Körfubolti

Þjálfari Íslandsmeistara Hauka farinn að þjálfa í Njarðvík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingvar Þór Guðjónsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor,
Ingvar Þór Guðjónsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta vor, vísir/andri marinó
Ingvar Þór Guðjónsson gerði Haukakonur að Íslandsmeisturum í vor en hann hefur nú flutt sig frá Ásvöllum og yfir í Ljónagryfjuna.

Ingvar hætti með Haukaliðið eftir tímabilið og í dag tilkynntu Njarðvíkingar að Ingvar verði í þjálfarateymi þeirra í vetur.

Ingvar mun þjálfa 7. og 9. flokk kvenna hjá Njarðvík tímabilið 2018-19.

„Þetta eru stór tíðindi fyrir félagið að fá þjálfara eins og Ingvar inní yngriflokkastarfið,“ segir í frétt á heimasíðu Njarðvíkinga.

Ingvar hefur unnið frábært starf hjá Haukum undanfarin ár en stór hluti Íslandsmeistaraliðs Hauka síðasta vor voru stelpur sem hann hafði þjálfað upp yngri flokkana hjá Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×