Lífið

Ný lína H&M innblásin af Twin Peaks þáttunum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Nýja línan samanstendur af draumkenndum, dömulegum flíkum og stíl sem fenginn er að láni frá klassískri herratísku.
Nýja línan samanstendur af draumkenndum, dömulegum flíkum og stíl sem fenginn er að láni frá klassískri herratísku. Myndir/H&M
Í byrjun september mun H&M kynna Studio haust/vetrarlínu sína sem ber heitið „Neo Noir Chic” en línan er að hluta til innblásin af Twin Peaks, sjónvarpsseríunni vinsælu frá níunda áratugnum. Línan samanstendur af flíkum skóm og aukahlutum. Hún verður fáanleg í takmörkuðu upplagi í völdum verslunum, þar á meðal í verslun H&M í Smáralind, þann 6. September næstkomandi.

„Í H&M Studio elskum við að blanda saman hinu kvenlæga og karllæga og í ár höfum við bætt við áhrifum frá fjórða áratugnum – við sjáum afar kvenleg form sem er blandað saman við þekkta stíla úr klassískri herratísku sem gefur notandanum færi til að skapa sitt eigið útlit” segir Pernilla Wohlfahrt, stjórnandi hönnunardeildar hjá H&M um nýju línuna.

Línan samanstendur af draumkenndum, dömulegum flíkum og stíl sem fenginn er að láni frá klassískri herratísku. Stjörnur hvíta tjaldsins frá fjórða áratug seinustu aldar spila einnig stórt hlutverk í stílsetningu línunnar og setja nostalgískan tón á Studio línuna þetta haustið. Klæðilegir ullarkjólar, aðsniðnir rykfrakkar, indígóbláir gallajakkar, uppábrettar gallabuxur og dragtir úr viskós-silkiblöndu. Loðnar, stuttar peysur og elegant blússur eru ekki síður áberandi í línunni.

Hér að neðan má sjá smá brot af þessari línu. 

 

Mynd/H&M
Mynd/H&M
Mynd/H&M
Mynd/H&M
Mynd/H&M
Mynd/H&M





Fleiri fréttir

Sjá meira


×