„Við erum ekki sáttar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2018 18:52 Guðlaug M. Sigurðardóttir er í samninganefnd ljósmæðra. Mynd/Skjáskot „Nei, við erum ekki sáttar,“ segir Guðlaug M. Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands um niðurstöðu gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins.Niðurstaðan var kynnt nú síðdegis og felur meðal í sér að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við nám hjúkrunarfræðings með tveggja ára sérnám. Þannig skuli ljósmóðir í klínísku starfi raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingur sem er ekki með sérmenntun.Þá á greiða á ljósmóðurnemum á síðasta námsári laun í 25 vikur. Allar stofnanir sem ljósmæður starfa á eiga að hafa starfsþróunarkerfi og stofna á stýrihóp til að efla starfsþróun en gerðardómur setti fram ýmsar ábendingar og fyrirmæli, í sjö liðum.Rætt var við Guðlaugu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en horfa má á viðtalið hér fyrir neðan.„Við óskuðum eftir hækkun á grunnlaunum og við fengum ekki hækkun á grunnlaunum. Það sem við fengum eru ákveðnar tillögur í sjö liðum en þetta gefur okkur enga hækkun hér og nú,“ sagði Guðlaug aðspurð í hverju óánægja ljósmæðra myndi felast.Segir að það verði óánægja með niðurstöðuna Bætti Guðlaug við að ljósmæður væru nýkomnar með niðurstöðu gerðardóms í hendur og ættu eftir að fara betur í kjölinn á honum. Búið væri að senda hann á félagsmenn í Ljósmæðrafélaginu og boðað yrði til fundar á morgun þar sem niðurstaðan yrði kynnt betur fyrir félagsmönnum. Guðlaug á ekki von á því að ánægja verði með niðurstöðu gerðardóms.Ljósmæður mótmæltu kröftuglega á meðan á samningaviðræðum stóð.Vísir/Elín„Mitt fyrsta mat er að það verður óánægja með þetta en eins og ég segi við eigum eftir að skoða þetta. Ég er ekki að sjá að þetta gefi okkur neitt, allavega ekki núna en það eru ákveðnar tillögur um hvað er hægt að gera, en ekkert sem gefur okkur neitt akkúrat núna,“ segir Guðlaug.Hátt í fimmtíu ljósmæður sögðu upp störfum á meðan kjaradeilunni stóð en um 30-40 þeirra hafa snúið aftur til starfa að sögn Guðlaugar.En hún von á því að þær sem enn hafi ekki snúið aftur muni gera það vegna niðurstöðu gerðardóms?„Þetta gefur þeim enga ástæðu til þess að snúa til baka,“ segir Guðlaug. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27 Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Nei, við erum ekki sáttar,“ segir Guðlaug M. Sigurðardóttir sem situr í samninganefnd Ljósmæðrafélags Íslands um niðurstöðu gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins.Niðurstaðan var kynnt nú síðdegis og felur meðal í sér að meta eigi kandídatsgráðu ljósmæðra til jafns við nám hjúkrunarfræðings með tveggja ára sérnám. Þannig skuli ljósmóðir í klínísku starfi raðast tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingur sem er ekki með sérmenntun.Þá á greiða á ljósmóðurnemum á síðasta námsári laun í 25 vikur. Allar stofnanir sem ljósmæður starfa á eiga að hafa starfsþróunarkerfi og stofna á stýrihóp til að efla starfsþróun en gerðardómur setti fram ýmsar ábendingar og fyrirmæli, í sjö liðum.Rætt var við Guðlaugu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en horfa má á viðtalið hér fyrir neðan.„Við óskuðum eftir hækkun á grunnlaunum og við fengum ekki hækkun á grunnlaunum. Það sem við fengum eru ákveðnar tillögur í sjö liðum en þetta gefur okkur enga hækkun hér og nú,“ sagði Guðlaug aðspurð í hverju óánægja ljósmæðra myndi felast.Segir að það verði óánægja með niðurstöðuna Bætti Guðlaug við að ljósmæður væru nýkomnar með niðurstöðu gerðardóms í hendur og ættu eftir að fara betur í kjölinn á honum. Búið væri að senda hann á félagsmenn í Ljósmæðrafélaginu og boðað yrði til fundar á morgun þar sem niðurstaðan yrði kynnt betur fyrir félagsmönnum. Guðlaug á ekki von á því að ánægja verði með niðurstöðu gerðardóms.Ljósmæður mótmæltu kröftuglega á meðan á samningaviðræðum stóð.Vísir/Elín„Mitt fyrsta mat er að það verður óánægja með þetta en eins og ég segi við eigum eftir að skoða þetta. Ég er ekki að sjá að þetta gefi okkur neitt, allavega ekki núna en það eru ákveðnar tillögur um hvað er hægt að gera, en ekkert sem gefur okkur neitt akkúrat núna,“ segir Guðlaug.Hátt í fimmtíu ljósmæður sögðu upp störfum á meðan kjaradeilunni stóð en um 30-40 þeirra hafa snúið aftur til starfa að sögn Guðlaugar.En hún von á því að þær sem enn hafi ekki snúið aftur muni gera það vegna niðurstöðu gerðardóms?„Þetta gefur þeim enga ástæðu til þess að snúa til baka,“ segir Guðlaug.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27 Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ljósmæður bíða með öndina í hálsinum Von er á niðurstöðu gerðardóms á milli klukkan fjögur og fimm. 30. ágúst 2018 16:27
Niðurstaða Gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra liggur fyrir Þar kemur fram að ljósmæður eiga að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki eru með sérmenntun. 30. ágúst 2018 18:07
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46