Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2018 20:05 Hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar verður kærð til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og fengið úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Greiðslan tengist uppbyggingu á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Kaplakrika en áður hafði verið samþykkt að veita 200 milljónir í verkefnið á þessu ári. Heitar umræður sköpuðust á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en minnihlutinn mun kæra greiðsluna til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til þess að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja kæruna til ráðuneytisins en Miðflokkurinn ákvað að sitja hjá „Bæjarstjóri fer og greiðir hundrað milljónir, sem er ekki eitthvað sem þú tekur upp úr götunni, og greiðir samþykkislaust og án heimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði.Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ásökunum á bug. Hún segir að full heimild hafi verið til þess að gera tilfærslur innan málaflokka.vísir/stöð 2„Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug og samkvæmt þessum reglum sem ég vitna til að þá er full heimild til þess að gera breytingar eða tilfærslur innan málaflokka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Reglan sem Rósa vísar til er ef tilfærsla fjármuna er milli málaflokka án þess að þær feli í sér hækkun eða lækkun á fjárheimild málaflokksins í heild. „Við vorum þarna í gærkvöldi að ræða þennan sama viðauka sem að var samþykktur einhverjum dögum eftir að þessi millifærsla fór fram og þar er bara graf alvarlegt,“ segir Guðlaug. Fulltrúi Bæjarlistans segir flýtimeðferð meirihlutans óeðlilegan.Hundrað milljónirnar eiga að fara í yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu fyrir FH.Vísir/stöð 2Vitið þið í hvað þessar hundrað milljónir fóru, vitið þið hvað þið voruð að borgar fyrir?„Það er félagsins að svara því. Það er Kaplakrikahópur sem var stofnaður með utan að komandi eftirlitsaðilum og sérfræðingum og helstu starfsmönnum og embættismönnum bæjarins sem var gert skýr skilyrði um að mundi hafa fjárhagslegt eftirlit með öllum þessum þáttum,“ segir Rósa. „Við þurfum að spyrna við fæti þegar við teljum að lög séu brotin í starfi. Það er alveg sama við hvern er að eiga, hvort það væri Sameinuðu þjóðirnar sem við værum að senda þessar greiðslur að þá gerir þú það ekki án fjárheimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug. Rósa segir fjárframlögin til verksins þegar fyrir hendi og að brýnt sé að hefja uppbyggingu vegna knattspyrnuiðkunar en Guðlaug gangrýnir hagsmunatengsl í málinu. „Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar verður kærð til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og fengið úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Greiðslan tengist uppbyggingu á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Kaplakrika en áður hafði verið samþykkt að veita 200 milljónir í verkefnið á þessu ári. Heitar umræður sköpuðust á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en minnihlutinn mun kæra greiðsluna til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til þess að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja kæruna til ráðuneytisins en Miðflokkurinn ákvað að sitja hjá „Bæjarstjóri fer og greiðir hundrað milljónir, sem er ekki eitthvað sem þú tekur upp úr götunni, og greiðir samþykkislaust og án heimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði.Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ásökunum á bug. Hún segir að full heimild hafi verið til þess að gera tilfærslur innan málaflokka.vísir/stöð 2„Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug og samkvæmt þessum reglum sem ég vitna til að þá er full heimild til þess að gera breytingar eða tilfærslur innan málaflokka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Reglan sem Rósa vísar til er ef tilfærsla fjármuna er milli málaflokka án þess að þær feli í sér hækkun eða lækkun á fjárheimild málaflokksins í heild. „Við vorum þarna í gærkvöldi að ræða þennan sama viðauka sem að var samþykktur einhverjum dögum eftir að þessi millifærsla fór fram og þar er bara graf alvarlegt,“ segir Guðlaug. Fulltrúi Bæjarlistans segir flýtimeðferð meirihlutans óeðlilegan.Hundrað milljónirnar eiga að fara í yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu fyrir FH.Vísir/stöð 2Vitið þið í hvað þessar hundrað milljónir fóru, vitið þið hvað þið voruð að borgar fyrir?„Það er félagsins að svara því. Það er Kaplakrikahópur sem var stofnaður með utan að komandi eftirlitsaðilum og sérfræðingum og helstu starfsmönnum og embættismönnum bæjarins sem var gert skýr skilyrði um að mundi hafa fjárhagslegt eftirlit með öllum þessum þáttum,“ segir Rósa. „Við þurfum að spyrna við fæti þegar við teljum að lög séu brotin í starfi. Það er alveg sama við hvern er að eiga, hvort það væri Sameinuðu þjóðirnar sem við værum að senda þessar greiðslur að þá gerir þú það ekki án fjárheimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug. Rósa segir fjárframlögin til verksins þegar fyrir hendi og að brýnt sé að hefja uppbyggingu vegna knattspyrnuiðkunar en Guðlaug gangrýnir hagsmunatengsl í málinu. „Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug.
Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06