Barcelona tryggði sér þá spænska ofurbikarinn eftir 2-1 sigur á Sevilla. Messi lagði upp sigurmarkið fyrir Ousmane Dembélé tólf mínútum fyrir leikslok en Sevilla menn komust í 1-0 eftir aðeins níu mínútur.
Þetta var 33. titill Lionel Messi með Barcelona og hann fór þar með upp fyrir Andrés Iniesta sem hafði unnið 32 titla eins og hann.
Andrés Iniesta hætti hjá Barcelona síðasta vor en á síðustu tímabilum höfðu þeir félagar náð í skottið á Xavi Hernández og farið vel framúr honum.
Leo #Messi
https://t.co/MZyJDShUEP
— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) August 13, 2018
Xavi Hernández vann á sínum tíma 25 titla með Barcelona og var einn á toppnum þegar hann hætti hjá félaginu vorið 2015.
Nú hafa fjórir menn komist upp fyrir hann því auk Messi og Iniesta hafa þeir Gerard Piqué og Sergio Busquets nú unnið fleiri titla en Xavi eða 28 hvor.
Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum í gær.
#SupercopaBarça
@3gerardpique (41')
@Dembouz (78') pic.twitter.com/8Vn3laV7ax
— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) August 13, 2018