Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2018 19:00 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. Starfsfólk gjaldskýlisins, sem sumt hvert hefur starfað þar frá upphafi, segir að þjónustustigið á staðnum muni minnka. Rekstrarfélag Spalar gaf það út í júní að hætt yrði að rukka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin í september en ljóst er að svo verður ekki um sinn. Hvalfjarðargöng eru á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári og allan þann tíma hafa ökumenn og vegfarendur greitt veggjöld í gegnum göngin. Eftir um mánuð mun gjaldskýlið hins vegar heyra sögunni til.Umræða um er uppi um að bora þurfi ný Hvalfjarðargöng.Vísir/JóiUmferð í gegnum göngin hefur aukist stöðugt frá fyrsta degi og verið mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Á öllu árinu 2017 fóru tæplega 2,6 milljónir ökutækja í gegn. Þessa daganna gæti óþreyju hjá ökumönnum hvenær gjaldtöku verði hætt. „Mikið spurt og spáð hvenær þessu ljúki og hérna margir halda að þessu ljúki á morgun sem ekki er,“ segir Þórarinn Helgason, starfsmaður í gjaldskýlinu.Hvað heilsarðu mörgum á dag? „Ég tel það ekki,“ segir Þórarinn og hlær.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/JóiÞórarinn hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi með örlitlum frávikum. Þegar göngin verða afhent ríkinu mun allt starfsfólk láta af störfum. „Maður er búinn að vera svona í þessu þjónustuhlutverki í dálítið langan tíma,“ segir Þórarinn.Hvað verður um starfsfólkið? „Einhverjir hafa nú þegar ráðið sig til annarra starfa og svo eru sumir í óvissu en hvað mig varðar að þá er mínum ferli lokið. Ég sný mér að einhverju öðru heima fyrir,“ segir Þórarinn. Margir kannast við þjónustubifreiðina sem hefur staðið við Hvalfjarðargöngin en starfsmenn hafa sinnt viðbragði gerist eitthvað í göngunum, stundum á einungis nokkrum mínútum. Nú er óvíst hvort þessi bifreið verði áfram á staðnum. Þórarinn segist hafa áhyggjur af því að þjónustustig í kringum göngin lækki þegar ríkið rekur við rekstrinum. „Ég segi nú að sporin hræða því að ríkið er nú þekkt fyrir annað en að stunda viðhaldsvinnu á eignum sínum en maður á kannski ekkert að vera dæma um það fyrir fram en ég á eftir að sjá að það verði farið í gegnum göngin daglega eins og gert er hér,“ segir Þórarinn að lokum. Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. Starfsfólk gjaldskýlisins, sem sumt hvert hefur starfað þar frá upphafi, segir að þjónustustigið á staðnum muni minnka. Rekstrarfélag Spalar gaf það út í júní að hætt yrði að rukka fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin í september en ljóst er að svo verður ekki um sinn. Hvalfjarðargöng eru á sínu tuttugasta og fyrsta aldursári og allan þann tíma hafa ökumenn og vegfarendur greitt veggjöld í gegnum göngin. Eftir um mánuð mun gjaldskýlið hins vegar heyra sögunni til.Umræða um er uppi um að bora þurfi ný Hvalfjarðargöng.Vísir/JóiUmferð í gegnum göngin hefur aukist stöðugt frá fyrsta degi og verið mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í upphafi. Á öllu árinu 2017 fóru tæplega 2,6 milljónir ökutækja í gegn. Þessa daganna gæti óþreyju hjá ökumönnum hvenær gjaldtöku verði hætt. „Mikið spurt og spáð hvenær þessu ljúki og hérna margir halda að þessu ljúki á morgun sem ekki er,“ segir Þórarinn Helgason, starfsmaður í gjaldskýlinu.Hvað heilsarðu mörgum á dag? „Ég tel það ekki,“ segir Þórarinn og hlær.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/JóiÞórarinn hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi með örlitlum frávikum. Þegar göngin verða afhent ríkinu mun allt starfsfólk láta af störfum. „Maður er búinn að vera svona í þessu þjónustuhlutverki í dálítið langan tíma,“ segir Þórarinn.Hvað verður um starfsfólkið? „Einhverjir hafa nú þegar ráðið sig til annarra starfa og svo eru sumir í óvissu en hvað mig varðar að þá er mínum ferli lokið. Ég sný mér að einhverju öðru heima fyrir,“ segir Þórarinn. Margir kannast við þjónustubifreiðina sem hefur staðið við Hvalfjarðargöngin en starfsmenn hafa sinnt viðbragði gerist eitthvað í göngunum, stundum á einungis nokkrum mínútum. Nú er óvíst hvort þessi bifreið verði áfram á staðnum. Þórarinn segist hafa áhyggjur af því að þjónustustig í kringum göngin lækki þegar ríkið rekur við rekstrinum. „Ég segi nú að sporin hræða því að ríkið er nú þekkt fyrir annað en að stunda viðhaldsvinnu á eignum sínum en maður á kannski ekkert að vera dæma um það fyrir fram en ég á eftir að sjá að það verði farið í gegnum göngin daglega eins og gert er hér,“ segir Þórarinn að lokum.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ný og breiðari Hvalfjarðargöng vegna skorts á neyðarútgöngum Grafa þarf ný Hvalfjarðargöng fyrr en seinna vegna nýrra öryggisstaðla og skorts á neyðarútgöngum. 16. ágúst 2018 15:57
Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15