Mjölnir sýndi Henning stuðning með æfingu honum til heiðurs Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2018 20:45 Hér má sjá seinni hóp dagsins sem reyndi við Henning101 æfinguna. Aðsend Iðkendur í víkingaþrekinu í Mjölni tóku vel á því í morgun þegar æfing til heiðurs fyrrum þjálfara var framkvæmd í tímum dagsins. Æfingin sem umræðir heitir Henning101, en hún er skírð í höfuðið á Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara í stöðinni Grandi101. Líkt og Vísir greindi frá í gær slasaðist Henning alvarlega þegar hann var í fríi ásamt kærustu sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur, í Suður-Frakklandi. Þau höfðu leigt sér hjólabát og sigldu um Gorges du Verdon þegar Henning ákvað að stinga sér til sunds. Það fór ekki betur en svo að mun grynnra var en hann hafði haldið, og endaði hann með höfuðið í botninum sem varð til þess að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Í kjölfar slyssins ákvað Grandi101 að gera æfingu honum til heiðurs, en hann starfar sem þjálfari í stöðinni, og skoruðu á aðrar Crossfit-stöðvar að framkvæmda æfinguna í sínum stöðvum.Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari.Ásgeir MarteinssonHenning mikil fyrirmynd Það voru svo fyrrum félagar Hennings í Mjölni sem tóku áskoruninni og gerðu Henning101 að æfingu dagsins í víkingaþrekstímum, en Henning starfaði lengi vel sem þjálfari í víkingaþrekinu. „Það var iðkandi sem stakk upp á þessu í iðkendahópnum á Facebook. Yfirþjálfarinn, Gyða, tók vel í þetta og seinna hringdi hinn yfirþjálfarinn í mig og sagði að við ætluðum að kýla á þetta,“ segir Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari í Mjölni, í samtali við Vísi. Hann þjálfaði æfingu dagsins ásamt Benjamín Þorláki, sem er annar yfirþjálfara víkingaþreksins. Böðvar segir Henning hafa verið mikla fyrirmynd á tíma sínum í Mjölni og hafi hvatt hann áfram þegar hann steig sín fyrstu skref innan Mjölnis. Þá kannast margir iðkendur vel við hann frá því að hann þjálfaði þar og því var vel tekið í það að æfing dagsins yrði tileinkuð honum. Á Instagram-reikningi félagsins segir meðal annars að Henning hafi haft afar góð áhrif á marga iðkendur og óskar félagið honum skjótum bata. Vel var mætt á æfingar dagsins og segir Böðvar stemninguna hafa verið góða. Iðkendur tóku vel á því, en æfingin þótti virkilega krefjandi og var varla þurr blettur á fólki í salnum eftir tímann. Frábærar æfingar í hádeginu í dag í Víkingaþrekinu! Æfingin í hádeginu í dag var „Hetju-WOD“ tileinkað Henning Jónassyni, fyrrum þjálfara í Mjölni, en hann slasaðist alvarlega á dögunum. Henning er á batavegi en hann þjálfaði í Víkingaþrekinu í Mjölni í mörg ár og þjálfar nú í Granda 101. Grandi 101 bjó til Hetju WOD sem samanstóð af nokkrum af uppáhalds æfingum Hennings og var sú æfing tekin í Víkingaþrekinu í dag. Henning hefur haft afar jákvæð áhrif á marga í Víkingaþrekinu og vonandi batnar honum sem fyrst. —- #mjolnirmma #vikingaþrek #henning101 #herowod A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on Aug 25, 2018 at 7:21am PDT CrossFit Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Iðkendur í víkingaþrekinu í Mjölni tóku vel á því í morgun þegar æfing til heiðurs fyrrum þjálfara var framkvæmd í tímum dagsins. Æfingin sem umræðir heitir Henning101, en hún er skírð í höfuðið á Henning Jónassyni, Crossfit-þjálfara í stöðinni Grandi101. Líkt og Vísir greindi frá í gær slasaðist Henning alvarlega þegar hann var í fríi ásamt kærustu sinni, Laufeyju Kristjánsdóttur, í Suður-Frakklandi. Þau höfðu leigt sér hjólabát og sigldu um Gorges du Verdon þegar Henning ákvað að stinga sér til sunds. Það fór ekki betur en svo að mun grynnra var en hann hafði haldið, og endaði hann með höfuðið í botninum sem varð til þess að hann þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Sjá einnig: Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Í kjölfar slyssins ákvað Grandi101 að gera æfingu honum til heiðurs, en hann starfar sem þjálfari í stöðinni, og skoruðu á aðrar Crossfit-stöðvar að framkvæmda æfinguna í sínum stöðvum.Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari.Ásgeir MarteinssonHenning mikil fyrirmynd Það voru svo fyrrum félagar Hennings í Mjölni sem tóku áskoruninni og gerðu Henning101 að æfingu dagsins í víkingaþrekstímum, en Henning starfaði lengi vel sem þjálfari í víkingaþrekinu. „Það var iðkandi sem stakk upp á þessu í iðkendahópnum á Facebook. Yfirþjálfarinn, Gyða, tók vel í þetta og seinna hringdi hinn yfirþjálfarinn í mig og sagði að við ætluðum að kýla á þetta,“ segir Böðvar Tandri Reynisson, þjálfari í Mjölni, í samtali við Vísi. Hann þjálfaði æfingu dagsins ásamt Benjamín Þorláki, sem er annar yfirþjálfara víkingaþreksins. Böðvar segir Henning hafa verið mikla fyrirmynd á tíma sínum í Mjölni og hafi hvatt hann áfram þegar hann steig sín fyrstu skref innan Mjölnis. Þá kannast margir iðkendur vel við hann frá því að hann þjálfaði þar og því var vel tekið í það að æfing dagsins yrði tileinkuð honum. Á Instagram-reikningi félagsins segir meðal annars að Henning hafi haft afar góð áhrif á marga iðkendur og óskar félagið honum skjótum bata. Vel var mætt á æfingar dagsins og segir Böðvar stemninguna hafa verið góða. Iðkendur tóku vel á því, en æfingin þótti virkilega krefjandi og var varla þurr blettur á fólki í salnum eftir tímann. Frábærar æfingar í hádeginu í dag í Víkingaþrekinu! Æfingin í hádeginu í dag var „Hetju-WOD“ tileinkað Henning Jónassyni, fyrrum þjálfara í Mjölni, en hann slasaðist alvarlega á dögunum. Henning er á batavegi en hann þjálfaði í Víkingaþrekinu í Mjölni í mörg ár og þjálfar nú í Granda 101. Grandi 101 bjó til Hetju WOD sem samanstóð af nokkrum af uppáhalds æfingum Hennings og var sú æfing tekin í Víkingaþrekinu í dag. Henning hefur haft afar jákvæð áhrif á marga í Víkingaþrekinu og vonandi batnar honum sem fyrst. —- #mjolnirmma #vikingaþrek #henning101 #herowod A post shared by Mjölnir (@mjolnirmma) on Aug 25, 2018 at 7:21am PDT
CrossFit Tengdar fréttir Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum. 24. ágúst 2018 14:15