Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur og orðu í Líberíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 17:15 Arsène Wenger fær hér orðuna frá George Weah. Vísir/EPA Fyrir þá sem eru að pæla í því hvar Arsène Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, er staddur á hnettinum í dag þá er franski stjórinn kominn til Líberíu í vestur Afríku. Líberíumenn veittu Wenger hæstu orðu þjóðarinnar í dag en Frakkinn verður þá tekinn inn í fámennan hóp fólks sem hefur fengið „Order of Distinction“ í landinu.(BBC Africa) Arsène Wenger gets hero's welcome in Liberia https://t.co/RCI9eNpn3r — DNP News (@DNP_News) August 23, 2018Gamla fótboltagoðsögnin George Weah er nú forseti Líberíu og hefur verið það síðan í janúar. Það var einmitt Arsène Wenger sem sótti George Weah til Evrópu á sínum tíma eða þegar Wenger var knattspyrnustjóri hjá Mónakó. Weah kom til Mónakó árið 1988 en hann var þarna 22 ára og skoraði 14 mörk í 23 leikjum fyrsta tímabilið sitt með Mónakó liðinu 1988-89. Árið 1995 varð George Weah fyrsti og eini Afríkumaðurinn til að vera kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu. Þá hafði Weah farið frá Mónakó til Paris Saint-Germain og þaðan til AC Milan á Ítalíu. Wenger fær titilinn „Knight Grand Commander of the Humane Order of African Redemption“.Arsene Wenger in Liberia with a baby named after him. Amazing photo. pic.twitter.com/sZdnYGvMGK — Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) August 23, 2018Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur á flugvellinum sem er í 52 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Monrovia. Wenger sagði á flugvellinum að hann væri kominn til að heimsækja George Weah og að hann vissi ekki af orðuveitingunni. George Weah hefur líka verið gagnrýndur í Líberíu fyrir að láta Wenger fá orðu fyrir það sem hann gerði fyrir forsetann persónulega en ekki fyrir eitthvað sem hann gerði fyrir líberísku þjóðina. Þjálfarnir sem gerðu hann að þeim leikmanni sem hann var orðinn 22 ára gamall ættu alveg eins skilið slíka orðu eins og Wenger. Eugene Nagbe sem starfar sem upplýsingaráðherra í ríkisstjórn landsins, segir að Wenger hafi þarna opnað dyrnar fyrir afríska knattspyrnumenn til Evrópu og hafi þar með gert mikið fyrir Líberíu og alla Afríku. Sextán afrískir leikmenn léku fyrir Wenger hjá Arsenal og þar á meðal voru Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure, Kamerúnmaðurinn Lauren og Nígeríubúinn Nwankwo Kanu. Enski boltinn Líbería Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Fyrir þá sem eru að pæla í því hvar Arsène Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, er staddur á hnettinum í dag þá er franski stjórinn kominn til Líberíu í vestur Afríku. Líberíumenn veittu Wenger hæstu orðu þjóðarinnar í dag en Frakkinn verður þá tekinn inn í fámennan hóp fólks sem hefur fengið „Order of Distinction“ í landinu.(BBC Africa) Arsène Wenger gets hero's welcome in Liberia https://t.co/RCI9eNpn3r — DNP News (@DNP_News) August 23, 2018Gamla fótboltagoðsögnin George Weah er nú forseti Líberíu og hefur verið það síðan í janúar. Það var einmitt Arsène Wenger sem sótti George Weah til Evrópu á sínum tíma eða þegar Wenger var knattspyrnustjóri hjá Mónakó. Weah kom til Mónakó árið 1988 en hann var þarna 22 ára og skoraði 14 mörk í 23 leikjum fyrsta tímabilið sitt með Mónakó liðinu 1988-89. Árið 1995 varð George Weah fyrsti og eini Afríkumaðurinn til að vera kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu. Þá hafði Weah farið frá Mónakó til Paris Saint-Germain og þaðan til AC Milan á Ítalíu. Wenger fær titilinn „Knight Grand Commander of the Humane Order of African Redemption“.Arsene Wenger in Liberia with a baby named after him. Amazing photo. pic.twitter.com/sZdnYGvMGK — Chris Wheatley (@ChrisWheatley_) August 23, 2018Arsène Wenger fékk höfðinglegar móttökur á flugvellinum sem er í 52 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Monrovia. Wenger sagði á flugvellinum að hann væri kominn til að heimsækja George Weah og að hann vissi ekki af orðuveitingunni. George Weah hefur líka verið gagnrýndur í Líberíu fyrir að láta Wenger fá orðu fyrir það sem hann gerði fyrir forsetann persónulega en ekki fyrir eitthvað sem hann gerði fyrir líberísku þjóðina. Þjálfarnir sem gerðu hann að þeim leikmanni sem hann var orðinn 22 ára gamall ættu alveg eins skilið slíka orðu eins og Wenger. Eugene Nagbe sem starfar sem upplýsingaráðherra í ríkisstjórn landsins, segir að Wenger hafi þarna opnað dyrnar fyrir afríska knattspyrnumenn til Evrópu og hafi þar með gert mikið fyrir Líberíu og alla Afríku. Sextán afrískir leikmenn léku fyrir Wenger hjá Arsenal og þar á meðal voru Fílabeinsstrendingurinn Kolo Toure, Kamerúnmaðurinn Lauren og Nígeríubúinn Nwankwo Kanu.
Enski boltinn Líbería Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira