Óttast að malbikaður stígur sé kominn til að vera á Austurvelli Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. september 2018 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og malbikaði vegurinn fyrir neðan sem teygir sig inn á Austurvöll. Fréttablaðið/Ernir „Maður vill trúa því að þetta eigi að vera tímabundið en hversu lengi á það tímabundna ástand að vara?“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um malbikaða leið við Austurvöll meðfram Landssímahúsinu. Framkvæmdir standa nú yfir á Landssímareitnum þar sem meðal annars verður nýtt hótel. Veggur er risinn utan við lóðina og nýr vegur hefur verið malbikaður þar austan við og nær hann inn á Austurvöll. „Hvers vegna er verið leggja þarna veg og malbika hann?“ spyr Sigmundur. „Er það til marks um það að þetta verði svona í mörg ár? Svo er hættan líka sú að það sem kynnt er sem bráðabirgðaráðstöfun í upphafi reynist á endanum varanlegt.“ Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns sem stendur að uppbyggingunni á Landssímalóðinni, segir vegargerðina vera samkvæmt athafnaleyfi frá borginni og að kröfu slökkviliðsins og Alþingis. Slökkviliðið þurfi aðgengi að Vallarstræti og Alþingi að skrifstofum við Austurvöll. Þar sé Alþingi með skóla fyrir börn sem meðal annars fatlaðir nemendur sæki. „Það þurfti líka að vera almennileg gönguleið fyrir þingmenn,“ segir Jóhannes sem kveður allt verða sett í fyrra horf að framkvæmdum loknum. „Þetta verður ekkert þarna.“ Sigmundur segist sjá málið sem hluta af „ótrúlegum“ framkvæmdum sem séu í gangi í miðbænum í Reykjavík, kannski ekki síst þeim við Austurvöll, sem honum þyki algjörlega óskiljanlegt að hafi verið leyfðar. „Ef við byrjum á því jákvæða þá held ég að það sé alveg borðleggjandi að hafa opið og einhverja þjónustu í Landssímahúsinu og það er til bóta. En að fara að byggja annað stórhýsi við húsið þar sem ekki er pláss fyrir það og gera það með því að grafa burt hluta af gamla kirkjugarðinum og malbika svo yfir hluta af Austurvelli eru skýr merki um þær öfgar sem eru ríkjandi í skipulagsmálum og framkvæmdum í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Að sögn Sigmundar tengjast margar þær skipulagsöfgar sem hann nefnir svo hótelbyggingum. „Þær eiga það sameiginlegt að ganga á umhverfið á ýmsan hátt og draga úr því sem gerir miðbæinn í Reykjavík aðlaðandi og sérstakan en setja í staðinn eitthvað sem ætti kannski heima í Borgartúni en er ekki til þess fallið að bæta miðbæinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Maður vill trúa því að þetta eigi að vera tímabundið en hversu lengi á það tímabundna ástand að vara?“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um malbikaða leið við Austurvöll meðfram Landssímahúsinu. Framkvæmdir standa nú yfir á Landssímareitnum þar sem meðal annars verður nýtt hótel. Veggur er risinn utan við lóðina og nýr vegur hefur verið malbikaður þar austan við og nær hann inn á Austurvöll. „Hvers vegna er verið leggja þarna veg og malbika hann?“ spyr Sigmundur. „Er það til marks um það að þetta verði svona í mörg ár? Svo er hættan líka sú að það sem kynnt er sem bráðabirgðaráðstöfun í upphafi reynist á endanum varanlegt.“ Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns sem stendur að uppbyggingunni á Landssímalóðinni, segir vegargerðina vera samkvæmt athafnaleyfi frá borginni og að kröfu slökkviliðsins og Alþingis. Slökkviliðið þurfi aðgengi að Vallarstræti og Alþingi að skrifstofum við Austurvöll. Þar sé Alþingi með skóla fyrir börn sem meðal annars fatlaðir nemendur sæki. „Það þurfti líka að vera almennileg gönguleið fyrir þingmenn,“ segir Jóhannes sem kveður allt verða sett í fyrra horf að framkvæmdum loknum. „Þetta verður ekkert þarna.“ Sigmundur segist sjá málið sem hluta af „ótrúlegum“ framkvæmdum sem séu í gangi í miðbænum í Reykjavík, kannski ekki síst þeim við Austurvöll, sem honum þyki algjörlega óskiljanlegt að hafi verið leyfðar. „Ef við byrjum á því jákvæða þá held ég að það sé alveg borðleggjandi að hafa opið og einhverja þjónustu í Landssímahúsinu og það er til bóta. En að fara að byggja annað stórhýsi við húsið þar sem ekki er pláss fyrir það og gera það með því að grafa burt hluta af gamla kirkjugarðinum og malbika svo yfir hluta af Austurvelli eru skýr merki um þær öfgar sem eru ríkjandi í skipulagsmálum og framkvæmdum í miðbænum í Reykjavík,“ segir hann. Að sögn Sigmundar tengjast margar þær skipulagsöfgar sem hann nefnir svo hótelbyggingum. „Þær eiga það sameiginlegt að ganga á umhverfið á ýmsan hátt og draga úr því sem gerir miðbæinn í Reykjavík aðlaðandi og sérstakan en setja í staðinn eitthvað sem ætti kannski heima í Borgartúni en er ekki til þess fallið að bæta miðbæinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira