Gerir mest grín að enskri tungu Benedikt Bóas skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Finnski uppistandarinn Ismo Leikola troðfyllti Tjarnarbíó tvisvar í fyrra og er nú mættur aftur. Vísir/Getty Ismo Leikola, Words Apart, er á ensku þar sem hann leikur sér að enska tungumálinu og skoðar merkingu þess með augum aðkomumannsins. Klippur hans á Youtube sýna færni hans í enskri tungu en eftir að hann kom fram í þætti Conans O’Brian fór frægðarsól hans að rísa. Hann er fyrsti Finninn sem hefur komið fram í þættinum og hefur myndbandið af uppstandinu fengið um 63 milljón áhorf á Facebook. Ismo kemur til landsins í dag frá Edinborg og fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann býr. Þetta er í annað eða þriðja sinn sem hann kemur til landsins. Hann er nefnilega ekki alveg viss. „Þetta er síðasti dagurinn í Edinborg og ég hlakka mikið til að koma til Íslands þó þetta verði stutt stopp. Ég kom í fyrra og ég held að ég hafi komið einu sinni áður. Þá minnir mig að ég hafi skemmt á einhverjum litlum klúbbi,“ segir hann hugsi. „Ísland er svo magnað land og svo ótrúlega fallegt. Það er verst að ég get ekki stoppað lengur. Ég næ bara einum degi en ég vonast til að sjá sem mest á sem stystum tíma.“ Þeir sem hafa fylgst með Ismo vita að hann gerir grín að enskri tungu. Hann segir að það sé enn meginuppistaðan í sinni sýningu en hann sé einnig með nýtt efni í pokahorninu. „Mestmegnis er þetta nýtt efni. Þetta er lengri sýning núna en síðast. Þá var ég með Ara Eldjárn og við vorum með 45 mínútna uppistand hvor. Núna er þetta lengra. En þetta er byggt í grunninn á því að gera grín að enskri tungu. Þetta er svo skrýtið tungumál og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“ Ismo hefur verið í Edinborg undanfarinn mánuð og komið fram og fylgst með öðrum uppistöndurum á Fringe Festival. Hann hefur séð nokkra Íslendinga koma þar fram og segir þá vera mjög góða. Ari Eldjárn sé þó enn sinn maður. „Ég hef séð Ara mörgum sinnum koma fram og hann kom til Finnlands eitt sinn fyrir mörgum árum. Síðan var ég með honum í Melbourne fyrir skömmu, af einskærri tilviljun en hann er frábær. Hérna í Edinborg voru nokkrir Íslendingar sem ég fylgdist aðeins með og tók eftir.“ Sýning Ismo hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Sjá meira
Ismo Leikola, Words Apart, er á ensku þar sem hann leikur sér að enska tungumálinu og skoðar merkingu þess með augum aðkomumannsins. Klippur hans á Youtube sýna færni hans í enskri tungu en eftir að hann kom fram í þætti Conans O’Brian fór frægðarsól hans að rísa. Hann er fyrsti Finninn sem hefur komið fram í þættinum og hefur myndbandið af uppstandinu fengið um 63 milljón áhorf á Facebook. Ismo kemur til landsins í dag frá Edinborg og fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann býr. Þetta er í annað eða þriðja sinn sem hann kemur til landsins. Hann er nefnilega ekki alveg viss. „Þetta er síðasti dagurinn í Edinborg og ég hlakka mikið til að koma til Íslands þó þetta verði stutt stopp. Ég kom í fyrra og ég held að ég hafi komið einu sinni áður. Þá minnir mig að ég hafi skemmt á einhverjum litlum klúbbi,“ segir hann hugsi. „Ísland er svo magnað land og svo ótrúlega fallegt. Það er verst að ég get ekki stoppað lengur. Ég næ bara einum degi en ég vonast til að sjá sem mest á sem stystum tíma.“ Þeir sem hafa fylgst með Ismo vita að hann gerir grín að enskri tungu. Hann segir að það sé enn meginuppistaðan í sinni sýningu en hann sé einnig með nýtt efni í pokahorninu. „Mestmegnis er þetta nýtt efni. Þetta er lengri sýning núna en síðast. Þá var ég með Ara Eldjárn og við vorum með 45 mínútna uppistand hvor. Núna er þetta lengra. En þetta er byggt í grunninn á því að gera grín að enskri tungu. Þetta er svo skrýtið tungumál og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“ Ismo hefur verið í Edinborg undanfarinn mánuð og komið fram og fylgst með öðrum uppistöndurum á Fringe Festival. Hann hefur séð nokkra Íslendinga koma þar fram og segir þá vera mjög góða. Ari Eldjárn sé þó enn sinn maður. „Ég hef séð Ara mörgum sinnum koma fram og hann kom til Finnlands eitt sinn fyrir mörgum árum. Síðan var ég með honum í Melbourne fyrir skömmu, af einskærri tilviljun en hann er frábær. Hérna í Edinborg voru nokkrir Íslendingar sem ég fylgdist aðeins með og tók eftir.“ Sýning Ismo hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Sjá meira