Óþekkt 23 ára stelpa ein af tekjuhæstu íþróttakonum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 15:00 Pusarla Venkata Sindhu. Vísir/Getty Tenniskonur eru mjög áberandi á listanum yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims og engin vann sér inn meiri pening en bandaríska tenniskonan Serena Williams. Margir hafa hins vegar klórað sér í höfðinu yfir nafninu Pusarla Venkata Sindhu, íþróttakonunni sem þénaði meira en Charlotte Kalla, Lindsey Vonn og Sarah Sjöström á síðasta ári. Forbes tók saman lista yfir þær íþróttakonur sem unnu sér inn mestan pening á síðasta og að sjálfsögðu eru heimsþekktar íþróttakonur þar í aðalhlutverki. CNN segir frá. Tenniskonan Serena Williams er efst á listanum. Hún fékk reyndar aðeins 62 þúsund dollara í verðlaunafé þar sem hún var í barnseignafríi en á móti komu inn 18,1 milljón dollarar vegna auglýsinga- og styrktarsamninga. 18,1 milljón dollara eru tæpir tveir milljarðar í íslenskum krónum. Efstu tíu konurnar á listanum þénuðu samtals 105 milljónir dollara frá júní 2017 til júní 2018. Það er fjögur prósent lægra en í fyrra og 28 prósent lægra en frá því fyrir fimm árum. Tíu efstu karlarnir þéunuðu samtals tíu sinnum meira en efstu tíu konuranr. Tenniskonur eru í sex hæstu sætunum og þær eru einnig alls átta inn á topp tíu listanum. Kappaksturskonan Danica Patrick kemst inn á listann og svo sú sem er í sjöunda sætinu.PV Sindhu is at 7th spot on the Forbes list of highest-earning women sportspersons in the world. #PVSindhupic.twitter.com/FbmSWJdCwd — GoNews (@GoNews24x7) August 23, 2018Badminton-konan Pusarla Venkata Sindhu frá Indlandi vann sér nefnilega inn 8,5 milljónir dollara á síðasta ári eða 921 milljón í íslenskum krónum. Það þykir mönnum magnað afrek hjá 23 ára íþróttakonu sem fæstir hafa heyrt um. Hún keppir líka í badminton sem er nú ekki oft á lista yfir þær íþróttagreinar sem gefa af sér mestar tekjur. Hún fæddist í júlí 1995, varð fyrsta indverska konan til að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikum og er aðeins annar af tveimur indverskum badminton-spilurum til að vinna verðlaun á Ólympíuleikum. Sindhu varð önnur á leikunum í Ríó 2016.Extraordinary journey to the riches through an unlikely sport,#PVSindhu pic.twitter.com/S6ivntOLWZ — River Wild (@Repalle_IN) August 23, 2018Vinsældir hennar í Indlandi eru að skila henni þessum gríðarlegu tekjum en hún hefur ennfremur komið íþróttagrein sinni upp í hæstu hæðir í landinu með sinni frammistöðu. Stór hlut tekna hennar koma í gegnum auglýsinga- og styrktarsamninga í heimalandinu. Sindhu vann silfur á síðustu tveimur heimsmeistaramótum (2017 og 2018) en gullið lætur enn bíða eftir sér á stórmótum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún safnar að sér gulli í bankanum.Tekjuhæstu íþróttakonurnar á síðasta ári: 1. Serena Williams (tennis) -- 18,1 milljón dollara 2. Caroline Wozniacki (tennis) -- 13 milljónir dollara 3. Sloane Stephens (tennis) -- 11,2 milljónir dollara 4. Garbine Muguruza (tennis) -- 11 milljónir dollara 5. Maria Sharapova (tennis) -- 10,5 milljónir dollara 6. Venus Williams (tennis) -- 10,2 milljónir dollara 7. Pusarla Venkata Sindhu (badminton) -- 8,5 milljónir dollara 8. Simona Halep (tennis) -- 7,7 milljónir dollara 9. Danica Patrick (kappakstur) -- 7,5 milljónir dollara 10. Angelique Kerber (tennis) -- 7 milljónir dollaraChallenge acceptedand planted 3 saplings now . Thank you @VVSLaxman281 for nominating me for #HarithaHaram . I’m passing the #greenchallenge to @MangteC@Suriya_offl@Samanthaprabhu2 . I hope all of you would join to make our planet greener pic.twitter.com/WXvZZDMLLn — Pvsindhu (@Pvsindhu1) August 11, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira
Tenniskonur eru mjög áberandi á listanum yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims og engin vann sér inn meiri pening en bandaríska tenniskonan Serena Williams. Margir hafa hins vegar klórað sér í höfðinu yfir nafninu Pusarla Venkata Sindhu, íþróttakonunni sem þénaði meira en Charlotte Kalla, Lindsey Vonn og Sarah Sjöström á síðasta ári. Forbes tók saman lista yfir þær íþróttakonur sem unnu sér inn mestan pening á síðasta og að sjálfsögðu eru heimsþekktar íþróttakonur þar í aðalhlutverki. CNN segir frá. Tenniskonan Serena Williams er efst á listanum. Hún fékk reyndar aðeins 62 þúsund dollara í verðlaunafé þar sem hún var í barnseignafríi en á móti komu inn 18,1 milljón dollarar vegna auglýsinga- og styrktarsamninga. 18,1 milljón dollara eru tæpir tveir milljarðar í íslenskum krónum. Efstu tíu konurnar á listanum þénuðu samtals 105 milljónir dollara frá júní 2017 til júní 2018. Það er fjögur prósent lægra en í fyrra og 28 prósent lægra en frá því fyrir fimm árum. Tíu efstu karlarnir þéunuðu samtals tíu sinnum meira en efstu tíu konuranr. Tenniskonur eru í sex hæstu sætunum og þær eru einnig alls átta inn á topp tíu listanum. Kappaksturskonan Danica Patrick kemst inn á listann og svo sú sem er í sjöunda sætinu.PV Sindhu is at 7th spot on the Forbes list of highest-earning women sportspersons in the world. #PVSindhupic.twitter.com/FbmSWJdCwd — GoNews (@GoNews24x7) August 23, 2018Badminton-konan Pusarla Venkata Sindhu frá Indlandi vann sér nefnilega inn 8,5 milljónir dollara á síðasta ári eða 921 milljón í íslenskum krónum. Það þykir mönnum magnað afrek hjá 23 ára íþróttakonu sem fæstir hafa heyrt um. Hún keppir líka í badminton sem er nú ekki oft á lista yfir þær íþróttagreinar sem gefa af sér mestar tekjur. Hún fæddist í júlí 1995, varð fyrsta indverska konan til að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikum og er aðeins annar af tveimur indverskum badminton-spilurum til að vinna verðlaun á Ólympíuleikum. Sindhu varð önnur á leikunum í Ríó 2016.Extraordinary journey to the riches through an unlikely sport,#PVSindhu pic.twitter.com/S6ivntOLWZ — River Wild (@Repalle_IN) August 23, 2018Vinsældir hennar í Indlandi eru að skila henni þessum gríðarlegu tekjum en hún hefur ennfremur komið íþróttagrein sinni upp í hæstu hæðir í landinu með sinni frammistöðu. Stór hlut tekna hennar koma í gegnum auglýsinga- og styrktarsamninga í heimalandinu. Sindhu vann silfur á síðustu tveimur heimsmeistaramótum (2017 og 2018) en gullið lætur enn bíða eftir sér á stórmótum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún safnar að sér gulli í bankanum.Tekjuhæstu íþróttakonurnar á síðasta ári: 1. Serena Williams (tennis) -- 18,1 milljón dollara 2. Caroline Wozniacki (tennis) -- 13 milljónir dollara 3. Sloane Stephens (tennis) -- 11,2 milljónir dollara 4. Garbine Muguruza (tennis) -- 11 milljónir dollara 5. Maria Sharapova (tennis) -- 10,5 milljónir dollara 6. Venus Williams (tennis) -- 10,2 milljónir dollara 7. Pusarla Venkata Sindhu (badminton) -- 8,5 milljónir dollara 8. Simona Halep (tennis) -- 7,7 milljónir dollara 9. Danica Patrick (kappakstur) -- 7,5 milljónir dollara 10. Angelique Kerber (tennis) -- 7 milljónir dollaraChallenge acceptedand planted 3 saplings now . Thank you @VVSLaxman281 for nominating me for #HarithaHaram . I’m passing the #greenchallenge to @MangteC@Suriya_offl@Samanthaprabhu2 . I hope all of you would join to make our planet greener pic.twitter.com/WXvZZDMLLn — Pvsindhu (@Pvsindhu1) August 11, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira