Bíða með áminningu á meðan Arnarlax sækir um undanþágu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. september 2018 11:00 Landeigendur í Arnarfirði hafa margítrekað krafist viðbragða af hálfu Umhverfisstofnunar vegna meintra brota Arnarlax á svæðinu. Þeir segja stofnunina vera meðvirka með fyrirtækinu. ERLENDUR GÍSLASON Tveir landeigendur í Arnarfirði hafa ítrekað krafist aðgerða af hálfu Umhverfisstofnunar vegna meintra brota á starfsleyfi Arnarlax á svæðinu. Þeir hafa nú kvartað til umhverfisráðuneytisins vegna þeirrar málsmeðferðar sem brot Arnarlax á starfsleyfi hafa fengið hjá stofnuninni. Arnarlax tæmdi sjókvíar við Hringsdal í Arnarfirði 7. mars síðastliðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný þremur mánuðum síðar, 6. júní. Þetta fer í bága við starfsleyfi fyrirtækisins en í því segir að eldissvæði skuli hvíla milli eldislota að lágmarki í sex til átta mánuði. Hvorki virðist deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Í svörum Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stofnunin hafi sent fyrirtækinu áform um áminningu vegna þessa atviks þann 16. júlí síðastliðinn. Rekstraraðili hafi sent inn úrbótaáætlun í kjölfarið sem miðaði að því að sótt yrði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvíldartíma svæðisins og var hún send inn þann 30. júlí. Ari Wendel, annar landeigendanna, hefur staðið í stappi við Umhverfisstofnun vegna málsins frá því seiðin voru sett út í vor. Þeir hafa krafist þess að starfsemin verði stöðvuð og seiðin verði flutt burt úr kvíum tafarlaust til að svæðið fái fullan hvíldartíma samkvæmt starfsleyfinu. Ari segir að eitt stærsta æðarvarp á Vestfjörðum sé nokkur hundruð metra frá kvíastæðinu og aukin botnmengun og brot á hvíldartíma geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir æðarfuglinn, fæðu hans og annað lífríki á svæðinu. „Það sem okkur finnst svo sérkennilegt er að eftirlitsstofnanir skuli ekki bregðast við heldur sýna þeim meðvirkni sem stofnunin á að hafa eftirlit með og vera í rauninni að hjálpa þeim við að finna svigrúm til að brjóta reglurnar og starfsleyfið,“ segir Ari en þeir hafa kvartað undan málsmeðferð stofnunarinnar til Umhverfisráðuneytisins en ekki enn fengið viðbrögð. Í úrbótaáætlun Arnarlax kemur fram að auk beiðni um undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins hafi fyrirtækið sent Skipulagsstofnun matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á starfsleyfi þess efnis að hvíldartími verði að lágmarki 90 dagar. Matsskyldufyrirspurnin sé í vinnslu og reikna megi með að sú vinna taki 3-6 vikur og fyrirtækið muni láta Umhverfisstofnun vita þegar fyrirspurnin verði send. Samkvæmt svari Umhverfisstofnunar hefur Arnarlax ekki sent matsfyrirspurn til Skipulagsstofnunar og beiðni um undanþágu ekki verið afgreidd í ráðuneytinu. Á meðan aðhefst Umhverfisstofnun ekkert í málinu og seiðin eru enn í kvíum við Hringsdal í trássi við starfsleyfi fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. 30. ágúst 2018 06:00 Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. 7. september 2018 11:53 Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Aukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í umhverfismat Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Tveir landeigendur í Arnarfirði hafa ítrekað krafist aðgerða af hálfu Umhverfisstofnunar vegna meintra brota á starfsleyfi Arnarlax á svæðinu. Þeir hafa nú kvartað til umhverfisráðuneytisins vegna þeirrar málsmeðferðar sem brot Arnarlax á starfsleyfi hafa fengið hjá stofnuninni. Arnarlax tæmdi sjókvíar við Hringsdal í Arnarfirði 7. mars síðastliðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný þremur mánuðum síðar, 6. júní. Þetta fer í bága við starfsleyfi fyrirtækisins en í því segir að eldissvæði skuli hvíla milli eldislota að lágmarki í sex til átta mánuði. Hvorki virðist deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Í svörum Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stofnunin hafi sent fyrirtækinu áform um áminningu vegna þessa atviks þann 16. júlí síðastliðinn. Rekstraraðili hafi sent inn úrbótaáætlun í kjölfarið sem miðaði að því að sótt yrði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvíldartíma svæðisins og var hún send inn þann 30. júlí. Ari Wendel, annar landeigendanna, hefur staðið í stappi við Umhverfisstofnun vegna málsins frá því seiðin voru sett út í vor. Þeir hafa krafist þess að starfsemin verði stöðvuð og seiðin verði flutt burt úr kvíum tafarlaust til að svæðið fái fullan hvíldartíma samkvæmt starfsleyfinu. Ari segir að eitt stærsta æðarvarp á Vestfjörðum sé nokkur hundruð metra frá kvíastæðinu og aukin botnmengun og brot á hvíldartíma geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir æðarfuglinn, fæðu hans og annað lífríki á svæðinu. „Það sem okkur finnst svo sérkennilegt er að eftirlitsstofnanir skuli ekki bregðast við heldur sýna þeim meðvirkni sem stofnunin á að hafa eftirlit með og vera í rauninni að hjálpa þeim við að finna svigrúm til að brjóta reglurnar og starfsleyfið,“ segir Ari en þeir hafa kvartað undan málsmeðferð stofnunarinnar til Umhverfisráðuneytisins en ekki enn fengið viðbrögð. Í úrbótaáætlun Arnarlax kemur fram að auk beiðni um undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins hafi fyrirtækið sent Skipulagsstofnun matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á starfsleyfi þess efnis að hvíldartími verði að lágmarki 90 dagar. Matsskyldufyrirspurnin sé í vinnslu og reikna megi með að sú vinna taki 3-6 vikur og fyrirtækið muni láta Umhverfisstofnun vita þegar fyrirspurnin verði send. Samkvæmt svari Umhverfisstofnunar hefur Arnarlax ekki sent matsfyrirspurn til Skipulagsstofnunar og beiðni um undanþágu ekki verið afgreidd í ráðuneytinu. Á meðan aðhefst Umhverfisstofnun ekkert í málinu og seiðin eru enn í kvíum við Hringsdal í trássi við starfsleyfi fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. 30. ágúst 2018 06:00 Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. 7. september 2018 11:53 Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Aukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í umhverfismat Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. 30. ágúst 2018 06:00
Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. 7. september 2018 11:53
Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08
Aukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í umhverfismat Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. 13. júlí 2018 06:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent