Stefnir í fínasta tölvuleikjahaust Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2018 10:30 Samsett Nú þegar sumrinu fer að ljúka er þörf að huga að því hvort ekki sé réttast að eiga nokkra frídaga inni fyrir haustið. Það verður nefnilega nóg um tölvuleiki til að spila á næstu mánuðum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir leiki sem koma út í haust og í vetur, fram að áramótum.Madden 19 Kemur út 10. ágúst - PS4, XB1 og PC Vinsældir amerísks fótbolta virðast aukast jafnt og þétt hér á landi. Fyrir þá fáu sem vita ekki hvað Madden er, er ef til vill best að lýsa leikjunum sem FIFA amerísks fótbolta. Ef þú veist ekki heldur hvað FIFA er; af hverju í ósköpunum ert þú þá að lesa þetta?World of Warcraft: Battle for Azeroth Kemur út 14. ágúst - PC Sjöundi aukapakkinn fyrir World of Warcraft, fjölspilunarleikinn sívinsæla, kemur út þann þrettánda ágúst næstkomandi. Aukapakkinn nefnist Battle for Azeroth og snýst einmitt um það. Orrustur stórveldanna tveggja í söguheiminum Azeroth, Horde gegn Alliance. Eftir að hafa snúið bökum saman gegn sameiginlegum óvini sem vildi tortíma Azeroth í síðasta aukapakka, Legion, munu hetjur Horde og Alliance nú mætast á vígvellinum.NBA Live 19 Kemur út 7. september - PS4 og XB1 NBA Live leikirnir hafa undanfarin ár setið á hakanum fyrir NBA 2K leikjunum. Kannski verður breyting nú á þetta árið.NBA 2K19 Kemur út 7. september - PS4, XB1, PC og NS Margir þeirra sem spiluðu NBA 2K18 voru ósáttir við ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega hvað framleiðendur hans voru sífellt að reyna að selja spilurum hluti í leiknum.Spider-ManKemur út 7. september - PS4Peter Parker er mættur enn eina ferðina aftur og að þessu sinni með leik í framleiðslu Insomniac. Fyrirtækið segir þetta ekki vera sama Spider-Man og við séum vön og að þessi hafi mikla reynslu, þó hann sé bara 23 ára, af því að berjast gegn glæpum í New York. Hann er þó eitthvað orðinn þreyttur og vill eiga sér líf sem Peter Parker einnig.Shadow of the Tomb RaiderKemur út 14. september - PS4, XB1 og PC Lara Croft er mætt í frumskóginn í enn einni fjársjóðsleitinni. Ef eitthvað er að marka stiklu leiksins, þá er hún brjálæðislega hörð. Jafnvel of hörð. Hún ætti kannski að finna sér einhvern til að tala við.FIFA 19Kemur út 28. september - PS4, XB1, PC og NS Það er kannski best að lýsa FIFA leikjunum sem nokkurs konar Madden hefðbundins fótbolta.Assassin‘s Creed OdysseyKemur út 5. október - PS4, XB1 og PC Í síðasta Assassin‘s Creed leik myrtu spilarar haug af fólki (og dýrum) í Egyptalandi til forna og nú er röðin komin að Grikklandi. Spartverjar eru í aðalhlutverki og það er eins gott að það verði hægt að sparka Persum ofan í brunna.Call of Duty: Black Ops 4Kemur út 12. október - PS4, XB1 og PC Það verður engin einspilun í næsta Call of Duty leiknum. Activision ákváðu að einblína á fjölspilunina og uppvakninga, þar sem vinir geta leikið sér saman við það skjóta þá niður. Framtíðartækni ræður ríkjum í þessum Call of Duty leik.Battlefield VKemur út 16. október - PS4, XB1 og PC Nýjasti Battlefield leikurinn varð orðinn umdeildur löngu áður en hann kom út vegna þess að framleiðendur hans, Dice, ætla að leyfa fólki að spila fjölspilunarleik sem stelpur. Strákar voru ekki að taka vel í það, einhverra hluta vegna. Burt séð frá þessum, heimskulega, stormi í vatnsglasi þá lítur Battlefield V vel út.Red Dead Redemption 2Kemur út 26. október - PS4 og XB1 Framleiðendur Grand Theft Auto leikjanna munu í haust gefa út leikinn Red Dead Redemption 2 en mikil eftirvænting er vegna útgáfu leiksins. Rockstar eru þekktir fyrir að leggja mikið í leikina sína og gera þá góða. Í stað þess að hrella íbúa Kaliforníu í GTAV munu spilarar nú fá að hrella íbúa villta vestursins.Hitman 2Kemur út 13. nóvember - PS4, XB1 og PC 47 er orðin ansi langlíf tölvuleikjahetja. Klónið sem myrt hefur fólk út um allan heim heldur áfram að myrða fólk út um allan heim. Framleiðendur leiksins lofa því að hægt verður að myrða fólk á mjög fjölbreyttan hátt.Fallout 76Kemur út 14. nóvember - PS4, XB1 og PC Nýjasti leikurinn í Fallout seríunni er ekki hefðbundinn. Að þessu sinni hefur Bethesda gert fjölspilunarleik og munu spilarar þurfa að lifa af í óvinveittri náttúru Fallout söguheimsins.Just Cause 4Kemur út 4. desember - PS4, XB1 og PC Þeir eru fáir sem geta valdið jafn miklum usla og Rico Rodriguez, eins og sést bersýnilega í þessari stiklu. Leikjavísir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Nú þegar sumrinu fer að ljúka er þörf að huga að því hvort ekki sé réttast að eiga nokkra frídaga inni fyrir haustið. Það verður nefnilega nóg um tölvuleiki til að spila á næstu mánuðum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir leiki sem koma út í haust og í vetur, fram að áramótum.Madden 19 Kemur út 10. ágúst - PS4, XB1 og PC Vinsældir amerísks fótbolta virðast aukast jafnt og þétt hér á landi. Fyrir þá fáu sem vita ekki hvað Madden er, er ef til vill best að lýsa leikjunum sem FIFA amerísks fótbolta. Ef þú veist ekki heldur hvað FIFA er; af hverju í ósköpunum ert þú þá að lesa þetta?World of Warcraft: Battle for Azeroth Kemur út 14. ágúst - PC Sjöundi aukapakkinn fyrir World of Warcraft, fjölspilunarleikinn sívinsæla, kemur út þann þrettánda ágúst næstkomandi. Aukapakkinn nefnist Battle for Azeroth og snýst einmitt um það. Orrustur stórveldanna tveggja í söguheiminum Azeroth, Horde gegn Alliance. Eftir að hafa snúið bökum saman gegn sameiginlegum óvini sem vildi tortíma Azeroth í síðasta aukapakka, Legion, munu hetjur Horde og Alliance nú mætast á vígvellinum.NBA Live 19 Kemur út 7. september - PS4 og XB1 NBA Live leikirnir hafa undanfarin ár setið á hakanum fyrir NBA 2K leikjunum. Kannski verður breyting nú á þetta árið.NBA 2K19 Kemur út 7. september - PS4, XB1, PC og NS Margir þeirra sem spiluðu NBA 2K18 voru ósáttir við ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega hvað framleiðendur hans voru sífellt að reyna að selja spilurum hluti í leiknum.Spider-ManKemur út 7. september - PS4Peter Parker er mættur enn eina ferðina aftur og að þessu sinni með leik í framleiðslu Insomniac. Fyrirtækið segir þetta ekki vera sama Spider-Man og við séum vön og að þessi hafi mikla reynslu, þó hann sé bara 23 ára, af því að berjast gegn glæpum í New York. Hann er þó eitthvað orðinn þreyttur og vill eiga sér líf sem Peter Parker einnig.Shadow of the Tomb RaiderKemur út 14. september - PS4, XB1 og PC Lara Croft er mætt í frumskóginn í enn einni fjársjóðsleitinni. Ef eitthvað er að marka stiklu leiksins, þá er hún brjálæðislega hörð. Jafnvel of hörð. Hún ætti kannski að finna sér einhvern til að tala við.FIFA 19Kemur út 28. september - PS4, XB1, PC og NS Það er kannski best að lýsa FIFA leikjunum sem nokkurs konar Madden hefðbundins fótbolta.Assassin‘s Creed OdysseyKemur út 5. október - PS4, XB1 og PC Í síðasta Assassin‘s Creed leik myrtu spilarar haug af fólki (og dýrum) í Egyptalandi til forna og nú er röðin komin að Grikklandi. Spartverjar eru í aðalhlutverki og það er eins gott að það verði hægt að sparka Persum ofan í brunna.Call of Duty: Black Ops 4Kemur út 12. október - PS4, XB1 og PC Það verður engin einspilun í næsta Call of Duty leiknum. Activision ákváðu að einblína á fjölspilunina og uppvakninga, þar sem vinir geta leikið sér saman við það skjóta þá niður. Framtíðartækni ræður ríkjum í þessum Call of Duty leik.Battlefield VKemur út 16. október - PS4, XB1 og PC Nýjasti Battlefield leikurinn varð orðinn umdeildur löngu áður en hann kom út vegna þess að framleiðendur hans, Dice, ætla að leyfa fólki að spila fjölspilunarleik sem stelpur. Strákar voru ekki að taka vel í það, einhverra hluta vegna. Burt séð frá þessum, heimskulega, stormi í vatnsglasi þá lítur Battlefield V vel út.Red Dead Redemption 2Kemur út 26. október - PS4 og XB1 Framleiðendur Grand Theft Auto leikjanna munu í haust gefa út leikinn Red Dead Redemption 2 en mikil eftirvænting er vegna útgáfu leiksins. Rockstar eru þekktir fyrir að leggja mikið í leikina sína og gera þá góða. Í stað þess að hrella íbúa Kaliforníu í GTAV munu spilarar nú fá að hrella íbúa villta vestursins.Hitman 2Kemur út 13. nóvember - PS4, XB1 og PC 47 er orðin ansi langlíf tölvuleikjahetja. Klónið sem myrt hefur fólk út um allan heim heldur áfram að myrða fólk út um allan heim. Framleiðendur leiksins lofa því að hægt verður að myrða fólk á mjög fjölbreyttan hátt.Fallout 76Kemur út 14. nóvember - PS4, XB1 og PC Nýjasti leikurinn í Fallout seríunni er ekki hefðbundinn. Að þessu sinni hefur Bethesda gert fjölspilunarleik og munu spilarar þurfa að lifa af í óvinveittri náttúru Fallout söguheimsins.Just Cause 4Kemur út 4. desember - PS4, XB1 og PC Þeir eru fáir sem geta valdið jafn miklum usla og Rico Rodriguez, eins og sést bersýnilega í þessari stiklu.
Leikjavísir Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira