Kaþólskir prestar brutu kynferðislega gegn þúsundum barna í Pennsylvaníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2018 08:00 Skýrslan náði yfir 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. Þetta gerðu þeir með því að fá þolendur til að kæra ekki brotin og með því að telja lögreglumenn á að rannsaka ekki slíkar kærur. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem kafaði ofan í kynferðisbrot af hálfu kirkjunnar manna í 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. Í inngangsorðum skýrslunnar segir að meira en þrjú hundruð prestar hafi verið sakaðir um slík brot og af skrám kirkjunnar mætti ráða að þolendur væru að minnsta kosti þúsund. Talið er að fjölmargir hafi aldrei stigið fram vegna ótta við kirkjunnar menn. Meirihluti brotaþola voru ungir drengir en einnig eru fjölmörg dæmi um að brotið hafi verið gegn stúlkum. Flest barnanna voru á táningsaldri þegar brotin áttu sér stað en oft kom þó fyrir að brotið var gegn börnum sem ekki höfðu náð kynþroska. Í skýrslunni er tekið dæmi af stúlku sem var nauðgað af presti þegar hún var að jafna sig á spítala eftir hálskirtlatöku. Þá er annað dæmi tekið af presti sem nauðgaði sautján ára stúlku sem varð þunguð eftir verknaðinn. Presturinn giftist stúlkunni, skildi síðan við hana og fékk að halda brauðinu. „Þrátt fyrir nokkra betrun hafa margir leiðtogar kirkjunnar komist hjá því að sæta ábyrgð vegna þessa. Prestar voru að nauðga drengjum og stúlkum og menn Guðs, sem báru ábyrgð á þeim, gerðu ekkert. Þeir földu allt saman. Áratugum saman,“ segir í skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Biskupar og aðrir háttsettir klerkar innan kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna hylmdu yfir kynferðisbrot yfir hundrað presta á síðustu sjötíu árum. Þetta gerðu þeir með því að fá þolendur til að kæra ekki brotin og með því að telja lögreglumenn á að rannsaka ekki slíkar kærur. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu sem kafaði ofan í kynferðisbrot af hálfu kirkjunnar manna í 54 af 67 sýslum Pennsylvaníu. Í inngangsorðum skýrslunnar segir að meira en þrjú hundruð prestar hafi verið sakaðir um slík brot og af skrám kirkjunnar mætti ráða að þolendur væru að minnsta kosti þúsund. Talið er að fjölmargir hafi aldrei stigið fram vegna ótta við kirkjunnar menn. Meirihluti brotaþola voru ungir drengir en einnig eru fjölmörg dæmi um að brotið hafi verið gegn stúlkum. Flest barnanna voru á táningsaldri þegar brotin áttu sér stað en oft kom þó fyrir að brotið var gegn börnum sem ekki höfðu náð kynþroska. Í skýrslunni er tekið dæmi af stúlku sem var nauðgað af presti þegar hún var að jafna sig á spítala eftir hálskirtlatöku. Þá er annað dæmi tekið af presti sem nauðgaði sautján ára stúlku sem varð þunguð eftir verknaðinn. Presturinn giftist stúlkunni, skildi síðan við hana og fékk að halda brauðinu. „Þrátt fyrir nokkra betrun hafa margir leiðtogar kirkjunnar komist hjá því að sæta ábyrgð vegna þessa. Prestar voru að nauðga drengjum og stúlkum og menn Guðs, sem báru ábyrgð á þeim, gerðu ekkert. Þeir földu allt saman. Áratugum saman,“ segir í skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“