Fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 12:00 Tiger Woods hafði ástæðu til að brosa í gær. Vísir/Getty Tiger Woods hoppar upp í 26. sæti á heimslistanum eftir árangur sinn á PGA-meistaramótinu í gær þar sem hann varð í öðru sæti. Gríðarlegur áhugi var á PGA-risamótinu í gær enda var Tiger Woods í baráttunni um sigurinn. Mikill fjöldi fylgdi honum hvert fótspor á vellinum og rosalega margir voru að skrifa um Tiger á samfélagsmiðlum á meðan lokahringnum stóð.Tiger Woods didn't win the #PGAChamp on Sunday, but it sure sounded like he did. Either way, he showed flashes of his former self over frenzied final round: https://t.co/80d7O1y5w8pic.twitter.com/20SR5V9WnQ — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Það er óhætt að segja að það fylgi því dálítið önnur stemmning þegar Tiger er með í baráttunni. Gríðarleg fagnaðrlæti voru þannig á vellinum eftir hvort gott högg. Þessi „Happy Gilmore“ stemmning er kannski það sem koma skal á næstunni. Flestir eru nefnilega sammála um það að Tiger Woods sé kominn aftur og það er mikið gleðiefni fyrir golfheiminn. Það var sérstaklega gaman að sjá hann fagna sínum bestu höggum þar sem leikgleðin skein úr augunum á honum.Tiger wins $1,188,000 for 2nd place PGA Championship finish, his first $1M on-course check in more than four years. — Darren Rovell (@darrenrovell) August 12, 2018 Tiger var tveimur höggum frá því að vinna sitt fimmtánda risamót á ferlinum en hefur sjaldan verið jafnánægður með annað sætið og einmitt núna. Annað sætið skilar honum upp í 26. sæti á heimslistanum. Tiger byrjaði árið í sæti 656 á heimslistanum og hefur því hækkað sig um 630 sæti á árinu sem er risastökk.Tiger starts the year at No. 656 in the world. Now up to No. 26 — Doug Ferguson (@dougferguson405) August 12, 2018 Tiger fékk 1.188.000 dollara í verðlaunafé eða tæpar 130 milljónir íslenska króna. Þetta er fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár. Golf Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Tiger Woods hoppar upp í 26. sæti á heimslistanum eftir árangur sinn á PGA-meistaramótinu í gær þar sem hann varð í öðru sæti. Gríðarlegur áhugi var á PGA-risamótinu í gær enda var Tiger Woods í baráttunni um sigurinn. Mikill fjöldi fylgdi honum hvert fótspor á vellinum og rosalega margir voru að skrifa um Tiger á samfélagsmiðlum á meðan lokahringnum stóð.Tiger Woods didn't win the #PGAChamp on Sunday, but it sure sounded like he did. Either way, he showed flashes of his former self over frenzied final round: https://t.co/80d7O1y5w8pic.twitter.com/20SR5V9WnQ — NY Daily News Sports (@NYDNSports) August 13, 2018 Það er óhætt að segja að það fylgi því dálítið önnur stemmning þegar Tiger er með í baráttunni. Gríðarleg fagnaðrlæti voru þannig á vellinum eftir hvort gott högg. Þessi „Happy Gilmore“ stemmning er kannski það sem koma skal á næstunni. Flestir eru nefnilega sammála um það að Tiger Woods sé kominn aftur og það er mikið gleðiefni fyrir golfheiminn. Það var sérstaklega gaman að sjá hann fagna sínum bestu höggum þar sem leikgleðin skein úr augunum á honum.Tiger wins $1,188,000 for 2nd place PGA Championship finish, his first $1M on-course check in more than four years. — Darren Rovell (@darrenrovell) August 12, 2018 Tiger var tveimur höggum frá því að vinna sitt fimmtánda risamót á ferlinum en hefur sjaldan verið jafnánægður með annað sætið og einmitt núna. Annað sætið skilar honum upp í 26. sæti á heimslistanum. Tiger byrjaði árið í sæti 656 á heimslistanum og hefur því hækkað sig um 630 sæti á árinu sem er risastökk.Tiger starts the year at No. 656 in the world. Now up to No. 26 — Doug Ferguson (@dougferguson405) August 12, 2018 Tiger fékk 1.188.000 dollara í verðlaunafé eða tæpar 130 milljónir íslenska króna. Þetta er fyrsta milljón dollara ávísun Tigers í meira en fjögur ár.
Golf Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira