í skóla, hvað þá á söfn. Ríka fólkið fer á söfn. En þau söfn eru í Lundúnum, New York eða París. Ekki í Rio eða Sao Paulo. „Fjármagnið sem fór í að reisa hvern og einn leikvang. Bara fjórðungur af því hefði verið nóg til að tryggja öryggi safnsins,“ sagði Luiz Fernando Dias Duarte aðstoðarsafnstjóri í viðtali við brasilískar sjónvarpsstöðvar fyrir framan rústirnar. Rannsakendur þurftu enn að bíða í gær eftir leyfi til þess að fara inn í rústirnar. Verkfræðingar hafa undanfarna daga gert prufur á húsinu til þess að ganga úr skugga um að það hrynji ekki á rannsakendur er þeir fá að fara inn. Þá hafa yfirvöld á svæðinu gefið út að veggir byggingarinnar og hlutar þaksins séu að hruni komnir vegna eldsvoðans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56 „Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33 Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Ómetanlegt tjón í stórbruna í Brasilíu Elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafn Brasilíu, þjóðminjasafn landsins í Rio de Janeiro, varð miklum eldi að bráð í nótt, eða í gærkvöldi að staðartíma. 3. september 2018 05:56
„Glæpur gegn fortíð okkar og komandi kynslóðum“ Niðurskurði og ófullnægjandi viðhaldi er kennt um eldsvoðann í brasilísku borginni Rio de Janeiro á sunnudagskvöld en þá brann þjóðminjasafn landsins til kaldra kola með tilheyrandi tjóni fyrir sögu og menningararfleið þjóðarinnar. 4. september 2018 06:33
Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins. 3. september 2018 13:38