Hnífstungurásin sögð tryggja Bolsonaro brasilíska forsetastólinn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. september 2018 09:00 Bolsonaro hvatti stuðningsmenn sína til dáða eftir að hann var stunginn í Ríó á fimmtudaginn. Hann þykir líklegur til afreka á kjördag. Fréttablaðið/AFP Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro liggur enn þungt haldinn á spítala eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á stuðningsfundi í Ríó á fimmtudaginn. Bolsonaro, sem nýtur mikillar hylli meðal brasilískra kjósenda, var fluttur með hraði undir læknishendur eftir að maður, sem lögregluyfirvöld lýsa sem andlega vanheilum, stakk hann í magann með stórum steikarhníf. „Árásarmaðurinn sagðist vera að framfylgja vilja guðs,“ sagði Luis Boudens, yfirmaður brasilísku alríkislögreglunnar. Bolsonaro gekkst undir skurðaðgerð og er ástand hans nú alvarlegt, en stöðugt, að sögn lækna í Ríó. Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum í að minnsta kosti viku. Brasilíumenn ganga til kosninga 7. október. Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að morðtilræðið við Bolsonaro komi til með að hafa meiriháttar áhrif á kosningabaráttuna og endanleg úrslit kosninganna. Mikil reiði ríkir meðal kjósenda í Brasilíu sem eru orðnir langþreyttir á ítrekuðum fregnum af spillingu í æðstu röðum brasilísks samfélags. Bolsonaro hefur heitið því að taka hart á spillingu og glæpum með því að veita lögreglu víðtækari rannsóknarheimildir. Hann hefur mælst efstur í skoðanakönnunum undanfarið. Stuðningsmenn Bolsonaro telja margir að árásin á fimmtudaginn muni tryggja honum forsetaembættið. „Bolsonaro er nú orðinn píslarvottur,“ sagði Jonatan Valente, nemandi sem sótti vöku til stuðnings Bolsonaro í São Paulo, í samtali við fréttaveitu AP. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Jair Bolsonaro liggur enn þungt haldinn á spítala eftir að hafa orðið fyrir stunguárás á stuðningsfundi í Ríó á fimmtudaginn. Bolsonaro, sem nýtur mikillar hylli meðal brasilískra kjósenda, var fluttur með hraði undir læknishendur eftir að maður, sem lögregluyfirvöld lýsa sem andlega vanheilum, stakk hann í magann með stórum steikarhníf. „Árásarmaðurinn sagðist vera að framfylgja vilja guðs,“ sagði Luis Boudens, yfirmaður brasilísku alríkislögreglunnar. Bolsonaro gekkst undir skurðaðgerð og er ástand hans nú alvarlegt, en stöðugt, að sögn lækna í Ríó. Bolsonaro þarf að dvelja á spítalanum í að minnsta kosti viku. Brasilíumenn ganga til kosninga 7. október. Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að morðtilræðið við Bolsonaro komi til með að hafa meiriháttar áhrif á kosningabaráttuna og endanleg úrslit kosninganna. Mikil reiði ríkir meðal kjósenda í Brasilíu sem eru orðnir langþreyttir á ítrekuðum fregnum af spillingu í æðstu röðum brasilísks samfélags. Bolsonaro hefur heitið því að taka hart á spillingu og glæpum með því að veita lögreglu víðtækari rannsóknarheimildir. Hann hefur mælst efstur í skoðanakönnunum undanfarið. Stuðningsmenn Bolsonaro telja margir að árásin á fimmtudaginn muni tryggja honum forsetaembættið. „Bolsonaro er nú orðinn píslarvottur,“ sagði Jonatan Valente, nemandi sem sótti vöku til stuðnings Bolsonaro í São Paulo, í samtali við fréttaveitu AP.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26 Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Brasilískur forsetaframbjóðandi stunginn með hníf Myndband náðist af því þegar Jair Bolsonaro var stunginn þar sem stuðningsmenn hans báru hann í gegnum fjölmenni á götum Juiz de Fora. 6. september 2018 20:26
Kominn til meðvitundar eftir stunguárás á framboðsfundi Jair Bolsonaro, frambjóðandi öfgahægrimanna í brasilísku forsetakosningum sem fram fara eftir mánuð, var stunginn á framboðsfundi sem hann kom fram á í ríkinu Minas Gerais í gær. 7. september 2018 06:15