Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2018 12:24 Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sömuleiðis hafa efasemdir um að hagsmunir Íslendinga af nýtingu hvala séu „eins miklir og stundum er haldið fram“. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. „Ráðherra telur rétt að staldrað verði við, hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin og málið skoðað heildstætt út frá umhverfissjónarmiðum sem og út frá samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum,“ segir í svarinu.Þorgerður Katrín beindi svipaðri spurningu að Kristjáni Þóri Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrr í sumar. Þar sagði Kristján að stefna Íslands í hvalveiðimálum byggði á því að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti, líkt og aðrar auðlindir hafsins. Það byggi á sjálfbærri nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svari Kristjáns frá því í júní.Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir í samtali við Mbl í dag að enginn vafi leiki á því að hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Kvótar séu mjög varfærnislega ákvarðaðir og að baki liggi mikil úttektarvinna hjá vísindanefnd alþjóðahvalveiðiráðsins og vísindanefnd Norður-Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins. Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025.„Í skýrslu vísindanefndar NAMMCO frá haustinu 2017, sem byggir á úttekt alþjóða hvalveiðiráðsins, er lagt til að árlegar veiðar á hrefnu nemi að hámarki 217 dýrum á tímabilinu 2018-2025. Byggir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Hvalveiðar Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segist sömuleiðis hafa efasemdir um að hagsmunir Íslendinga af nýtingu hvala séu „eins miklir og stundum er haldið fram“. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar. „Ráðherra telur rétt að staldrað verði við, hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin og málið skoðað heildstætt út frá umhverfissjónarmiðum sem og út frá samfélagslegum og efnahagslegum sjónarmiðum,“ segir í svarinu.Þorgerður Katrín beindi svipaðri spurningu að Kristjáni Þóri Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrr í sumar. Þar sagði Kristján að stefna Íslands í hvalveiðimálum byggði á því að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti, líkt og aðrar auðlindir hafsins. Það byggi á sjálfbærri nýtingu á grunni vísindalegrar ráðgjafar. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr,“ segir í svari Kristjáns frá því í júní.Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir í samtali við Mbl í dag að enginn vafi leiki á því að hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Kvótar séu mjög varfærnislega ákvarðaðir og að baki liggi mikil úttektarvinna hjá vísindanefnd alþjóðahvalveiðiráðsins og vísindanefnd Norður-Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins. Þann 13. apríl lagði Hafrannsóknastofnunin til að ekki yrðu veiddar fleiri en 217 hrefnur á ári hverju á tímabilinu 2018 til 2025.„Í skýrslu vísindanefndar NAMMCO frá haustinu 2017, sem byggir á úttekt alþjóða hvalveiðiráðsins, er lagt til að árlegar veiðar á hrefnu nemi að hámarki 217 dýrum á tímabilinu 2018-2025. Byggir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar á þeirri vinnu,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.
Hvalveiðar Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?