Sport

Tvöfaldur Ólympíumeistari lömuð eftir slys á æfingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vogel fagnar gullverðlaunum á heimsmeistaramóti árið 2017
Vogel fagnar gullverðlaunum á heimsmeistaramóti árið 2017 Vísir/Getty
Tvöfaldur Ólympíumeistari í hjólreiðum, Kristina Vogel, er lömuð og getur ekki gengið eftir slys á æfingu í júní.

Þjóðverjinn Vogel vann Ólympíugull í London 2012 og Ríó 2016. Hún er aðeins 27 ára og er í hlutastarfi í lögreglunni.

Vogel lennti í alvarlegu slysi á æfingu í júní þar sem hún lennti í malbikinu eftir árekstur við annan hjólreiðamann. Hún sagði í viðtali við Der Spiegel í dag að hún gæti ekki gengið þar sem mænan skaddaðist alvarlega í slysinu.

„Því fyrr sem maður sættir sig við aðstæðurnar því fyrr getur þú lært að lifa með þeim,“ sagði Vogel.

„Mænan var eins og samanlagt borð úr Ikea í fyrstu röntgen myndatökunni.“

„Ég hélt ég myndi deyja en ég sagði við sjálfa mig að ég gæti ekki gefist upp núna. Núna þarf ég bara að halda áfram á fjórum hjólum í stað tveggja.“

Vogel á 11 heimsmeistaratitla í hjólreiðum að baki. Hún hefur áður lent í alvarlegu slysi á æfingu, árið 2009 þurfti að setja hana í dá í tvo daga eftir árekstur við bíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×