Vilja 6ix9ine í fangelsi og á skrá yfir kynferðisafbrotamenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 21:07 Rappararnir 6ix9ine og Nicki Minaj í myndbandi við nýtt lag þeirra, FEFE. Minaj hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að vinna með 6ix9ine. Skjáskot/Youtube Rapparinn 6ix9ine á nú yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás og kynferðislega misnotkun á barni. Árið 2015 lýsti rapparinn, réttu nafni Daniel Hernandes, sig sekan um að hafa „notfært sér barn í kynferðislegu athæfi“ eftir að myndbönd, sem sýndu hann og fleiri menn brjóta kynferðislega á 13 ára stúlku, komust í dreifingu. Þá samþykkti hann að brjóta ekki af sér innan tveggja ára frá dómnum gegn því að verða ekki skráður sem kynferðisafbrotamaður. 6ix9ine hefur nú verið kærður fyrir líkamsárás en hann var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að hafa tekið ungling kverkataki í verslunarmiðstöð í Texas í janúar. Þá var hann einnig handtekinn í maí síðastliðnum fyrir að ráðast á lögreglumann og aka bíl án ökuréttinda. Saksóknari á Manhattan í New York-borg fer nú fram á að rapparinn verði dæmdur í allt að þriggja ára fangelsi. Þá er einnig farið fram á að hann verði settur á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bandaríkjunum, að því er BBC hefur upp úr gögnum málsins. 6ix9ine er 22 ára gamall og öðlaðist vinsældir árið 2017 með lagi sínu Gummo. Dæmt verður í máli hans þann 2. október næstkomandi. Just went to court. It was good. A post shared by FEFE OUT NOW (@6ix9ine) on Jul 16, 2018 at 10:59am PDT Tónlist Tengdar fréttir XXXTentacion: Stutt og stormasöm ævi lituð ofbeldishneigð og þunglyndi Ómögulegt er að aðskilja feril XXXTentacion og ofbeldisverkin sem hann er sakaður um að hafa framið, enda skein frægðarsól hans skærast samhliða ákæru sem gefin var út á hendur honum í október árið 2016. 20. júní 2018 10:15 Nicki Minaj vinnur með dæmdum barnaníðingi Rappararnir Nicki Minaj og 6ix9ine gáfu út lagið FEFE á dögunum. 6ix9ine er dæmdur barnaníðingur. 5. ágúst 2018 12:07 Rapparinn 6ix9ine handtekinn fyrir að taka ungling kverkataki Bandaríski rapparinn 6ix9ine var handekinn á JFK-flugvellinum í New York í gær. 12. júlí 2018 15:54 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira
Rapparinn 6ix9ine á nú yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi fyrir líkamsárás og kynferðislega misnotkun á barni. Árið 2015 lýsti rapparinn, réttu nafni Daniel Hernandes, sig sekan um að hafa „notfært sér barn í kynferðislegu athæfi“ eftir að myndbönd, sem sýndu hann og fleiri menn brjóta kynferðislega á 13 ára stúlku, komust í dreifingu. Þá samþykkti hann að brjóta ekki af sér innan tveggja ára frá dómnum gegn því að verða ekki skráður sem kynferðisafbrotamaður. 6ix9ine hefur nú verið kærður fyrir líkamsárás en hann var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að hafa tekið ungling kverkataki í verslunarmiðstöð í Texas í janúar. Þá var hann einnig handtekinn í maí síðastliðnum fyrir að ráðast á lögreglumann og aka bíl án ökuréttinda. Saksóknari á Manhattan í New York-borg fer nú fram á að rapparinn verði dæmdur í allt að þriggja ára fangelsi. Þá er einnig farið fram á að hann verði settur á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bandaríkjunum, að því er BBC hefur upp úr gögnum málsins. 6ix9ine er 22 ára gamall og öðlaðist vinsældir árið 2017 með lagi sínu Gummo. Dæmt verður í máli hans þann 2. október næstkomandi. Just went to court. It was good. A post shared by FEFE OUT NOW (@6ix9ine) on Jul 16, 2018 at 10:59am PDT
Tónlist Tengdar fréttir XXXTentacion: Stutt og stormasöm ævi lituð ofbeldishneigð og þunglyndi Ómögulegt er að aðskilja feril XXXTentacion og ofbeldisverkin sem hann er sakaður um að hafa framið, enda skein frægðarsól hans skærast samhliða ákæru sem gefin var út á hendur honum í október árið 2016. 20. júní 2018 10:15 Nicki Minaj vinnur með dæmdum barnaníðingi Rappararnir Nicki Minaj og 6ix9ine gáfu út lagið FEFE á dögunum. 6ix9ine er dæmdur barnaníðingur. 5. ágúst 2018 12:07 Rapparinn 6ix9ine handtekinn fyrir að taka ungling kverkataki Bandaríski rapparinn 6ix9ine var handekinn á JFK-flugvellinum í New York í gær. 12. júlí 2018 15:54 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Sjá meira
XXXTentacion: Stutt og stormasöm ævi lituð ofbeldishneigð og þunglyndi Ómögulegt er að aðskilja feril XXXTentacion og ofbeldisverkin sem hann er sakaður um að hafa framið, enda skein frægðarsól hans skærast samhliða ákæru sem gefin var út á hendur honum í október árið 2016. 20. júní 2018 10:15
Nicki Minaj vinnur með dæmdum barnaníðingi Rappararnir Nicki Minaj og 6ix9ine gáfu út lagið FEFE á dögunum. 6ix9ine er dæmdur barnaníðingur. 5. ágúst 2018 12:07
Rapparinn 6ix9ine handtekinn fyrir að taka ungling kverkataki Bandaríski rapparinn 6ix9ine var handekinn á JFK-flugvellinum í New York í gær. 12. júlí 2018 15:54