Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 11:34 New York Times fjallar um Kristján Loftsson og hvalveiðar Íslendinga í grein sem birtist í dag. Vísir/Getty Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., ver hvalveiðar fyrirtækis síns í viðtali við bandaríska blaðið New York Times sem birtist í dag. Hann segir ekkert rangt við að veiða hval. Tryggvi Aðalbjörnsson, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins sem er nú í starfsnámi hjá bandaríska blaðinu, skrifar greinina um hvalveiðar Íslendinga og manninn á bak við þær sem birtist á vefsíðu blaðsins í dag. „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður,“ segir Kristján meðal annars við New York Times. Í greininni kemur fram að Kristján hafi lengi verið grýla alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. Jafnvel hörðustu gagnrýnendur hans beri þó vott af virðingu fyrir honum. Þannig er haft eftir Robert Read, framkvæmdastjóra Sea Shepherd-samtakanna á Bretlandi, að Kristján sé „nokkuð snjall maður“. „Ef maður spyr hann spurningar þá svarar hann þér vanalega en hann hikar við og hugsar áður en hann talar. Það er nokkuð sem við sjáum ekki oft,“ segir Read um Kristján Loftsson.Sér ekki ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlætið Hvalveiðar Íslendinga lentu aftur í kastljósi erlendra fjölmiðla í sumar þegar grunur lék á að fyrirtækið hefði veitt steypireyði. Erfðarannsókn leiddi síðar í ljós að dýrið var blendingur af steypireyði og langreyði. Dýra- og náttúruverndunarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir brot á hvalveiðilögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtakanna, sagði Vísi í gær að þau vildi láta á það reyna hvort að Hvalur hf. hafi mátt veiða blendinginn. Fyrirtækið hefur veiðileyfi fyrir langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Í viðtalinu við bandaríska blaðið lýsir Kristján skýrt þeirri skoðun sinni að ekkert sé athugavert við það að veiða hval og að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlæti og alþjóðlega fordæmingu. „Auðvitað getur maður gert hvað sem er en hvers vegna ætti maður að hætta þessu? Það er ekkert rangt við þetta,“ segir hann. Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., ver hvalveiðar fyrirtækis síns í viðtali við bandaríska blaðið New York Times sem birtist í dag. Hann segir ekkert rangt við að veiða hval. Tryggvi Aðalbjörnsson, fyrrverandi fréttamaður Ríkisútvarpsins sem er nú í starfsnámi hjá bandaríska blaðinu, skrifar greinina um hvalveiðar Íslendinga og manninn á bak við þær sem birtist á vefsíðu blaðsins í dag. „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður,“ segir Kristján meðal annars við New York Times. Í greininni kemur fram að Kristján hafi lengi verið grýla alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka. Jafnvel hörðustu gagnrýnendur hans beri þó vott af virðingu fyrir honum. Þannig er haft eftir Robert Read, framkvæmdastjóra Sea Shepherd-samtakanna á Bretlandi, að Kristján sé „nokkuð snjall maður“. „Ef maður spyr hann spurningar þá svarar hann þér vanalega en hann hikar við og hugsar áður en hann talar. Það er nokkuð sem við sjáum ekki oft,“ segir Read um Kristján Loftsson.Sér ekki ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlætið Hvalveiðar Íslendinga lentu aftur í kastljósi erlendra fjölmiðla í sumar þegar grunur lék á að fyrirtækið hefði veitt steypireyði. Erfðarannsókn leiddi síðar í ljós að dýrið var blendingur af steypireyði og langreyði. Dýra- og náttúruverndunarsamtökin Jarðarvinir hafa kært Hval hf. fyrir brot á hvalveiðilögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtakanna, sagði Vísi í gær að þau vildi láta á það reyna hvort að Hvalur hf. hafi mátt veiða blendinginn. Fyrirtækið hefur veiðileyfi fyrir langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar. Í viðtalinu við bandaríska blaðið lýsir Kristján skýrt þeirri skoðun sinni að ekkert sé athugavert við það að veiða hval og að hann sjái enga ástæðu til að hætta veiðunum þrátt fyrir mótlæti og alþjóðlega fordæmingu. „Auðvitað getur maður gert hvað sem er en hvers vegna ætti maður að hætta þessu? Það er ekkert rangt við þetta,“ segir hann.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35 Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19 Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Hvalasérfræðingar kalla eftir því að hvalveiðiflotinn verði kyrrsettur Telja miklar líkur á að dýrið hafi verið steypireyður. 16. júlí 2018 18:35
Hvalurinn reyndist blendingur langreyðar og steypireyðar Gerðu rannsókn í flýti vegna áhyggja hvalasérfræðinga. 19. júlí 2018 15:19
Kæra Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar Lögmaður Jarðarvina segir samtökin vilja láta reyna á hvort Hvalur hf. hafi mátt veiða blending steypireyðar og langreyðar. 9. ágúst 2018 11:30