Bíða með áminningu á meðan Arnarlax sækir um undanþágu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. september 2018 11:00 Landeigendur í Arnarfirði hafa margítrekað krafist viðbragða af hálfu Umhverfisstofnunar vegna meintra brota Arnarlax á svæðinu. Þeir segja stofnunina vera meðvirka með fyrirtækinu. ERLENDUR GÍSLASON Tveir landeigendur í Arnarfirði hafa ítrekað krafist aðgerða af hálfu Umhverfisstofnunar vegna meintra brota á starfsleyfi Arnarlax á svæðinu. Þeir hafa nú kvartað til umhverfisráðuneytisins vegna þeirrar málsmeðferðar sem brot Arnarlax á starfsleyfi hafa fengið hjá stofnuninni. Arnarlax tæmdi sjókvíar við Hringsdal í Arnarfirði 7. mars síðastliðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný þremur mánuðum síðar, 6. júní. Þetta fer í bága við starfsleyfi fyrirtækisins en í því segir að eldissvæði skuli hvíla milli eldislota að lágmarki í sex til átta mánuði. Hvorki virðist deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Í svörum Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stofnunin hafi sent fyrirtækinu áform um áminningu vegna þessa atviks þann 16. júlí síðastliðinn. Rekstraraðili hafi sent inn úrbótaáætlun í kjölfarið sem miðaði að því að sótt yrði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvíldartíma svæðisins og var hún send inn þann 30. júlí. Ari Wendel, annar landeigendanna, hefur staðið í stappi við Umhverfisstofnun vegna málsins frá því seiðin voru sett út í vor. Þeir hafa krafist þess að starfsemin verði stöðvuð og seiðin verði flutt burt úr kvíum tafarlaust til að svæðið fái fullan hvíldartíma samkvæmt starfsleyfinu. Ari segir að eitt stærsta æðarvarp á Vestfjörðum sé nokkur hundruð metra frá kvíastæðinu og aukin botnmengun og brot á hvíldartíma geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir æðarfuglinn, fæðu hans og annað lífríki á svæðinu. „Það sem okkur finnst svo sérkennilegt er að eftirlitsstofnanir skuli ekki bregðast við heldur sýna þeim meðvirkni sem stofnunin á að hafa eftirlit með og vera í rauninni að hjálpa þeim við að finna svigrúm til að brjóta reglurnar og starfsleyfið,“ segir Ari en þeir hafa kvartað undan málsmeðferð stofnunarinnar til Umhverfisráðuneytisins en ekki enn fengið viðbrögð. Í úrbótaáætlun Arnarlax kemur fram að auk beiðni um undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins hafi fyrirtækið sent Skipulagsstofnun matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á starfsleyfi þess efnis að hvíldartími verði að lágmarki 90 dagar. Matsskyldufyrirspurnin sé í vinnslu og reikna megi með að sú vinna taki 3-6 vikur og fyrirtækið muni láta Umhverfisstofnun vita þegar fyrirspurnin verði send. Samkvæmt svari Umhverfisstofnunar hefur Arnarlax ekki sent matsfyrirspurn til Skipulagsstofnunar og beiðni um undanþágu ekki verið afgreidd í ráðuneytinu. Á meðan aðhefst Umhverfisstofnun ekkert í málinu og seiðin eru enn í kvíum við Hringsdal í trássi við starfsleyfi fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. 30. ágúst 2018 06:00 Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. 7. september 2018 11:53 Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Aukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í umhverfismat Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Sjá meira
Tveir landeigendur í Arnarfirði hafa ítrekað krafist aðgerða af hálfu Umhverfisstofnunar vegna meintra brota á starfsleyfi Arnarlax á svæðinu. Þeir hafa nú kvartað til umhverfisráðuneytisins vegna þeirrar málsmeðferðar sem brot Arnarlax á starfsleyfi hafa fengið hjá stofnuninni. Arnarlax tæmdi sjókvíar við Hringsdal í Arnarfirði 7. mars síðastliðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný þremur mánuðum síðar, 6. júní. Þetta fer í bága við starfsleyfi fyrirtækisins en í því segir að eldissvæði skuli hvíla milli eldislota að lágmarki í sex til átta mánuði. Hvorki virðist deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Í svörum Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að stofnunin hafi sent fyrirtækinu áform um áminningu vegna þessa atviks þann 16. júlí síðastliðinn. Rekstraraðili hafi sent inn úrbótaáætlun í kjölfarið sem miðaði að því að sótt yrði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvíldartíma svæðisins og var hún send inn þann 30. júlí. Ari Wendel, annar landeigendanna, hefur staðið í stappi við Umhverfisstofnun vegna málsins frá því seiðin voru sett út í vor. Þeir hafa krafist þess að starfsemin verði stöðvuð og seiðin verði flutt burt úr kvíum tafarlaust til að svæðið fái fullan hvíldartíma samkvæmt starfsleyfinu. Ari segir að eitt stærsta æðarvarp á Vestfjörðum sé nokkur hundruð metra frá kvíastæðinu og aukin botnmengun og brot á hvíldartíma geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir æðarfuglinn, fæðu hans og annað lífríki á svæðinu. „Það sem okkur finnst svo sérkennilegt er að eftirlitsstofnanir skuli ekki bregðast við heldur sýna þeim meðvirkni sem stofnunin á að hafa eftirlit með og vera í rauninni að hjálpa þeim við að finna svigrúm til að brjóta reglurnar og starfsleyfið,“ segir Ari en þeir hafa kvartað undan málsmeðferð stofnunarinnar til Umhverfisráðuneytisins en ekki enn fengið viðbrögð. Í úrbótaáætlun Arnarlax kemur fram að auk beiðni um undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins hafi fyrirtækið sent Skipulagsstofnun matsskyldufyrirspurn vegna breytinga á starfsleyfi þess efnis að hvíldartími verði að lágmarki 90 dagar. Matsskyldufyrirspurnin sé í vinnslu og reikna megi með að sú vinna taki 3-6 vikur og fyrirtækið muni láta Umhverfisstofnun vita þegar fyrirspurnin verði send. Samkvæmt svari Umhverfisstofnunar hefur Arnarlax ekki sent matsfyrirspurn til Skipulagsstofnunar og beiðni um undanþágu ekki verið afgreidd í ráðuneytinu. Á meðan aðhefst Umhverfisstofnun ekkert í málinu og seiðin eru enn í kvíum við Hringsdal í trássi við starfsleyfi fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. 30. ágúst 2018 06:00 Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. 7. september 2018 11:53 Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Aukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í umhverfismat Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Sjá meira
Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. 30. ágúst 2018 06:00
Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. 7. september 2018 11:53
Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08
Aukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í umhverfismat Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. 13. júlí 2018 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent