Leikmenn Barcelona rifu heilu torfurnar og líktu vellinum við strönd: Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 14:00 Leikmenn Barcelomna rifu hreinlega upp heilu þökurnar. Vísir/Getty Það voru mjög ósáttir leikmenn Barcelona sem gengu af velli um helgina þrátt fyrir 1-0 útisigur á Valladolid. Ástæðan er skelfilegt ástand grasvallarins en leikmenn Barcelona gátu hreinlega þakkað fyrir að meiðast ekki í þessum leik. Lionel Messi skoraði ekki í leiknum sem var kannski skiljanlegt enda ekki bara að reyna að komast í gegnum þétta varnarlínu Real Valladolid heldur framhjá ótal „þúfum“ og gildrum á lausum vellinum. Real Valladolid er nýliði í spænsku deildinni í ár. Liðið komst upp í gegnum umspil en endaði í fimmta sæti b-deildinni á síðasta tímabili.Turf's up, dudes. La Liga is investigating the "deplorable" pitch with areas that "seemed more like a beach"https://t.co/gAwX9GsmXbpic.twitter.com/WFqOyJVoJo — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2018Leikvangur Real Valladolid heitir Estadio José Zorrilla og var langt frá því að vera tilbúinn að hýsa leik í spænsku deildinni. „Á sumum stöðum á vellinum var eins og þú værir á ströndinni,“ sagði Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona.I present to uu the "Estadio Jose Zorrilla" 's pitch in a closer look !! #ForçaBarça#ValladolidBarçapic.twitter.com/8SfY9G85Zh — Bahaeddine (@FibonaStein) August 25, 2018„Það er ótrúlegt að enginn frá La Liga hafi fundist ástæða til að skoða grasið fyrir leikinn. Það er ekki hægt að spila á þessu,“ sagði Busquets. „Þetta var aumkunarvert. Ég vona að þeir sem ráða komi sínu á hreint og lagi þetta því þetta er sorglegt,“ sagði Gerard Pique. La Liga hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem þeir staðfesta að rannsókn sé farin í gang af hverju völlurinn hafi ekki verið boðlegur. Nú hefur komið í ljós að vallarstarfsmenn á Estadio José Zorrilla endurlögðu grasið á þriðjudaginn var eða innan við viku fyrir leikinn. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að völlurinn hafi verið laus í sér. The state of the pitch here at the Estadio Jose Zorrilla is something else.... Follow #ValladolidBarça live https://t.co/lWYmULwrZLpic.twitter.com/yp7grORsgk — Standard Sport (@standardsport) August 25, 2018Knattspyrnustjórinn Sergio Gonzalez sagði að félagið hafi gert allt í sínu valdi til að gera völlinn klárann í tíma. „Við vorum síðasta félagið til að tryggja okkur sæti í deildinni og við vorum í vandræðum með að gera völlinn klárann fyrir fyrsta heimaleik,“ viðurkenndi Sergio Gonzalez.Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skrautlegar myndir af grasinu á Estadio José Zorrilla.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Spænski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Það voru mjög ósáttir leikmenn Barcelona sem gengu af velli um helgina þrátt fyrir 1-0 útisigur á Valladolid. Ástæðan er skelfilegt ástand grasvallarins en leikmenn Barcelona gátu hreinlega þakkað fyrir að meiðast ekki í þessum leik. Lionel Messi skoraði ekki í leiknum sem var kannski skiljanlegt enda ekki bara að reyna að komast í gegnum þétta varnarlínu Real Valladolid heldur framhjá ótal „þúfum“ og gildrum á lausum vellinum. Real Valladolid er nýliði í spænsku deildinni í ár. Liðið komst upp í gegnum umspil en endaði í fimmta sæti b-deildinni á síðasta tímabili.Turf's up, dudes. La Liga is investigating the "deplorable" pitch with areas that "seemed more like a beach"https://t.co/gAwX9GsmXbpic.twitter.com/WFqOyJVoJo — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2018Leikvangur Real Valladolid heitir Estadio José Zorrilla og var langt frá því að vera tilbúinn að hýsa leik í spænsku deildinni. „Á sumum stöðum á vellinum var eins og þú værir á ströndinni,“ sagði Sergio Busquets, miðjumaður Barcelona.I present to uu the "Estadio Jose Zorrilla" 's pitch in a closer look !! #ForçaBarça#ValladolidBarçapic.twitter.com/8SfY9G85Zh — Bahaeddine (@FibonaStein) August 25, 2018„Það er ótrúlegt að enginn frá La Liga hafi fundist ástæða til að skoða grasið fyrir leikinn. Það er ekki hægt að spila á þessu,“ sagði Busquets. „Þetta var aumkunarvert. Ég vona að þeir sem ráða komi sínu á hreint og lagi þetta því þetta er sorglegt,“ sagði Gerard Pique. La Liga hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem þeir staðfesta að rannsókn sé farin í gang af hverju völlurinn hafi ekki verið boðlegur. Nú hefur komið í ljós að vallarstarfsmenn á Estadio José Zorrilla endurlögðu grasið á þriðjudaginn var eða innan við viku fyrir leikinn. Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að völlurinn hafi verið laus í sér. The state of the pitch here at the Estadio Jose Zorrilla is something else.... Follow #ValladolidBarça live https://t.co/lWYmULwrZLpic.twitter.com/yp7grORsgk — Standard Sport (@standardsport) August 25, 2018Knattspyrnustjórinn Sergio Gonzalez sagði að félagið hafi gert allt í sínu valdi til að gera völlinn klárann í tíma. „Við vorum síðasta félagið til að tryggja okkur sæti í deildinni og við vorum í vandræðum með að gera völlinn klárann fyrir fyrsta heimaleik,“ viðurkenndi Sergio Gonzalez.Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skrautlegar myndir af grasinu á Estadio José Zorrilla.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Spænski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira