Tesla greinir frá mesta tapi á einum ársfjórðungi Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 21:21 Tesla hefur átt í basli við að ná markmiðum um framleiðslu á Model 3-bifreiðinni. Vísir/Getty Rafbílaframleiðandinn Tesla tapaði 717 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs þegar fyrirtækið kepptist við að ná framleiðslumarkmiðum sínum. Þetta er mesta tap fyrirtækisins á einum ársfjórðungi til þessa. Elon Musk, stofnandi Tesla, lagði allt kapp á að fyrirtækið næði markmiði sínu um að framleiða 5.000 eintök af Model 3-bifreiðinni í sumar. CNN-fréttastöðin segir að Tesla hafi brennt í gegnum 430 milljónir dollara af lausafé sínu á meðan á átakinu stóð. Engu að síður eigi Tesla 2,2 milljarða dollara enn í hirslum sínum, umtalsvert meira en fjárfestar og greinendur höfðu óttast. Ýmislegt hefur gengið á hjá Tesla. Fyrirtækið hefur átt erfitt með að ná framleiðslumarkmiðum sínum og fylla pantanir. Þá hefur Musk sjálfur vakið neikvæða athygli með árásum á fjölmiðla og furðulegri uppákomu þar sem hann kallaði breskan kafara barnaníðing í tengslum við björgun ungra knattspyrnudrengja í Taílandi. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að eftirspurn eftir bifreiðum Tesla sé enn mikil og fyrirtækið stefni að því að framleiða allt að 55.000 Model 3-bifreiðar á þessum ársfjórðungi. Stefnan sé tekin á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári. Tesla Tengdar fréttir Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Þrátt fyrir áfangann er óljóst hvort að fyrirtækið geti haldið dampi í framleiðslu á Model 3. 2. júlí 2018 09:59 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum Milljarðamæringurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Hann er margsaga um ástæðurnar og samhengið. 15. júlí 2018 11:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rafbílaframleiðandinn Tesla tapaði 717 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs þegar fyrirtækið kepptist við að ná framleiðslumarkmiðum sínum. Þetta er mesta tap fyrirtækisins á einum ársfjórðungi til þessa. Elon Musk, stofnandi Tesla, lagði allt kapp á að fyrirtækið næði markmiði sínu um að framleiða 5.000 eintök af Model 3-bifreiðinni í sumar. CNN-fréttastöðin segir að Tesla hafi brennt í gegnum 430 milljónir dollara af lausafé sínu á meðan á átakinu stóð. Engu að síður eigi Tesla 2,2 milljarða dollara enn í hirslum sínum, umtalsvert meira en fjárfestar og greinendur höfðu óttast. Ýmislegt hefur gengið á hjá Tesla. Fyrirtækið hefur átt erfitt með að ná framleiðslumarkmiðum sínum og fylla pantanir. Þá hefur Musk sjálfur vakið neikvæða athygli með árásum á fjölmiðla og furðulegri uppákomu þar sem hann kallaði breskan kafara barnaníðing í tengslum við björgun ungra knattspyrnudrengja í Taílandi. Í frétt Reuters-fréttastofunnar kemur fram að eftirspurn eftir bifreiðum Tesla sé enn mikil og fyrirtækið stefni að því að framleiða allt að 55.000 Model 3-bifreiðar á þessum ársfjórðungi. Stefnan sé tekin á að fyrirtækið verði arðbært á þessu ári.
Tesla Tengdar fréttir Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Þrátt fyrir áfangann er óljóst hvort að fyrirtækið geti haldið dampi í framleiðslu á Model 3. 2. júlí 2018 09:59 Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36 Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum Milljarðamæringurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Hann er margsaga um ástæðurnar og samhengið. 15. júlí 2018 11:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Þrátt fyrir áfangann er óljóst hvort að fyrirtækið geti haldið dampi í framleiðslu á Model 3. 2. júlí 2018 09:59
Skrifar barnaníðingsummælin á bræðiskast Tæknitröllið Elon Musk hefur beðið breska kafarann Vern Unsworth afsökunar. 18. júlí 2018 07:36
Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum Milljarðamæringurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Hann er margsaga um ástæðurnar og samhengið. 15. júlí 2018 11:00