Sveitarfélög misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2018 19:00 Ástæða er til að taka upp umræðu um afhendingaröryggi á landsvísu í kjölfar rafmagnsleysisins í Hveragerði en sveitarfélög eru misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma. Upplýsingafulltrúi Samorku segir aðstæðurnar í Hveragerði í gær sýna hversu háð rafmagni mannfólkið er. Langvarandi rafmagnsleysi eins og varð í Hveragerði í gær og fram á nótt hefur vakið upp spurningar um hvernig önnur sveitarfélög eru í stakk búin að takast á við slíkt ástand en í mörgum bæjarfélögum er viðkvæm þjónusta algjörlega háð rafmagni. Upplýsingafulltrúi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir rafmagnsleysið ástæðu til þess að málið sé tekið til umræðu. „Þessi bilun í Hveragerði er staðbundin bilun í dreifiveitu. Almennt séð sitja sveitarfélögin á landinu við sama borð þegar kemur að svona bilun,“ segir Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Lovísa segir að bæjar- og sveitarfélög leggi allt sitt traust á flutnings- og dreifikerfið og að sem betur fer sé svona alvarleg bilun fátíð. „Fyrirtæki eru með mjög misviðkvæma starfsemi innan sveitarfélaganna þannig að þetta er kannski gott tækifæri fyrir þau að huga að hvort þau vilji hafa varaafl eins og heilsugæslan og fleira. Langvarandi rafmagnsleysi getur komi illa niður á viðkvæmri starfsemi sér í lagi ef það er langt í þjónustu annars staðar. „Þetta er misvel í pottinn búið á landinu eins og við vitum og þetta gefur tilefni til að ræða þau mál mjög vel,“ segir Lovísa. Lovísa segir að rafmagnsöryggi sé heilt yfir mjög gott á Íslandi samanborið við önnur lönd en að alltaf sé ástæða til þess að ræða rafmagnsöryggi. Lovísa telur ástæðu til þess að kanna hvort ástæða sé til þess að þétta net varaaflstöðva hringinn í kringum landið, líkt og þær sem fengnar voru til Hveragerðis í nótt. „Svona bilanir geta alltaf komið upp, en sem betur fer gerist það mjög sjaldan en það má alltaf ræða það hvort það þurfi að byggja upp betra net. Við búum við mjög gott rafmagnsöryggi hér á landi í samanburði við önnur lönd en þetta gefur tilefni til þess að ræða, hvað ef?“ segir Lovísa. Rafmagnsleysið í Hveragerði í nótt sýndi svart á hvítu hvers háð rafmagni mannfólkið er. „Algjörlega, það er miðlægt í allri okkar grunnþjónustu og við gerum voðalega lítið án rafmagns og þá sjaldan að það gerist að við missum rafmagnið að þá finnum við fyrst fyrir því,“ segir Lovísa. Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Ástæða er til að taka upp umræðu um afhendingaröryggi á landsvísu í kjölfar rafmagnsleysisins í Hveragerði en sveitarfélög eru misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma. Upplýsingafulltrúi Samorku segir aðstæðurnar í Hveragerði í gær sýna hversu háð rafmagni mannfólkið er. Langvarandi rafmagnsleysi eins og varð í Hveragerði í gær og fram á nótt hefur vakið upp spurningar um hvernig önnur sveitarfélög eru í stakk búin að takast á við slíkt ástand en í mörgum bæjarfélögum er viðkvæm þjónusta algjörlega háð rafmagni. Upplýsingafulltrúi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir rafmagnsleysið ástæðu til þess að málið sé tekið til umræðu. „Þessi bilun í Hveragerði er staðbundin bilun í dreifiveitu. Almennt séð sitja sveitarfélögin á landinu við sama borð þegar kemur að svona bilun,“ segir Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Lovísa segir að bæjar- og sveitarfélög leggi allt sitt traust á flutnings- og dreifikerfið og að sem betur fer sé svona alvarleg bilun fátíð. „Fyrirtæki eru með mjög misviðkvæma starfsemi innan sveitarfélaganna þannig að þetta er kannski gott tækifæri fyrir þau að huga að hvort þau vilji hafa varaafl eins og heilsugæslan og fleira. Langvarandi rafmagnsleysi getur komi illa niður á viðkvæmri starfsemi sér í lagi ef það er langt í þjónustu annars staðar. „Þetta er misvel í pottinn búið á landinu eins og við vitum og þetta gefur tilefni til að ræða þau mál mjög vel,“ segir Lovísa. Lovísa segir að rafmagnsöryggi sé heilt yfir mjög gott á Íslandi samanborið við önnur lönd en að alltaf sé ástæða til þess að ræða rafmagnsöryggi. Lovísa telur ástæðu til þess að kanna hvort ástæða sé til þess að þétta net varaaflstöðva hringinn í kringum landið, líkt og þær sem fengnar voru til Hveragerðis í nótt. „Svona bilanir geta alltaf komið upp, en sem betur fer gerist það mjög sjaldan en það má alltaf ræða það hvort það þurfi að byggja upp betra net. Við búum við mjög gott rafmagnsöryggi hér á landi í samanburði við önnur lönd en þetta gefur tilefni til þess að ræða, hvað ef?“ segir Lovísa. Rafmagnsleysið í Hveragerði í nótt sýndi svart á hvítu hvers háð rafmagni mannfólkið er. „Algjörlega, það er miðlægt í allri okkar grunnþjónustu og við gerum voðalega lítið án rafmagns og þá sjaldan að það gerist að við missum rafmagnið að þá finnum við fyrst fyrir því,“ segir Lovísa.
Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30
Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39
Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15