Innlent

Vilja ná tali af ferðamanni sem gengur á milli húsa og kveðst í leit að gistingu

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkrar tilkynningar hafa borist til lögreglu.
Nokkrar tilkynningar hafa borist til lögreglu. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Norðurlandi vestra leitar nú erlends ferðamanns sem gengur á milli húsa í umdæminu og kveðst vera í leit að gistingu.

Lögregla greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Nokkrar tilkynningar hafa borist til lögreglu um erlendan ferðamann sem hefur ýmist gengið inn í hús eða bankað á dyr hjá fólki hérna í umdæminu en þessi ferðamaður mun vera spyrja hvar sé að finna gistingu.

Ekki er vitað hvort maður sé að ferðinni í saknæmum tilgangi eða sé hreinlega að leita sér að gistingu en lögreglu hefur ekki tekist að hafa uppá þessum erlenda ferðamanni og ekki er vitað hvernig viðkomandi ferðast á milli staða.

Lögregla vill biðja fólk um hringja í 112 ef þessi ágæti ferðamaður bankar dyr eða gengur hreinlega inn í hús, en mikilvægt er að lögregla nái tali af þessum erlenda ferðamanni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×