Erlent

Þegnréttur verði innsiglaður með handbandi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Vísir/Getty
Margir borgarstjórar í Danmörku ætla ekki að þvinga nýja ríkisborgara til að heilsa þeim með handabandi verði lög um slíkt að veruleika. 

Samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar eiga nýir ríkisborgarar að taka þátt í athöfn í sveitarfélagi sínu þar sem þeir undir­rita skjal þess efnis að þeir muni virða stjórnarskrá Danmerkur. Við athöfnina eiga þeir jafnframt að heilsa fulltrúum sveitarfélagsins með handabandi. Þeir sem ekki taka þátt fá ekki ríkisborgararétt.

Borgarstjórinn í Frederikssund segir það ekki til marks um frjálslyndi að þvinga fólk til að heilsa með handabandi sem komi frá menningarheimi þar sem heilsað er á annan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×