„Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna“ Sylvía Hall skrifar 9. september 2018 13:08 Gylfi Zoëga prófessor í hagfræði. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi haldist gott. Fari svo að verð hækki um of gæti ferðamönnum farið fækkandi sem kæmi verulega niður á lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Sprengisandi í morgun.Góðærið byggist á ferðaþjónustunni Nú á dögunum skilaði Gylfi skýrslu til forsætisráðherra þar sem hann mat svigrúm til launahækkana hér á landi. Hann segir Íslendinga aldrei hafa staðið betur en nú og nefndi meðal annars kaupmátt launa í því samhengi en hann er 20% meiri nú en hann var árið 2007. „Maður heyrir samt ekki mikið af ánægjuröddum,“ sagði Gylfi góðlátlega. „Fólk eins og útlendingar sem komu hingað fyrir nokkrum árum og koma aftur núna sjá að það er búið að byggja mikið af húsum og það eru miklar framkvæmdir í gangi, bílaflotinn er betri og fleira fólk fer til útlanda á sumrin,“ sagði hann og sagði þetta benda til mikils góðæris í samfélaginu. Hann segir velsæld Íslendinga byggjast að mestu leyti á ferðaþjónustunni. Það þurfi því að passa upp á orðspor Íslands í alþjóðlegu samhengi til að þróunin snúist ekki við og ferðamenn hætti að koma hingað til lands. Það sé því áhyggjuefni hve hátt verðlagið sé hérlendis. „Þetta er eins og fiskistofnarnir, maður getur veitt of mikið og þá minnka þeir. Þetta er auðlind sem byggist upp á orðspori landsins, að fólk tali vel um reynslu sína hér og um leið og er farið að segja að þetta sé okurbúlla sem enginn eigi að koma í þá verður bakslag.“Þeir launalægstu njóta ekki góðærisins Gylfi segir lægstu tekjuhópana vera þá sem njóta góðærisins hvað minnst. Það sé vegna þess að skattleysismörk miðast við verðlagsvísitölu en hátekjuskattsmörkin miðast við launavísitölu. Það geri það að verkum að í uppsveiflu eykst skattbyrði þeirra launalægstu. Hann segir þó ekki vera svigrúm til launahækkana sem stendur, landið er orðið of dýrt og það myndi ógna mörgum sviðum atvinnulífsins. „Iðnaðarfyrirtækin verða fyrir höggi, ferðaþjónustufyrirtækin verða fyrir höggi, svo þessi grundvöllur lífskjaranna sem við erum með núna verður fyrir höggi,“ segir Gylfi. „Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna.“Þarf að byggja nýtt Breiðholt Þá segir Gylfi það vera nauðsynlegt að byggja meira húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið lítið byggt eftir hrun en nú fari eftirspurnin vaxandi og það valdi verðhækkunum. Hann bendir á að síðustu ár hafi fleira fólk flutt hingað til lands til þess að starfa sem þarfnast húsnæðis og þá er mikill fjöldi íbúða notaður undir ferðamenn. „Það þarf að byggja meira, það þarf húsnæði, það þarf eitthvert nýtt Breiðholt að rísa.“Viðtalið við Gylfa má heyra í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir „Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir mikilvægt að orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi haldist gott. Fari svo að verð hækki um of gæti ferðamönnum farið fækkandi sem kæmi verulega niður á lífskjörum landsmanna. Þetta kom fram í viðtali við Gylfa í Sprengisandi í morgun.Góðærið byggist á ferðaþjónustunni Nú á dögunum skilaði Gylfi skýrslu til forsætisráðherra þar sem hann mat svigrúm til launahækkana hér á landi. Hann segir Íslendinga aldrei hafa staðið betur en nú og nefndi meðal annars kaupmátt launa í því samhengi en hann er 20% meiri nú en hann var árið 2007. „Maður heyrir samt ekki mikið af ánægjuröddum,“ sagði Gylfi góðlátlega. „Fólk eins og útlendingar sem komu hingað fyrir nokkrum árum og koma aftur núna sjá að það er búið að byggja mikið af húsum og það eru miklar framkvæmdir í gangi, bílaflotinn er betri og fleira fólk fer til útlanda á sumrin,“ sagði hann og sagði þetta benda til mikils góðæris í samfélaginu. Hann segir velsæld Íslendinga byggjast að mestu leyti á ferðaþjónustunni. Það þurfi því að passa upp á orðspor Íslands í alþjóðlegu samhengi til að þróunin snúist ekki við og ferðamenn hætti að koma hingað til lands. Það sé því áhyggjuefni hve hátt verðlagið sé hérlendis. „Þetta er eins og fiskistofnarnir, maður getur veitt of mikið og þá minnka þeir. Þetta er auðlind sem byggist upp á orðspori landsins, að fólk tali vel um reynslu sína hér og um leið og er farið að segja að þetta sé okurbúlla sem enginn eigi að koma í þá verður bakslag.“Þeir launalægstu njóta ekki góðærisins Gylfi segir lægstu tekjuhópana vera þá sem njóta góðærisins hvað minnst. Það sé vegna þess að skattleysismörk miðast við verðlagsvísitölu en hátekjuskattsmörkin miðast við launavísitölu. Það geri það að verkum að í uppsveiflu eykst skattbyrði þeirra launalægstu. Hann segir þó ekki vera svigrúm til launahækkana sem stendur, landið er orðið of dýrt og það myndi ógna mörgum sviðum atvinnulífsins. „Iðnaðarfyrirtækin verða fyrir höggi, ferðaþjónustufyrirtækin verða fyrir höggi, svo þessi grundvöllur lífskjaranna sem við erum með núna verður fyrir höggi,“ segir Gylfi. „Landið er orðið það dýrt að það er ekki hægt að hækka laun yfir línuna núna.“Þarf að byggja nýtt Breiðholt Þá segir Gylfi það vera nauðsynlegt að byggja meira húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið lítið byggt eftir hrun en nú fari eftirspurnin vaxandi og það valdi verðhækkunum. Hann bendir á að síðustu ár hafi fleira fólk flutt hingað til lands til þess að starfa sem þarfnast húsnæðis og þá er mikill fjöldi íbúða notaður undir ferðamenn. „Það þarf að byggja meira, það þarf húsnæði, það þarf eitthvert nýtt Breiðholt að rísa.“Viðtalið við Gylfa má heyra í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir „Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
„Það er of dýrt að búa á Íslandi“ Flokksforysta Viðreisnar sýndi á spilin í upphafi þingvetrar og greindi frá því sem flokkurinn hyggst setja á oddinn fyrir komandi þing. 8. september 2018 15:24