Stefnt á að hefja framkvæmdir við nýjan miðbæ á Selfossi í næsta mánuði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 15:22 Selfoss. Fréttablaðið/Eyþór Mikill meirihluti íbúa í Árborg kaus í gær með tillögum bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Framkvæmdin og kosningin hefur þótt umdeild en framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem ætlar að byggja um miðbæinn segir framkvæmdir hefjast í næsta mánuði. Kjörsókn í íbúakosningunni í Árborg var afar góð eða 54,89%. Á kjörskrá voru 6631 og af þeim kusu 3640. Niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir bæjarstjórn sem hafði gefið það upp að ef kjörsókn yrði meiri en 29% myndi ákvörðun íbúa sveitarfélagsins ráða framhaldinu. Kosið var um tillögur bæjarstjórnar að breyttu aðal- og deiliskipulagi í miðbæ Selfoss en afar metnaðarfullar tillögur eru að uppbyggingu miðbæjarins. Tólf hús verða byggð í fyrsta áfanga eða tæplega 4600 fm og hefur meirihluta þeirra þegar verið ráðstafað til fyrirtækja. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, sem mun standa að uppbyggingunni er feginn að geta loksins hafist handa. „Við náttúruega fyrst og fremst ánægðir að það sé kominn niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli og mikilvægt að hún hafi verið með jafn afgerandi hætti og raun bar uppi. Ég held nú að það sé mikilvægt og þó svo að sumri hafi kosið gegn þessu útaf svona einstökum atriðum í deiliskipulaginu held ég að það sé mikilvægt núna að hrista samfélagið saman og fagna því að það séu að koma framkvæmdir á þetta svæði. Það vilja allir nýjan miðbæ. Leó segist stefna að því að hefja framkvæmdir strax í næsta mánuði. „Næst gerist það að við leggjum fram teikningar til byggingarnefndar og fáum byggingarleyfi og hefjumst handa fljótlega, væntanlega bara í september.“ Þróunarfélagið stefnir að því að fyrsti áfangi verkefnisins verði opnar um páskana 2020 „Við stefnum að því að hefja seinni áfanga á næsta ár iog hann taki í byggingu tvö og hálft ár.“ Áætlaður kostnaður við fyrsta hluta framkvæmdanna er tæplega einn og hálfur milljarður en hluthafa hafa lagt fram tæplega sex hundruð milljónir í hlutafé. Samkvæmt upplýsingum liggur fjármögnun fyrri áfanga fyrir og mun fjármögnun síðari áfanga klárast þegar framkvæmdir á þeim fyrri eru hafnar. Aðspurðir hvort að það séu einhverjir óvissuþættir í framkvæmdunum svarar Leó: „Það eru náttúruilega alltaf óvissuþættir í allri uppbyggingu af þessari stærðargráðu en við munum einfaldlega bara halda okkar striki, byrja á fyrsta áfanga núna á þessu og þeim næsta seint á næsta ári. Auðvitað koma upp vandamál en við leysum þau.“ Tengdar fréttir Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15 Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Mikill meirihluti íbúa í Árborg kaus í gær með tillögum bæjarstjórnar um breytt aðal- og deiliskipulag í miðbæ Selfoss. Framkvæmdin og kosningin hefur þótt umdeild en framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem ætlar að byggja um miðbæinn segir framkvæmdir hefjast í næsta mánuði. Kjörsókn í íbúakosningunni í Árborg var afar góð eða 54,89%. Á kjörskrá voru 6631 og af þeim kusu 3640. Niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir bæjarstjórn sem hafði gefið það upp að ef kjörsókn yrði meiri en 29% myndi ákvörðun íbúa sveitarfélagsins ráða framhaldinu. Kosið var um tillögur bæjarstjórnar að breyttu aðal- og deiliskipulagi í miðbæ Selfoss en afar metnaðarfullar tillögur eru að uppbyggingu miðbæjarins. Tólf hús verða byggð í fyrsta áfanga eða tæplega 4600 fm og hefur meirihluta þeirra þegar verið ráðstafað til fyrirtækja. Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags, sem mun standa að uppbyggingunni er feginn að geta loksins hafist handa. „Við náttúruega fyrst og fremst ánægðir að það sé kominn niðurstaða, þetta er búið að vera langt ferli og mikilvægt að hún hafi verið með jafn afgerandi hætti og raun bar uppi. Ég held nú að það sé mikilvægt og þó svo að sumri hafi kosið gegn þessu útaf svona einstökum atriðum í deiliskipulaginu held ég að það sé mikilvægt núna að hrista samfélagið saman og fagna því að það séu að koma framkvæmdir á þetta svæði. Það vilja allir nýjan miðbæ. Leó segist stefna að því að hefja framkvæmdir strax í næsta mánuði. „Næst gerist það að við leggjum fram teikningar til byggingarnefndar og fáum byggingarleyfi og hefjumst handa fljótlega, væntanlega bara í september.“ Þróunarfélagið stefnir að því að fyrsti áfangi verkefnisins verði opnar um páskana 2020 „Við stefnum að því að hefja seinni áfanga á næsta ár iog hann taki í byggingu tvö og hálft ár.“ Áætlaður kostnaður við fyrsta hluta framkvæmdanna er tæplega einn og hálfur milljarður en hluthafa hafa lagt fram tæplega sex hundruð milljónir í hlutafé. Samkvæmt upplýsingum liggur fjármögnun fyrri áfanga fyrir og mun fjármögnun síðari áfanga klárast þegar framkvæmdir á þeim fyrri eru hafnar. Aðspurðir hvort að það séu einhverjir óvissuþættir í framkvæmdunum svarar Leó: „Það eru náttúruilega alltaf óvissuþættir í allri uppbyggingu af þessari stærðargráðu en við munum einfaldlega bara halda okkar striki, byrja á fyrsta áfanga núna á þessu og þeim næsta seint á næsta ári. Auðvitað koma upp vandamál en við leysum þau.“
Tengdar fréttir Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12 Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15 Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. 18. ágúst 2018 12:12
Báðar tillögur samþykktar í Árborg Tillögur um breytingar á deiliskipulagi á Selfossi voru í dag samþykktar í íbúakosningu í Árborg 18. ágúst 2018 22:15
Fyrstu tölur úr Árborg afgerandi Fyrstu tölur úr Árborg eru á þá leið að mestar líkur eru á að tillögur verði samþykktar. 18. ágúst 2018 21:16