Innlent

Þyrluflugmaður afstýrði árekstri við dróna á Reykjavíkurflugvelli

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dróni.
Dróni. Vísir/Getty
Tilkynnt var um að dróna hefði verið flogið í veg fyrir þyrlu við flugtak hennar frá Reykjavíkurflugvelli á tíunda tímanum í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Dróninn var utan leyfilegra marka um flug fjarstýrðra loftfara í grennd við flugvöllinn. Flugmaður þyrlunnar náði að forða árekstri en ljóst er að mikil hætta skapaðist vegna þessa, að því er segir í tilkynningu.

Ekki lágu fyrir upplýsingar um það hver eða hverjir flugu drónanum þegar tilkynning lögreglu var send út.

Þá bárust lögreglu tvær tilkynningar um karlmenn sem sofnað höfðu ölvunarsvefni í miðborginni, annar þeirra í strætisvagni og hinn í strætóskýli. Báðir mennirnir voru vaktir og héldu þeir svo leiðar sinnar.

Þá var tilkynnt um eignaspjöll á fyrirtæki í Kópavogi á sjötta tímanum í morgun en rúða hafði verið brotin við inngang húsnæðisins. Skömmu eftir klukkan 8 var svo tilkynnt um innbrot og þjófnað í öðru fyrirtæki í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×