Tilvistarleg spennusaga Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 10:45 Mér finnst gaman þegar fólk sem les söguna heldur allt fram í miðja bók að þetta sé sjálfsævisaga, segir Guðmundur. Fréttablaðið/Þórsteinn Heimsendir er ný skáldsaga eftir Guðmund Steingrímsson. Þetta er önnur skáldsaga hans, sú fyrri, Áhrif mín á mannkynssöguna, kom út 2003. Það hafa því liðið fimmtán ár milli þessara tveggja bóka. Höfundurinn er fyrst spurður af hverju þessi tími hafi orðið svo langur. „Þetta er saga sem ég byrjaði á strax árið 2004 og lét gerast það ár og breytti því ekki þegar ég fór að ljúka við hana,“ segir Guðmundur. „Sagan lá lengi hjá mér og þegar ég fór á þing þá var hún lítið meira en skjal í tölvunni minni sem ég opnaði stundum. Svo kom að því að ég ákvað að klára hana og komst að því að tíminn hafði unnið með henni. Það var allt öðru vísi ferli að skrifa þessa skáldsögu en þá fyrri og tók miklu lengri tíma, en það varð líka að vera þannig. Ég verð ekki svona lengi að skrifa næstu bók. Þegar fyrsta skáldsagan mín fór í prentun 2003 þá var ég á nálum og var hjá forlaginu með lífið í lúkunum að gera breytingar á síðustu stundu. Lokabreytingar sem ég gerði á þessari skáldsögu tók ég síðan út, sem mér finnst benda til að hún hafi verið komin í ágætt jafnvægi. Mér finnst ég vera eins konar erindreki þessarar bókar, frekar en höfundur hennar. Það er eins og hún hafi skrifaði sig hægt og rólega í gegnum mig, öll þessi ár.“Viðureignin við leiðindinHvernig myndirðu lýsa umfjöllunarefni bókarinnar? „Hún fjallar um ungan blaðamann, Leif, sem árið 2004 ákveður að njóta lífsins með Unni, kærustu sinni, og fara til Bandaríkjanna. Þetta á að vera lífsnautnaferð þar sem á að elta drauminn en allt fer á annan veg. Bókin fjallar um drauminn, frelsið og viðureignina við leiðindin í lífinu. Tilveran finnst mér eilíft undrunarefni og maður endar alltaf einhvers staðar. Á dögunum var ég allt í einu kominn á seglbretti í Skerjafirði þar sem ég missti stjórn á brettinu og synti í land. Ég hló og hugsaði: Þegar ég vaknaði í morgun ætlaði ég ekki að vera hérna. Mér finnst þetta oft vera svona, í stóru jafnt sem smáu. Það er eins og tilveran taki mann í munninn, velti manni um og skyrpi manni svo út einhvers staðar. Núna er ég útgefandi útivistartímarits með Róberti Marshall á skrifstofu á Klapparstíg. Fyrir ekki svo löngu síðan var ég alþingismaður. Ég held að galdurinn við að lifa lífinu og njóta þess sé að taka hinni óvæntu hlið tilvistarinnar fagnandi og með ákveðinni aðlögunarhæfni. Í inngangskafla bókarinnar, sem ég skrifaði undir lokin, er aðalpersónan að reyna að átta sig á því hvað hún hefur skrifað. Alveg eins og ég sjálfur er ekki nákvæmlega viss um hvað bókin fjallar, þá er aðalpersónan það ekki heldur. Hún fjallar á einhvern hátt um frelsi og það að vera til og hvernig draumurinn getur falið í sér fallið. Þetta er tilvistarleg spennusaga. Bókin er fyrstu persónu frásögn og allt sem gerist þar eru hlutir sem ég hef séð eða heyrt af. Að því leyti er þetta stúdía í því hvað lífið getur verið ótrúlegt. Þetta er líka samtímaævintýri: Ungur maður fer út í heim og berst við dreka.“Aðalpersónan heitir Leifur Eiríksson, það er varla tilviljun? „Það er engin tilviljun. Leifur ætlaði til Grænlands að heimsækja pabba sinn en endaði með því að finna Ameríku og vissi ekki hvernig hann ætti að bregðast við því og fór þaðan.“ Raunverulegar tilfinningar Á bókarkápu er Leifi lýst sem rótlausum blaðamanni. Þú þekkir blaðamennsku af eigin raun, varstu rótlaus? „Það er óhætt að segja að ég hafi verið það á þeim tíma. Mér finnst gaman þegar fólk sem les söguna heldur allt fram í miðja bók að þetta sé sjálfsævisaga. Tilfinningarnar sem ég er að fjalla um og krauma þarna undir niðri eru allar raunverulegar og eiga sér stað í eigin sálarlífi. Á þann hátt er maður alltaf að fjalla um sjálfan sig. Karakterarnir eru svo sambland af einhverju úr veruleikanum. Sjálfum finnst mér ég þekkja þá og gæti allt eins átt von á að mæta þeim á förnum vegi.“Má flokka bókina sem skemmtisögu? „Hún er það, en ekki bara það. Nú eru að leka til mín vitnisburðir frá fólki sem hefur verið að lesa bókina. Mér finnst mjög gaman að heyra tvennt, að fólk hafi ekki getað lagt hana frá sér heldur lesið í einum rykk og þótt hún spennandi, og að það hlær upphátt. Ég vil skrifa skemmtilegar bækur.“ Stjórnmálamaður leysir morðgátuÞað er ólíklegt að þetta verði síðasta skáldsaga þín. Heldurðu að þú eigir eftir að skrifa skáldsögu sem þú byggir á reynslu þinni af stjórnmálum? „Ég er með hugmyndir að fjórum til fimm bókum sem mig langar mjög mikið til að skrifa. Eina bók langar mig til að skrifa um mig, reynslu mína af stjórnmálum og viðhorf mitt til þeirra. Skjalið „Bók um stjórnmál“ er til í tölvunni minni. Heimur stjórnmálanna er gríðarlega forvitnilegur og margir vilja alls ekki fara inn í hann. Stjórnmálin eru núna að ýmsu leyti á krossgötum og það er spennandi að skrifa um það. Svo er ég byrjaður á annarri bók sem á að fjalla um gamlan fyrrverandi stjórnmálamann, algjöran durt.“Á hann sér fyrirmynd? „Hann á sér margar fyrirmyndir, en mig langar til að finna fallega tóninn í honum. Þetta á að vera spennusaga og stjórnmálamaðurinn leysir morðgátu. Þetta gæti orðið næsta bók, ég er allavega byrjaður að skrifa hana.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Heimsendir er ný skáldsaga eftir Guðmund Steingrímsson. Þetta er önnur skáldsaga hans, sú fyrri, Áhrif mín á mannkynssöguna, kom út 2003. Það hafa því liðið fimmtán ár milli þessara tveggja bóka. Höfundurinn er fyrst spurður af hverju þessi tími hafi orðið svo langur. „Þetta er saga sem ég byrjaði á strax árið 2004 og lét gerast það ár og breytti því ekki þegar ég fór að ljúka við hana,“ segir Guðmundur. „Sagan lá lengi hjá mér og þegar ég fór á þing þá var hún lítið meira en skjal í tölvunni minni sem ég opnaði stundum. Svo kom að því að ég ákvað að klára hana og komst að því að tíminn hafði unnið með henni. Það var allt öðru vísi ferli að skrifa þessa skáldsögu en þá fyrri og tók miklu lengri tíma, en það varð líka að vera þannig. Ég verð ekki svona lengi að skrifa næstu bók. Þegar fyrsta skáldsagan mín fór í prentun 2003 þá var ég á nálum og var hjá forlaginu með lífið í lúkunum að gera breytingar á síðustu stundu. Lokabreytingar sem ég gerði á þessari skáldsögu tók ég síðan út, sem mér finnst benda til að hún hafi verið komin í ágætt jafnvægi. Mér finnst ég vera eins konar erindreki þessarar bókar, frekar en höfundur hennar. Það er eins og hún hafi skrifaði sig hægt og rólega í gegnum mig, öll þessi ár.“Viðureignin við leiðindinHvernig myndirðu lýsa umfjöllunarefni bókarinnar? „Hún fjallar um ungan blaðamann, Leif, sem árið 2004 ákveður að njóta lífsins með Unni, kærustu sinni, og fara til Bandaríkjanna. Þetta á að vera lífsnautnaferð þar sem á að elta drauminn en allt fer á annan veg. Bókin fjallar um drauminn, frelsið og viðureignina við leiðindin í lífinu. Tilveran finnst mér eilíft undrunarefni og maður endar alltaf einhvers staðar. Á dögunum var ég allt í einu kominn á seglbretti í Skerjafirði þar sem ég missti stjórn á brettinu og synti í land. Ég hló og hugsaði: Þegar ég vaknaði í morgun ætlaði ég ekki að vera hérna. Mér finnst þetta oft vera svona, í stóru jafnt sem smáu. Það er eins og tilveran taki mann í munninn, velti manni um og skyrpi manni svo út einhvers staðar. Núna er ég útgefandi útivistartímarits með Róberti Marshall á skrifstofu á Klapparstíg. Fyrir ekki svo löngu síðan var ég alþingismaður. Ég held að galdurinn við að lifa lífinu og njóta þess sé að taka hinni óvæntu hlið tilvistarinnar fagnandi og með ákveðinni aðlögunarhæfni. Í inngangskafla bókarinnar, sem ég skrifaði undir lokin, er aðalpersónan að reyna að átta sig á því hvað hún hefur skrifað. Alveg eins og ég sjálfur er ekki nákvæmlega viss um hvað bókin fjallar, þá er aðalpersónan það ekki heldur. Hún fjallar á einhvern hátt um frelsi og það að vera til og hvernig draumurinn getur falið í sér fallið. Þetta er tilvistarleg spennusaga. Bókin er fyrstu persónu frásögn og allt sem gerist þar eru hlutir sem ég hef séð eða heyrt af. Að því leyti er þetta stúdía í því hvað lífið getur verið ótrúlegt. Þetta er líka samtímaævintýri: Ungur maður fer út í heim og berst við dreka.“Aðalpersónan heitir Leifur Eiríksson, það er varla tilviljun? „Það er engin tilviljun. Leifur ætlaði til Grænlands að heimsækja pabba sinn en endaði með því að finna Ameríku og vissi ekki hvernig hann ætti að bregðast við því og fór þaðan.“ Raunverulegar tilfinningar Á bókarkápu er Leifi lýst sem rótlausum blaðamanni. Þú þekkir blaðamennsku af eigin raun, varstu rótlaus? „Það er óhætt að segja að ég hafi verið það á þeim tíma. Mér finnst gaman þegar fólk sem les söguna heldur allt fram í miðja bók að þetta sé sjálfsævisaga. Tilfinningarnar sem ég er að fjalla um og krauma þarna undir niðri eru allar raunverulegar og eiga sér stað í eigin sálarlífi. Á þann hátt er maður alltaf að fjalla um sjálfan sig. Karakterarnir eru svo sambland af einhverju úr veruleikanum. Sjálfum finnst mér ég þekkja þá og gæti allt eins átt von á að mæta þeim á förnum vegi.“Má flokka bókina sem skemmtisögu? „Hún er það, en ekki bara það. Nú eru að leka til mín vitnisburðir frá fólki sem hefur verið að lesa bókina. Mér finnst mjög gaman að heyra tvennt, að fólk hafi ekki getað lagt hana frá sér heldur lesið í einum rykk og þótt hún spennandi, og að það hlær upphátt. Ég vil skrifa skemmtilegar bækur.“ Stjórnmálamaður leysir morðgátuÞað er ólíklegt að þetta verði síðasta skáldsaga þín. Heldurðu að þú eigir eftir að skrifa skáldsögu sem þú byggir á reynslu þinni af stjórnmálum? „Ég er með hugmyndir að fjórum til fimm bókum sem mig langar mjög mikið til að skrifa. Eina bók langar mig til að skrifa um mig, reynslu mína af stjórnmálum og viðhorf mitt til þeirra. Skjalið „Bók um stjórnmál“ er til í tölvunni minni. Heimur stjórnmálanna er gríðarlega forvitnilegur og margir vilja alls ekki fara inn í hann. Stjórnmálin eru núna að ýmsu leyti á krossgötum og það er spennandi að skrifa um það. Svo er ég byrjaður á annarri bók sem á að fjalla um gamlan fyrrverandi stjórnmálamann, algjöran durt.“Á hann sér fyrirmynd? „Hann á sér margar fyrirmyndir, en mig langar til að finna fallega tóninn í honum. Þetta á að vera spennusaga og stjórnmálamaðurinn leysir morðgátu. Þetta gæti orðið næsta bók, ég er allavega byrjaður að skrifa hana.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira