Stundum með páfagauk á hausnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 10:00 Valtýr og Egill nota hvert tækifæri sem þeir geta til að leika sér með bolta, enda stefna báðir í fótboltann þegar þeir verða stórir. Fréttablaðið/Eyþór Valtýr og Egill eru ellefu ára og þeir eru bekkjarfélagar í Laugarnesskóla.Hafið þið verið vinir lengi? Já, við kynntumst þegar við vorum 0 ára, þá áttum við heima í sama húsi og mömmur okkar eru vinkonur. Nú eiga drengirnir heima mun lengra hvor frá öðrum en það aftrar þeim ekki frá því að hittast oft. Enda eiga báðir hjól og eru miklir íþróttastrákar.Egill: Fótbolti er aðaláhugamálið okkar. Við erum í Þrótti.Valtýr: Svo æfum við báðir körfubolta. Ég var í fimleikum líka en hætti í þeim.Egill: Við höfum alveg prófað fleiri íþróttir. Ég hef prófað frjálsar og klifur og líka badminton. Ég held ég hafi prófað flest nema skylmingar.“Hafið þið gert eitthvað sniðugt í sumarfríinu annað en að vera í fótbolta?Egill: Ég var í Barcelona í þrjár vikur. Það var fínt en rosalega heitt. Ég kom heim 9. ágúst.Valtýr: Og ég fór til Danmerkur. Það var líka heitt þar. Ég fór í Tívolí, það var rosa gaman. Mig svimaði samt svolítið og varð flökurt þegar ég fór í fallturninn, ég er nefnilega pínu lofthræddur. Ég var líka í Vatnaskógi í sumar í eina viku. Það var gaman.Egill: Já, við vorum saman í Vatnaskógi fyrir einu ári. Svo höfum við líka farið saman til útlanda með fjölskyldum okkar. Þá vorum við á Krít.Eigið þið einhver dýr?Valtýr: Ég á páfagauk. Hann heitir Snjókorn og er blár með doppum. Hann er skemmtilegur en bítur fast. Einu sinni beit hann mig til blóðs. Hann labbar stundum á hausnum á mér og einu sinni skeit hann þar.Egill: Já, ég á hund. Hann heitir Trölli en er samt enginn risi. Við áttum tvo hunda en það var bara of mikið vesen. Ég sé oft um að gefa Trölla en ég fer ekki eins oft með hann út eins og ég fór með hinn hundinn. Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Egill: Fótboltamaður og fótboltaþjálfari.Valtýr: Fótboltamaður og vísindamaður. Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Valtýr og Egill eru ellefu ára og þeir eru bekkjarfélagar í Laugarnesskóla.Hafið þið verið vinir lengi? Já, við kynntumst þegar við vorum 0 ára, þá áttum við heima í sama húsi og mömmur okkar eru vinkonur. Nú eiga drengirnir heima mun lengra hvor frá öðrum en það aftrar þeim ekki frá því að hittast oft. Enda eiga báðir hjól og eru miklir íþróttastrákar.Egill: Fótbolti er aðaláhugamálið okkar. Við erum í Þrótti.Valtýr: Svo æfum við báðir körfubolta. Ég var í fimleikum líka en hætti í þeim.Egill: Við höfum alveg prófað fleiri íþróttir. Ég hef prófað frjálsar og klifur og líka badminton. Ég held ég hafi prófað flest nema skylmingar.“Hafið þið gert eitthvað sniðugt í sumarfríinu annað en að vera í fótbolta?Egill: Ég var í Barcelona í þrjár vikur. Það var fínt en rosalega heitt. Ég kom heim 9. ágúst.Valtýr: Og ég fór til Danmerkur. Það var líka heitt þar. Ég fór í Tívolí, það var rosa gaman. Mig svimaði samt svolítið og varð flökurt þegar ég fór í fallturninn, ég er nefnilega pínu lofthræddur. Ég var líka í Vatnaskógi í sumar í eina viku. Það var gaman.Egill: Já, við vorum saman í Vatnaskógi fyrir einu ári. Svo höfum við líka farið saman til útlanda með fjölskyldum okkar. Þá vorum við á Krít.Eigið þið einhver dýr?Valtýr: Ég á páfagauk. Hann heitir Snjókorn og er blár með doppum. Hann er skemmtilegur en bítur fast. Einu sinni beit hann mig til blóðs. Hann labbar stundum á hausnum á mér og einu sinni skeit hann þar.Egill: Já, ég á hund. Hann heitir Trölli en er samt enginn risi. Við áttum tvo hunda en það var bara of mikið vesen. Ég sé oft um að gefa Trölla en ég fer ekki eins oft með hann út eins og ég fór með hinn hundinn. Hvað langar ykkur að verða þegar þið verðið stórir?Egill: Fótboltamaður og fótboltaþjálfari.Valtýr: Fótboltamaður og vísindamaður.
Birtist í Fréttablaðinu Krakkar Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira