Erum búin að bíða spennt eftir þessum leikjum Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2018 05:00 Þjálfarateymið slær á létta strengi á blaðamannafundinum í höfuðstöðvum KSÍ í gær þegar leikmannahópurinn var kynntur. Fréttablaðið/sigtryggur ari Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins. Fram undan eru tveir risaleikir á heimavelli gegn Þýskalandi og Tékklandi þar sem Ísland getur komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM í kvennaflokki. Hefst það með leik gegn Þýskalandi þar sem sigur tryggir endanlega sæti á HM en með jafntefli er Ísland með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleik riðilsins. Það efast enginn um að Þýskaland er með eitt af bestu landsliðum heims í kvennaflokki. Áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2016 en Ísland sótti þrjú stig þegar liðin mættust ytra fyrir tæpu ári. Íslenska landsliðið verður án tveggja lykilleikmanna í leikjunum tveimur og mun eflaust sakna Hörpu Þorsteinsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur í leikjunum. „Þetta eru leikir sem við erum búin að bíða eftir í langan tíma, við vorum alltaf með það markmið að þetta yrðu úrslitaleikir. Þýska landsliðið er með frábæra sögu og frábæra leikmenn úr bestu deild heims en við sýndum að við getum unnið þær. Það gefur okkur sjálfstraust og við trúum því að við getum unnið með okkar besta leik,“ sagði Freyr sem var vongóður um að byggja mætti á þeirri frammistöðu. „Við munum nálgast hann aðeins öðruvísi en með sömu grunnáherslur. Það er meira sjálfstraust í þýska hópnum í dag sem við þurfum að finna lausn á.“ Hann sagði það áfall að missa Hörpu svona stuttu fyrir leik en var undir það búinn. „Við vorum búin að horfa á það að hún heldur bolta ofboðslega vel og það er mikill missir að því,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Ég er búinn að fara í gegnum það mörg meiðsli með kvennalandsliðið að ég leyfi mér ekki að hugsa neikvætt. Ég var búinn að undirbúa plan b og tók lokasímtal við Hörpu í gær þar sem ákvörðunin var tekin. Þegar hún dettur út þarf aðeins að endurskoða leikskipulagið okkar.“ Það verður missir að Hörpu og Dagnýju í föstum leikatriðum. „Dagný er sennilega ein af fimm bestu í heiminum þegar kemur að skallaeinvígjum. Klárlega hefði verið betra að hafa hana til taks en hún fann það sjálf að þetta myndi ekki ganga og lét mig vita. Ég var undir það búinn.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í næsta verkefni kvennalandsliðsins. Fram undan eru tveir risaleikir á heimavelli gegn Þýskalandi og Tékklandi þar sem Ísland getur komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM í kvennaflokki. Hefst það með leik gegn Þýskalandi þar sem sigur tryggir endanlega sæti á HM en með jafntefli er Ísland með örlögin í eigin höndum fyrir lokaleik riðilsins. Það efast enginn um að Þýskaland er með eitt af bestu landsliðum heims í kvennaflokki. Áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 2016 en Ísland sótti þrjú stig þegar liðin mættust ytra fyrir tæpu ári. Íslenska landsliðið verður án tveggja lykilleikmanna í leikjunum tveimur og mun eflaust sakna Hörpu Þorsteinsdóttur og Dagnýjar Brynjarsdóttur í leikjunum. „Þetta eru leikir sem við erum búin að bíða eftir í langan tíma, við vorum alltaf með það markmið að þetta yrðu úrslitaleikir. Þýska landsliðið er með frábæra sögu og frábæra leikmenn úr bestu deild heims en við sýndum að við getum unnið þær. Það gefur okkur sjálfstraust og við trúum því að við getum unnið með okkar besta leik,“ sagði Freyr sem var vongóður um að byggja mætti á þeirri frammistöðu. „Við munum nálgast hann aðeins öðruvísi en með sömu grunnáherslur. Það er meira sjálfstraust í þýska hópnum í dag sem við þurfum að finna lausn á.“ Hann sagði það áfall að missa Hörpu svona stuttu fyrir leik en var undir það búinn. „Við vorum búin að horfa á það að hún heldur bolta ofboðslega vel og það er mikill missir að því,“ sagði Freyr og hélt áfram: „Ég er búinn að fara í gegnum það mörg meiðsli með kvennalandsliðið að ég leyfi mér ekki að hugsa neikvætt. Ég var búinn að undirbúa plan b og tók lokasímtal við Hörpu í gær þar sem ákvörðunin var tekin. Þegar hún dettur út þarf aðeins að endurskoða leikskipulagið okkar.“ Það verður missir að Hörpu og Dagnýju í föstum leikatriðum. „Dagný er sennilega ein af fimm bestu í heiminum þegar kemur að skallaeinvígjum. Klárlega hefði verið betra að hafa hana til taks en hún fann það sjálf að þetta myndi ekki ganga og lét mig vita. Ég var undir það búinn.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira