Sport

Valgarð varð áttundi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valgarð Reinhardsson.
Valgarð Reinhardsson. Vísir/Getty
Valgarð Reinhardsson varð áttundi í úrslitum í stökki á EM í fimleikum í Glasgow í dag. Valgarð var fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa í úrslitum í stökki.

Valgarð var með fimmta besta árangurinn af þeim átta sem komust í úrslitin í forkeppninni.

Hann þurfti að stíga út fyrir lendingardýnuna í lendingunni í fyrra stökkinu og fékk því 0,1 í frádrátt fyrir það. Annað stökkið heppnaðist heldur ekki alveg nógu vel og náði hann ekki að lenda á fótunum.

Heildareinkunn Valgarðs var 13,466 fyrir stökkin tvö.

Artur Dalaloyan frá Rússlandi sigraði keppnina með 14,900 stigum.

Þrátt fyrir möguleg vonbrigði hans með frammistöðuna er Valgarð áttundi besti stökkvarinn í Evrópu og getur verið stoltur með sinn árangur. Hann er aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til þess að keppa í úrslitum í fimleikum, aðeins Rúnar Alexandersson hefur náð því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×