Lífið

Biðst afsökunar á orðum sínum um dauða Zombie Boy

Atli Ísleifsson skrifar
Zombie Boy kom meðal annars fram í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way.
Zombie Boy kom meðal annars fram í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way. Twitter/Lady Gaga
Bandaríska tónlistarkonan Lady Gaga hefur beðist afsökunar á að hafa tjáð sig „of snemma“ um dauða vinar síns og fyrirsætunnar Rick Genest, einnig þekktur sem Zombie Boy. Hinn 32 ára Genest fannst látinn við heimili sitt á miðvikudaginn. 

Lady Gaga minntist Genest á samfélagsmiðlum og sagði hann hafa svipt sig lífi og að nauðsynlegt væri að opna betur umræðuna um geðsjúkdóma. Ekki hefur fengist staðfest hvort raunverulega hafi verið um sjálfsvíg að ræða og telur fjölskylda Genest að hann hafi látist af slysförum.

Genest var þekktur fyrir beina- og líffærahúðflúr sín og birtist meðal annars í tónlistarmyndbandi Lady Gaga við lagið Born This Way.

Lady Gaga hefur nú fjarlægt tíst sitt þar sem hún minntist á „sjálfsvíg vinar [síns] Rick Genest“.

Í tveimur nýjum tístum biður hún fjölskyldu Genest afsökunar og birtir mynd af þeim tveimur saman.


Tengdar fréttir

Zombie Boy er látinn

Fyrirsætan Rick Genest, sem er betur þekktur sem Zombie Boy, er látinn, 32 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.