„Þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þessum tímapunkti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 13:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir Mynd/ITU Aquathlon World Championships Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur sett stefnuna á Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 og er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir leikanna. Guðlaug Edda fékk styrkinn í júní og strax í næsta mánuði á eftir sýndi hún styrk sinn með því að vinna tvíþrautarkeppnina á Aquathon World Championship. Sigur hennar er enn merkilegri fyrir þær sakir að hún féll illa í keppni í byrjun sumar og fékk þá heilahristing. Guðlaug Edda fer yfir sumarið til þessa í pistli inn á bloggsíðu sinni og skrifar um sína upplifun af því að fá heilahristing á miðju tímabili. „Eins og líklega flest ykkar vita sem með mér fylgjast þá lenti ég í slysi í Leeds á fyrstu kílómetrum hjólsins. Tvær konur fóru niður fyrir framan mig og ég hafði ekki annarra kosta en að nauðhemla og flaug af hjólinu. Ég lenti mjög illa en höggið við fallið kom næstum allt aftan á hnakkann minn sem olli því að ég fékk heilahristing. Ég var ótrúlega heppinn að hafa ekki slasast meira. Ég braut líka hjólið mitt. Mánuðurinn eftir Leeds var virkilega erfiður,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það reyndi mjög mikið á hana andlega að detta svona út á tíma þegar hún ætlaði að vera á fullu að keppa. „Ég er búin að vera að reyna að vinna í andlegum þáttum í keppnum í ár og var loksins byrjuð að sjá árangur þegar slysið í Leeds gerðist. Það setti mig aftur og ég strögglaði mikið fyrstu vikurnar eftir slysið. Ekki hjálpaði að ég gat ekkert gert út af heilahristingnum heldur en að liggja uppi í rúmi og reyna að slaka á. Ég átti erfitt með allt ljós, hávaða, tölvur, síma, að halda uppi samræðum og svo framvegis vegna heilahristingsins. Mest af öllu langaði mig að liggja uppí rúmi og undir sæng allan daginn og sofa. Mér leið illa og kenndi mér sjálfri um hvernig fór (þrátt fyrir að ég viti vel að ég hefði ekkert getað gert annað í þessum aðstæðum),“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda komst hinsvegar í gegnum þetta og hún ætlar að læra af þessari erfiðu reynslu sinni. „Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þeim tímapunkti sem það átti sér stað. Ég fékk tækifæri til að vinna enn betur í sjálfri mér andlega og ég er viss um að það hefur ekki bara gert mig sterkari, heldur líka að betri manneskju. Ég er líka ótrúlega þakklát öllum þeim sem hjálpuðu mér í kjölfar heilahristingsins, kærastanum, fjölskyldunni, vinunum, læknunum, sjúkraþjálfaranum mínum og þjálfaranum og öðrum sem lögðu hönd á plóg,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún kom líka sterk til baka. Þremur vikum eftir slysið tók hún þátt í keppni og fimm dögum síðar varð hún heimsmeistari á Aquathon World Championship. „Því lauk minni fyrstu heimsmeistarakeppni með sigri sem er auðvitað alveg frábært, en mig langar ekki að einblína of mikið á sæti eða titla heldur frekar að eiga góðar keppnir sem ég sjálf get verið stolt af sama hvar ég enda (erfiðara að fylgja þessu eftir en að skrifa það en ég er svo sannarlega að reyna!). Það er svo ótrúlega mikið af atvikum sem geta komið upp í draft-legal keppnum sem geta gert útaf við keppnina hvað varðar sæti, en eitt er aldrei tekið af manni og það er manns eigið viðhorf og hvernig maður bregst við í slíkum aðstæðum. Það er það sem skilgreinir karaktera,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má lesa allan pistil hennar með því að smella hér. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur sett stefnuna á Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 og er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir leikanna. Guðlaug Edda fékk styrkinn í júní og strax í næsta mánuði á eftir sýndi hún styrk sinn með því að vinna tvíþrautarkeppnina á Aquathon World Championship. Sigur hennar er enn merkilegri fyrir þær sakir að hún féll illa í keppni í byrjun sumar og fékk þá heilahristing. Guðlaug Edda fer yfir sumarið til þessa í pistli inn á bloggsíðu sinni og skrifar um sína upplifun af því að fá heilahristing á miðju tímabili. „Eins og líklega flest ykkar vita sem með mér fylgjast þá lenti ég í slysi í Leeds á fyrstu kílómetrum hjólsins. Tvær konur fóru niður fyrir framan mig og ég hafði ekki annarra kosta en að nauðhemla og flaug af hjólinu. Ég lenti mjög illa en höggið við fallið kom næstum allt aftan á hnakkann minn sem olli því að ég fékk heilahristing. Ég var ótrúlega heppinn að hafa ekki slasast meira. Ég braut líka hjólið mitt. Mánuðurinn eftir Leeds var virkilega erfiður,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það reyndi mjög mikið á hana andlega að detta svona út á tíma þegar hún ætlaði að vera á fullu að keppa. „Ég er búin að vera að reyna að vinna í andlegum þáttum í keppnum í ár og var loksins byrjuð að sjá árangur þegar slysið í Leeds gerðist. Það setti mig aftur og ég strögglaði mikið fyrstu vikurnar eftir slysið. Ekki hjálpaði að ég gat ekkert gert út af heilahristingnum heldur en að liggja uppi í rúmi og reyna að slaka á. Ég átti erfitt með allt ljós, hávaða, tölvur, síma, að halda uppi samræðum og svo framvegis vegna heilahristingsins. Mest af öllu langaði mig að liggja uppí rúmi og undir sæng allan daginn og sofa. Mér leið illa og kenndi mér sjálfri um hvernig fór (þrátt fyrir að ég viti vel að ég hefði ekkert getað gert annað í þessum aðstæðum),“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda komst hinsvegar í gegnum þetta og hún ætlar að læra af þessari erfiðu reynslu sinni. „Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þeim tímapunkti sem það átti sér stað. Ég fékk tækifæri til að vinna enn betur í sjálfri mér andlega og ég er viss um að það hefur ekki bara gert mig sterkari, heldur líka að betri manneskju. Ég er líka ótrúlega þakklát öllum þeim sem hjálpuðu mér í kjölfar heilahristingsins, kærastanum, fjölskyldunni, vinunum, læknunum, sjúkraþjálfaranum mínum og þjálfaranum og öðrum sem lögðu hönd á plóg,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún kom líka sterk til baka. Þremur vikum eftir slysið tók hún þátt í keppni og fimm dögum síðar varð hún heimsmeistari á Aquathon World Championship. „Því lauk minni fyrstu heimsmeistarakeppni með sigri sem er auðvitað alveg frábært, en mig langar ekki að einblína of mikið á sæti eða titla heldur frekar að eiga góðar keppnir sem ég sjálf get verið stolt af sama hvar ég enda (erfiðara að fylgja þessu eftir en að skrifa það en ég er svo sannarlega að reyna!). Það er svo ótrúlega mikið af atvikum sem geta komið upp í draft-legal keppnum sem geta gert útaf við keppnina hvað varðar sæti, en eitt er aldrei tekið af manni og það er manns eigið viðhorf og hvernig maður bregst við í slíkum aðstæðum. Það er það sem skilgreinir karaktera,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má lesa allan pistil hennar með því að smella hér.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti