Rapparinn Birnir hélt hlustunarpartý í harðfisksverksmiðju Bergþór Másson skrifar 20. ágúst 2018 20:45 Birnir og boðsgestir. Vignir Daði Valtýsson Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu, Matador, á Spotify í dag. Í gær fyllti hann tvær rútur af vinum og vandamönnum og flutti þá í gamla harðfisksverksmiðju í nágrenni við Krísuvík til þess að hlusta á hana áður en hún kæmi út. Hlustunarpartýinu var síðan streymt í beinni á Facebook. Fréttamaður Vísis var á svæðinu.Tvær rútur lögðu af stað frá Kjarvalsstöðum klukkan 20:00 og var staðsetningu viðburðarins leynt fyrir boðsgestum þangað til að í verksmiðjuna var komið.Um það bil 100 manns voru á svæðinu og var platan spiluð tvisvar sinnum í gegn við góðar undirtektir boðsgesta ásamt stuttum ræðuhöldum frá Birni sjálfum. Birnir þakkaði umboðsmanni sínum, Alexis Garcia, sérstaklega fyrir að skipuleggja viðburðinn í ræðu sinni ásamt því að bjóða gesti innilega velkomna og þakka þeim fyrir komuna. Eftir um það bil þrjár klukkustundir í verksmiðjunni flykktust gestirnir aftur í rúturnar og er óhætt að segja að langflestir hafi verið sáttir og sælir eftir ánægjulega kvöldstund í harðfisksverksmiðjunni. Vignir Daði Valtýsson, meðleikstjóri og upptökumaður OMG myndbandsins, tók allar myndirnar hér að neðan. Fólk kemur úr rútunum yfir í veisluhöldin. Tónlistarmennirnir JóiPé og Huginn ganga þarna fremstir í flokki.Vignir Daði Valtýsson Egill Ástráðsson, Arnar Ingi, Birnir, Alexis Garcia og Joey Christ.Vignir Daði Valtýsson Glatt á hjalla hjá Birni og Aron Can.Vignir Daði Valtýsson Tengdar fréttir Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Birnir gefur út plötuna Matador Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu í nótt. 20. ágúst 2018 16:01 Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu, Matador, á Instagram síðu sinni. 11. ágúst 2018 16:45 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu, Matador, á Spotify í dag. Í gær fyllti hann tvær rútur af vinum og vandamönnum og flutti þá í gamla harðfisksverksmiðju í nágrenni við Krísuvík til þess að hlusta á hana áður en hún kæmi út. Hlustunarpartýinu var síðan streymt í beinni á Facebook. Fréttamaður Vísis var á svæðinu.Tvær rútur lögðu af stað frá Kjarvalsstöðum klukkan 20:00 og var staðsetningu viðburðarins leynt fyrir boðsgestum þangað til að í verksmiðjuna var komið.Um það bil 100 manns voru á svæðinu og var platan spiluð tvisvar sinnum í gegn við góðar undirtektir boðsgesta ásamt stuttum ræðuhöldum frá Birni sjálfum. Birnir þakkaði umboðsmanni sínum, Alexis Garcia, sérstaklega fyrir að skipuleggja viðburðinn í ræðu sinni ásamt því að bjóða gesti innilega velkomna og þakka þeim fyrir komuna. Eftir um það bil þrjár klukkustundir í verksmiðjunni flykktust gestirnir aftur í rúturnar og er óhætt að segja að langflestir hafi verið sáttir og sælir eftir ánægjulega kvöldstund í harðfisksverksmiðjunni. Vignir Daði Valtýsson, meðleikstjóri og upptökumaður OMG myndbandsins, tók allar myndirnar hér að neðan. Fólk kemur úr rútunum yfir í veisluhöldin. Tónlistarmennirnir JóiPé og Huginn ganga þarna fremstir í flokki.Vignir Daði Valtýsson Egill Ástráðsson, Arnar Ingi, Birnir, Alexis Garcia og Joey Christ.Vignir Daði Valtýsson Glatt á hjalla hjá Birni og Aron Can.Vignir Daði Valtýsson
Tengdar fréttir Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Birnir gefur út plötuna Matador Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu í nótt. 20. ágúst 2018 16:01 Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu, Matador, á Instagram síðu sinni. 11. ágúst 2018 16:45 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30
Birnir gefur út plötuna Matador Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu í nótt. 20. ágúst 2018 16:01
Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu, Matador, á Instagram síðu sinni. 11. ágúst 2018 16:45