Justin Rose leiðir fyrir lokadaginn BMW mótinu Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 9. september 2018 09:30 Justin Rose er á toppnum fyrir lokahringinn Vísir/Getty Englendingurinn Justin Rose leiðir BMW meistaramótið í golfi en mótið er það þriðja af fjórum í FedEx úrslitakeppninni sem er hluti af PGA mótaröðinni. Rose hefur eins höggs forystu á þá Rory McIlroy og Xander Schauffele. Rose hefur verið að spila ljómandi fínt og stöðugt golf allt mótið. Hann lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 17 höggum undir pari. McIlroy byrjaði mótið af miklum krafti og var á átta höggum undir pari á fyrsta hring en á öðrum hring hægðist töluvert á honum. Hann náði sér aftur á strik í gær og lék á sjö höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir pari. Englendingurinn Tommy Fleetwood hefur hins vegar verið að leika besta golfið síðustu daga. Hann byrjaði ekkert alltof vel, lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari, en síðustu tvo hringi og hefur hann leikið á átta höggum undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari. Tiger Woods er ásamt fleirum í 11. sæti á 12 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari. Líkt og áður segir, er þetta þriðja mótið af fjórum í FedEx úrslitakeppninni. Þrjátíu efstu kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á síðasta mótinu, því er um mikið að keppa fyrir lokahringinn. Golf Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose leiðir BMW meistaramótið í golfi en mótið er það þriðja af fjórum í FedEx úrslitakeppninni sem er hluti af PGA mótaröðinni. Rose hefur eins höggs forystu á þá Rory McIlroy og Xander Schauffele. Rose hefur verið að spila ljómandi fínt og stöðugt golf allt mótið. Hann lék á sex höggum undir pari í gær og er samtals á 17 höggum undir pari. McIlroy byrjaði mótið af miklum krafti og var á átta höggum undir pari á fyrsta hring en á öðrum hring hægðist töluvert á honum. Hann náði sér aftur á strik í gær og lék á sjö höggum undir pari og er samtals á 16 höggum undir pari. Englendingurinn Tommy Fleetwood hefur hins vegar verið að leika besta golfið síðustu daga. Hann byrjaði ekkert alltof vel, lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari, en síðustu tvo hringi og hefur hann leikið á átta höggum undir pari og er því samtals á 15 höggum undir pari. Tiger Woods er ásamt fleirum í 11. sæti á 12 höggum undir pari en hann lék á fjórum höggum undir pari. Líkt og áður segir, er þetta þriðja mótið af fjórum í FedEx úrslitakeppninni. Þrjátíu efstu kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á síðasta mótinu, því er um mikið að keppa fyrir lokahringinn.
Golf Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira