Tvær rútur lögðu af stað frá Kjarvalsstöðum klukkan 20:00 og var staðsetningu viðburðarins leynt fyrir boðsgestum þangað til að í verksmiðjuna var komið.
Um það bil 100 manns voru á svæðinu og var platan spiluð tvisvar sinnum í gegn við góðar undirtektir boðsgesta ásamt stuttum ræðuhöldum frá Birni sjálfum.
Birnir þakkaði umboðsmanni sínum, Alexis Garcia, sérstaklega fyrir að skipuleggja viðburðinn í ræðu sinni ásamt því að bjóða gesti innilega velkomna og þakka þeim fyrir komuna.
Eftir um það bil þrjár klukkustundir í verksmiðjunni flykktust gestirnir aftur í rúturnar og er óhætt að segja að langflestir hafi verið sáttir og sælir eftir ánægjulega kvöldstund í harðfisksverksmiðjunni.
Vignir Daði Valtýsson, meðleikstjóri og upptökumaður OMG myndbandsins, tók allar myndirnar hér að neðan.



