Þorsteinn: Áhrif Tiger á golfið eins og áhrif Jordan á körfuboltann Anton Ingi Leifsson skrifar 13. ágúst 2018 19:30 Þorsteinn Hallgrímsson, golfspekingur, segir að áhrif Tiger Woods á golfið séu eins og áhrifin sem Michael Jordan hafði á körfuboltann. Woods endaði í öðru sætinu á síðasta risamóti ársins sem leikið var á Bellerive-vellinum í gær. Hann spilaði hringina fjóra á fjórtán undir pari en einungis Brook Koepka spilaði betur, eða á sextán undir. „Þetta þýðir að áhorfið mun aukast og áhuginn mun aukast. Ég held að fyrir okkur sem eru á kafinu í golfinu þá munum við fylgjast meira með,” sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Til dæmis á mótinu um helgina voru ótrúlega margir að fylgjast með og hreinlega halda með Tiger.” Á árinu hefur Tiger heldur betur klifrað upp töfluna á heimslistanum. Hann hefur farið upp um 630 sæti og situr nú í sæti 23 en hvaða áhrif hefur hann á golfið? „Hann hefur einhverja nærveru og hrífur fólkið með sér. Það sem hann gerir fyrir golfið er eins og Michael Jordan gerði fyrir körfuna. Það hrífast allir með og það er ekki hægt annað en að vilja fylgjast með honum. Alveg frábært.” „Tiger er 42 ára gamall. Hann er ekki aldargamall en hann sýnir það að ferillinn er langur ef menn halda sér í góðu formi. Hann er að gera það og hann á mikið eftir. Ég held að hann eigi eftir að vinna risamót.” Verður Tiger í Ryder-liði Bandaríkjanna en Ryderinn á er næsta leyti? „Já, ekki í nokkrum vafa. Hann er búinn að spila það vel að hann verður á National vellinum í Frakklandi. Ég bíð spenntur eftir að fylgjast með honum,” sagði Þorsteinn að lokum. Golf Tengdar fréttir Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð Brooks Koepka vann sinn annan risatitil sinn á árinu þegar hann sigraði PGA meistaramótið um helgina. 13. ágúst 2018 07:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Þorsteinn Hallgrímsson, golfspekingur, segir að áhrif Tiger Woods á golfið séu eins og áhrifin sem Michael Jordan hafði á körfuboltann. Woods endaði í öðru sætinu á síðasta risamóti ársins sem leikið var á Bellerive-vellinum í gær. Hann spilaði hringina fjóra á fjórtán undir pari en einungis Brook Koepka spilaði betur, eða á sextán undir. „Þetta þýðir að áhorfið mun aukast og áhuginn mun aukast. Ég held að fyrir okkur sem eru á kafinu í golfinu þá munum við fylgjast meira með,” sagði Þorsteinn í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Til dæmis á mótinu um helgina voru ótrúlega margir að fylgjast með og hreinlega halda með Tiger.” Á árinu hefur Tiger heldur betur klifrað upp töfluna á heimslistanum. Hann hefur farið upp um 630 sæti og situr nú í sæti 23 en hvaða áhrif hefur hann á golfið? „Hann hefur einhverja nærveru og hrífur fólkið með sér. Það sem hann gerir fyrir golfið er eins og Michael Jordan gerði fyrir körfuna. Það hrífast allir með og það er ekki hægt annað en að vilja fylgjast með honum. Alveg frábært.” „Tiger er 42 ára gamall. Hann er ekki aldargamall en hann sýnir það að ferillinn er langur ef menn halda sér í góðu formi. Hann er að gera það og hann á mikið eftir. Ég held að hann eigi eftir að vinna risamót.” Verður Tiger í Ryder-liði Bandaríkjanna en Ryderinn á er næsta leyti? „Já, ekki í nokkrum vafa. Hann er búinn að spila það vel að hann verður á National vellinum í Frakklandi. Ég bíð spenntur eftir að fylgjast með honum,” sagði Þorsteinn að lokum.
Golf Tengdar fréttir Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð Brooks Koepka vann sinn annan risatitil sinn á árinu þegar hann sigraði PGA meistaramótið um helgina. 13. ágúst 2018 07:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger annar þegar Koepka vann annað risamótið í röð Brooks Koepka vann sinn annan risatitil sinn á árinu þegar hann sigraði PGA meistaramótið um helgina. 13. ágúst 2018 07:30