Birgir Leifur og Axel fengu silfur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 16:52 Það rigndi í Skotlandi í dag Vísir/Getty Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson þurftu að sætta sig við silfur á EM í golfi sem fram fór á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi um helgiina. Axel og Birgir höfðu leikið framúrskarandi golf í mótinu til þessa, unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og undanúrslitin í morgun. Aðstæður í Skotlandi í dag voru hins vegar erfiðar. Það hellirigndi í allan dag og átti íslenska parið nokkuð erfitt uppdráttar. Andstæðingarnir í úrslitaleiknum voru Spánverjarnir Pedro Oriol og Scott Fernandez. Spánverjarnir unnu fyrstu holuna og voru með einnar holu forskot fram á fjórðu holu þegar íslensku strákarnir náðu að jafna og þeir komust yfir á 5. holu. Þeir spænsku jöfnuðu hins vegar strax aftur og unnu hverja holuna á fætur annari. Staðan var orðin þannig eftir níu holur að Spánverjarnir voru með þriggja holu forskot. Þegar á 16. teig var komið var staðan enn þannig að Spánverjarnir voru með þriggja holu forystu og því þurftu Íslendingarnir að vinna holuna til þess að leikur héldi áfram. Birgir Leifur náði því, púttaði vel fyrir fugli, og keppni hélt áfram Staðan var þó áfram þannig að strákarnir þurftu að vinna holurnar til þess að halda lífi í leiknum. Á 17. holunni, sem er par 3, datt upphafshöggið ekki nógu nálægt pinnanum á flötinni, Axel náði ekki að pútta fyrir fugli og Spánverjarnir komnir í kjörstöðu til þess að klára leikinn. Þeir misstu þó púttin sín og Birgir Leifur náði að halda lífi í leiknum. Bæði lið lentu í vandræðum á 18. holu og lentu í trjánum. Það var Íslendingunum til happs að þeir spænsku lentu á nærri nákvæmlega sama stað og því bæði lið í sömu stöðu. Birgir Leifur átti pútt fyrir fugli en náði því ekki og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin, Spánverjarnir hefðu þurft að þrípútta til þess að fara í bráðabana. Þeir settu púttið sitt fyrir fugli og náðu gullverðlaununum. Birgir Leifur og Axel fara þó heim með silfur og gull úr blönduðu liðakeppninni í gær og geta verið sáttir með sína frammistöðu á þessu fyrsta Evrópumóti atvinnukylfinga. Golf Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson þurftu að sætta sig við silfur á EM í golfi sem fram fór á Gleneagles golfsvæðinu í Skotlandi um helgiina. Axel og Birgir höfðu leikið framúrskarandi golf í mótinu til þessa, unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og undanúrslitin í morgun. Aðstæður í Skotlandi í dag voru hins vegar erfiðar. Það hellirigndi í allan dag og átti íslenska parið nokkuð erfitt uppdráttar. Andstæðingarnir í úrslitaleiknum voru Spánverjarnir Pedro Oriol og Scott Fernandez. Spánverjarnir unnu fyrstu holuna og voru með einnar holu forskot fram á fjórðu holu þegar íslensku strákarnir náðu að jafna og þeir komust yfir á 5. holu. Þeir spænsku jöfnuðu hins vegar strax aftur og unnu hverja holuna á fætur annari. Staðan var orðin þannig eftir níu holur að Spánverjarnir voru með þriggja holu forskot. Þegar á 16. teig var komið var staðan enn þannig að Spánverjarnir voru með þriggja holu forystu og því þurftu Íslendingarnir að vinna holuna til þess að leikur héldi áfram. Birgir Leifur náði því, púttaði vel fyrir fugli, og keppni hélt áfram Staðan var þó áfram þannig að strákarnir þurftu að vinna holurnar til þess að halda lífi í leiknum. Á 17. holunni, sem er par 3, datt upphafshöggið ekki nógu nálægt pinnanum á flötinni, Axel náði ekki að pútta fyrir fugli og Spánverjarnir komnir í kjörstöðu til þess að klára leikinn. Þeir misstu þó púttin sín og Birgir Leifur náði að halda lífi í leiknum. Bæði lið lentu í vandræðum á 18. holu og lentu í trjánum. Það var Íslendingunum til happs að þeir spænsku lentu á nærri nákvæmlega sama stað og því bæði lið í sömu stöðu. Birgir Leifur átti pútt fyrir fugli en náði því ekki og þar með voru úrslitin svo gott sem ráðin, Spánverjarnir hefðu þurft að þrípútta til þess að fara í bráðabana. Þeir settu púttið sitt fyrir fugli og náðu gullverðlaununum. Birgir Leifur og Axel fara þó heim með silfur og gull úr blönduðu liðakeppninni í gær og geta verið sáttir með sína frammistöðu á þessu fyrsta Evrópumóti atvinnukylfinga.
Golf Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira